Van de Beek hefur neyðst til að draga sig út úr hollenska landsliðshópnum vegna meiðsla en ekki hefur komið fram hvers eðlis meiðslin eru. Frank de Boer, landsliðsþjálfari Hollands, ætlar ekki að kalla á nýjan leikmann í hans stað.
Van de Beek á að baki 19 A-landsleiki fyrir Holland og lék síðast í 7-0 sigri gegn Gíbraltar í mars.
Van de Beek gekk til liðs við Manchester United síðasta sumar, frá Ajax, en þessi 24 ára gamli leikmaður fékk aðeins að byrja fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur fyrir 35 milljónir punda. Hann kom þó við sögu í 19 deildarleikjum og 17 leikjum í öðrum keppnum.
Holland leikur í C-riðli á EM og spilar alla sína leiki þar á heimavelli í Amsterdam. Liðið mætir Úkraínu á sunnudagskvöld, Austurríki 17. júní og Norður-Makedóníu 21. júní.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.