Hættum að rífast og byrjum að vinna Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. júní 2021 10:31 Álag á samgöngukerfið á Íslandi hefur aukist mikið á síðasta áratug en sérfræðingar hafa nú greint flæði umferðar, skipulags- og uppbyggingaráætlanir og lagt fram heildaráætlun sem birtist í höfuðborgarsáttmálanum sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu ásamt ríkinu. Í sáttmálanum er horft til ljósastýringar, stofnvegaframkvæmda, eflingu almenningssamgangan og hjólreiðastíga. Heildstæð lausn sem mun gagnast okkur öllum. Sundabraut er ekki hluti af höfuðborgarsáttmálanum en er engu að síður mikilvæg samgöngubót bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. Minna kolefnisfótspor með Sundabraut Sundabraut styttir vegalengdina á milli Kjalarness og miðborgarinnar og bætir umferðaraðgengi frá Vestur- og Norðurlandi að borginni. Þá léttir Sundabraut á umferð um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ. Sundabraut sparar akstur og þungaflutninga og mun þannig spara kolefnisfótspor. Hún er mikilvæg tenging við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins og með henni verður til bætt tenging Grafarvogshverfis við gatnakerfi borgarinnar og töluvert myndi draga úr álagi um Ártúnsbrekku. Einkaframkvæmd er eina lausnin Kostnaður við Sundabraut er áætlaður á bilinu 70-80 milljarðar og til samanburðar eru heildarframlög til Vegagerðarinnar 30 milljarðar, þar með taldir innviðir í flugi, siglingum og vegakerfi. Það er því algjörlega óraunhæft að ætla að hægt sé að taka 70-80 milljarða, til að leggja Sundabraut, úr ríkissjóði. Það myndi kalla á að ekkert annað yrði gert í viðhaldi eða uppbyggingu annarra samgöngumannvirkja eða að fjármagn yrði tekið úr öðrum mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, löggæslu o.s.frv. Hér þarf einfaldlega aðrar lausnir. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Í mörg ár hefur verið bent á möguleika á samstarfsverkefni einkaaðila og hins opinbera, svokölluð PPP-verkefni, og eru Hvalfjarðargöng besta dæmið um slíkt. Ég lagði ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktun þar sem lagt er til að Sundabraut verði boðin út í einkaframkvæmd og er sannfærð um að það sé raunhæf leið til að sjá þessa samgöngubót verða að veruleika. Ég er sannfærð um að lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar sem horfa til lengri tíma telji Sundabraut arðbæran og álitlegan fjárfestingakost. Hættum að rífast um þetta og byrjum að vinna! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri dagana 10.-12. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Álag á samgöngukerfið á Íslandi hefur aukist mikið á síðasta áratug en sérfræðingar hafa nú greint flæði umferðar, skipulags- og uppbyggingaráætlanir og lagt fram heildaráætlun sem birtist í höfuðborgarsáttmálanum sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu ásamt ríkinu. Í sáttmálanum er horft til ljósastýringar, stofnvegaframkvæmda, eflingu almenningssamgangan og hjólreiðastíga. Heildstæð lausn sem mun gagnast okkur öllum. Sundabraut er ekki hluti af höfuðborgarsáttmálanum en er engu að síður mikilvæg samgöngubót bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. Minna kolefnisfótspor með Sundabraut Sundabraut styttir vegalengdina á milli Kjalarness og miðborgarinnar og bætir umferðaraðgengi frá Vestur- og Norðurlandi að borginni. Þá léttir Sundabraut á umferð um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ. Sundabraut sparar akstur og þungaflutninga og mun þannig spara kolefnisfótspor. Hún er mikilvæg tenging við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins og með henni verður til bætt tenging Grafarvogshverfis við gatnakerfi borgarinnar og töluvert myndi draga úr álagi um Ártúnsbrekku. Einkaframkvæmd er eina lausnin Kostnaður við Sundabraut er áætlaður á bilinu 70-80 milljarðar og til samanburðar eru heildarframlög til Vegagerðarinnar 30 milljarðar, þar með taldir innviðir í flugi, siglingum og vegakerfi. Það er því algjörlega óraunhæft að ætla að hægt sé að taka 70-80 milljarða, til að leggja Sundabraut, úr ríkissjóði. Það myndi kalla á að ekkert annað yrði gert í viðhaldi eða uppbyggingu annarra samgöngumannvirkja eða að fjármagn yrði tekið úr öðrum mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, löggæslu o.s.frv. Hér þarf einfaldlega aðrar lausnir. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Í mörg ár hefur verið bent á möguleika á samstarfsverkefni einkaaðila og hins opinbera, svokölluð PPP-verkefni, og eru Hvalfjarðargöng besta dæmið um slíkt. Ég lagði ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktun þar sem lagt er til að Sundabraut verði boðin út í einkaframkvæmd og er sannfærð um að það sé raunhæf leið til að sjá þessa samgöngubót verða að veruleika. Ég er sannfærð um að lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar sem horfa til lengri tíma telji Sundabraut arðbæran og álitlegan fjárfestingakost. Hættum að rífast um þetta og byrjum að vinna! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri dagana 10.-12. júní.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun