Segist hafa lifað í ótta undanfarin ár og ekki þorað að segja sögu sína opinberlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2021 07:00 Silas Katompa Mvumpa, leikmaður Stuttgart í Þýskalandi. Tom Weller/Getty Images Silas Wamangituka, markahæsti leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins Stuttgart, ku ekki heita því nafni né vera fæddur árið 1999 eins og segir í vegabréfi hans. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem leikmaðurinn og Stuttgart gáfu frá sér í gær. Silas fæddist í Kongó og er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Stuttgart eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð og svo verið ein aðalástæða þess að liðið endaði í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð. Þannig er mál með vexti að Silas hefur lifað í ótta síðan hann fór frá Kongó aðeins 17 ára gamall en þá samdi hann við franska neðri deildarfélagið Alés. Hann heitir réttu nafni Silas Katompa Mvumpa og er fæddur árið 1998. Silas klärt seine Identität. Zur Meldung https://t.co/kqigvpa5rO #VfB— VfB Stuttgart (@VfB) June 8, 2021 Nafni hans og kennitölu var breytt af umboðsmanni frá Belgíu sem hafði fullan aðgang að bæði bankareikningi Silas sem og vegabréfi á þeim tíma. Leikmaðurinn var á leiðinni til belgíska félagsins Anderlecht en þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út vildi félagið að hann færi heim til Kongó að endurnýja hana. Það vildi umboðsmaðurinn ekki og sagði hann að ef Katompa Mvumpa færi heim þá kæmist hann ekki aftur til Evrópu. Silas er ekki lengur með téðan umboðsmann og skoðar nú – ásamt Stuttgart – að sækja umboðsmanninn til saka. „Ég hef lifað í stöðugum ótta undanfarin ár og hef haft miklar áhyggjur af fjölskyldunni minni í Kongó. Það var mjög erfitt fyrir mig að opinbera sögu mína. Ég hefði aldrei þorað því án stuðnings Stuttgart og ráðgjafa minna í dag. Ef Stuttgart væri ekki mitt annað heimili og mér liði ekki vel hérna hefði ég aldrei þorað að opinbera sögu mína,“ sagði Silas um málið. Silas Wamangituka has revealed he s been playing under a false identity.His real name is Silas Katompa Mvumpa and he s 22, not 21.Stuttgart say he was manipulated by his former agent, who facilitated Silas' move from Congo to Europe. pic.twitter.com/V6y4RgLYIX— DW Sports (@dw_sports) June 8, 2021 Stuttgart stendur þétt við bakið á leikmanninum og segir hann ekki hafa gert neitt rangt. Félagið reiknar ekki með að leikmanninum verði refsað þar sem Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, hefur tekið skýrt fram að Silas var fórnarlamb í málinu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira
Silas fæddist í Kongó og er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Stuttgart eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð og svo verið ein aðalástæða þess að liðið endaði í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð. Þannig er mál með vexti að Silas hefur lifað í ótta síðan hann fór frá Kongó aðeins 17 ára gamall en þá samdi hann við franska neðri deildarfélagið Alés. Hann heitir réttu nafni Silas Katompa Mvumpa og er fæddur árið 1998. Silas klärt seine Identität. Zur Meldung https://t.co/kqigvpa5rO #VfB— VfB Stuttgart (@VfB) June 8, 2021 Nafni hans og kennitölu var breytt af umboðsmanni frá Belgíu sem hafði fullan aðgang að bæði bankareikningi Silas sem og vegabréfi á þeim tíma. Leikmaðurinn var á leiðinni til belgíska félagsins Anderlecht en þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út vildi félagið að hann færi heim til Kongó að endurnýja hana. Það vildi umboðsmaðurinn ekki og sagði hann að ef Katompa Mvumpa færi heim þá kæmist hann ekki aftur til Evrópu. Silas er ekki lengur með téðan umboðsmann og skoðar nú – ásamt Stuttgart – að sækja umboðsmanninn til saka. „Ég hef lifað í stöðugum ótta undanfarin ár og hef haft miklar áhyggjur af fjölskyldunni minni í Kongó. Það var mjög erfitt fyrir mig að opinbera sögu mína. Ég hefði aldrei þorað því án stuðnings Stuttgart og ráðgjafa minna í dag. Ef Stuttgart væri ekki mitt annað heimili og mér liði ekki vel hérna hefði ég aldrei þorað að opinbera sögu mína,“ sagði Silas um málið. Silas Wamangituka has revealed he s been playing under a false identity.His real name is Silas Katompa Mvumpa and he s 22, not 21.Stuttgart say he was manipulated by his former agent, who facilitated Silas' move from Congo to Europe. pic.twitter.com/V6y4RgLYIX— DW Sports (@dw_sports) June 8, 2021 Stuttgart stendur þétt við bakið á leikmanninum og segir hann ekki hafa gert neitt rangt. Félagið reiknar ekki með að leikmanninum verði refsað þar sem Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, hefur tekið skýrt fram að Silas var fórnarlamb í málinu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira