1 dagur í EM: Frakkar unnu EM síðast þegar þær mættu sem heimsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 12:01 Frakkar fagna hér Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2000 en þeir voru þá bæði heims- og Evrópumeistarar á sama tíma. Getty/Laurent Baheux Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst á morgun 11. júní. Frakkar mæta á EM sem ríkjandi heimsmeistarar og það boðar gott fyrir þá. Frakkar eru heimsmeistarar frá því á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og þeir fóru líka í úrslitaleik EM sumarið 2016. Frakkar eiga góða reynslu frá því að mæta á Evrópumót sem ríkjandi heimsmeistarar. Sumarið 2000 unnu Frakkar Evrópumótið eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn tveimur árum áður. Photo du jour EURO 2000 - L équipe de France avant la finale face à l Italie. pic.twitter.com/cTHrNa3UXa— Le Corner (@Le_Corner_) June 3, 2021 Frakkar unnu eftirminnilegan 3-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í Frakklandi 1998 þar sem Zinedine Zidane skoraði tvívegis. Franska landsliðið hóf síðan undankeppni EM á því að gera 1-1 jafntefli á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Frakkar unnu samt riðilinn en lenti aftur á vandræðum með íslenska landsliðið í París þar sem Frakkar unnu á endanum nauman 3-2 sigur. Með þeim sigri tryggði franska landsliðið sig inn á EM ásamt því að Úkraínumenn náðu bara jafntefli á móti Rússum. Í úrslitakeppninni fóru Frakkar upp úr riðlinum þrátt fyrir tap á móti Hollendingum. Þeir unnu 2-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitunum og svo 2-1 sigur á Portúgal í undanúrslitunum þar sem Zinedine Zidane skoraði gullmark í framlengingu. First EURO final you watched? David Trezeguet at EURO 2000 @FrenchTeam— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 10, 2021 Í úrslitaleiknum voru Frakkar undir á móti Ítölum fram á fjórðu mínútu í uppbótartíma en varamaðurinn Sylvain Wiltord tryggði liðinu framlengingu og þar skoraði varamaðurinn David Trezeguet Gullmark. Leikurinn var búinn um leið og boltinn þandi út netmöskvanna. Gullmörk í tveimur leikjum í röð færðu Frökkum þar sem Evrópumeistaratitilinn og fyrirliðinn Didier Deschamps lyfti EM-bikarnum aðeins tveimur árum eftir að hann lyfti HM-bikarnum. Zinedine Zidane var kosinn besti leikmaður keppninnar en Thierry Henry var markahæstur í franska liðinu á mótinu með þrjú mörk. Euro 2000 : et l'Italie reboucha le champagneVingt-et-un ans après la finale de l'Euro perdue sur le fil contre la France, les Italiens présents à Rotterdam, dont le sélectionneur Dino Zoff, racontent leur tragique soirée. Une cicatrice jamais refermée https://t.co/ZLgv947mmU pic.twitter.com/niT5u34SwN— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 3, 2021 Markvörðurinn Fabien Barthez, varnarmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Lilian Thuram sem og miðjumaðurinn Patrick Vieira voru einnig valdir í úrvalsliðið á mótinu ásamt þeim Zidane og Henry. Frakkar hafa ekki unnið Evrópumótið síðan en þeir unnu HM í fyrsta sinn síðan 1998 eftir að gamli fyrirliðinn Didier Deschamps tók við sem þjálfari. Deschamps á nú möguleika á að vinna bæði HM og EM gull sem bæði fyrirliði og þjálfari franska landsliðsins. Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ???? EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. 2 dagar í EM: Danir þurftu bara tvo sigurleiki til að vinna EM í „sumarfríinu“ sínu 3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður EM 2020 í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Frakkar eru heimsmeistarar frá því á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og þeir fóru líka í úrslitaleik EM sumarið 2016. Frakkar eiga góða reynslu frá því að mæta á Evrópumót sem ríkjandi heimsmeistarar. Sumarið 2000 unnu Frakkar Evrópumótið eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn tveimur árum áður. Photo du jour EURO 2000 - L équipe de France avant la finale face à l Italie. pic.twitter.com/cTHrNa3UXa— Le Corner (@Le_Corner_) June 3, 2021 Frakkar unnu eftirminnilegan 3-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í Frakklandi 1998 þar sem Zinedine Zidane skoraði tvívegis. Franska landsliðið hóf síðan undankeppni EM á því að gera 1-1 jafntefli á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Frakkar unnu samt riðilinn en lenti aftur á vandræðum með íslenska landsliðið í París þar sem Frakkar unnu á endanum nauman 3-2 sigur. Með þeim sigri tryggði franska landsliðið sig inn á EM ásamt því að Úkraínumenn náðu bara jafntefli á móti Rússum. Í úrslitakeppninni fóru Frakkar upp úr riðlinum þrátt fyrir tap á móti Hollendingum. Þeir unnu 2-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitunum og svo 2-1 sigur á Portúgal í undanúrslitunum þar sem Zinedine Zidane skoraði gullmark í framlengingu. First EURO final you watched? David Trezeguet at EURO 2000 @FrenchTeam— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 10, 2021 Í úrslitaleiknum voru Frakkar undir á móti Ítölum fram á fjórðu mínútu í uppbótartíma en varamaðurinn Sylvain Wiltord tryggði liðinu framlengingu og þar skoraði varamaðurinn David Trezeguet Gullmark. Leikurinn var búinn um leið og boltinn þandi út netmöskvanna. Gullmörk í tveimur leikjum í röð færðu Frökkum þar sem Evrópumeistaratitilinn og fyrirliðinn Didier Deschamps lyfti EM-bikarnum aðeins tveimur árum eftir að hann lyfti HM-bikarnum. Zinedine Zidane var kosinn besti leikmaður keppninnar en Thierry Henry var markahæstur í franska liðinu á mótinu með þrjú mörk. Euro 2000 : et l'Italie reboucha le champagneVingt-et-un ans après la finale de l'Euro perdue sur le fil contre la France, les Italiens présents à Rotterdam, dont le sélectionneur Dino Zoff, racontent leur tragique soirée. Une cicatrice jamais refermée https://t.co/ZLgv947mmU pic.twitter.com/niT5u34SwN— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 3, 2021 Markvörðurinn Fabien Barthez, varnarmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Lilian Thuram sem og miðjumaðurinn Patrick Vieira voru einnig valdir í úrvalsliðið á mótinu ásamt þeim Zidane og Henry. Frakkar hafa ekki unnið Evrópumótið síðan en þeir unnu HM í fyrsta sinn síðan 1998 eftir að gamli fyrirliðinn Didier Deschamps tók við sem þjálfari. Deschamps á nú möguleika á að vinna bæði HM og EM gull sem bæði fyrirliði og þjálfari franska landsliðsins. Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ???? EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. 2 dagar í EM: Danir þurftu bara tvo sigurleiki til að vinna EM í „sumarfríinu“ sínu 3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður
Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ????
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti