NBA dagsins: Sagður hafna 5,3 milljörðum til að losna en fer á kostum með liðinu Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 15:00 Chris Paul í leiknum við Denver Nuggets í nótt. AP/Matt York Lið Phoenix Suns virðist bara ætla að verða betra með hverjum leik í sinni fyrstu úrslitakeppni síðan árið 2010. Liðið gjörsigraði Denver Nuggets í nótt, 123-98. Nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, Nikola Jokic, og félagar hans féllu í skuggann af hinum 36 ára gamla Chris Paul og félögum í Phoenix sem fóru hreinlega á kostum. Phoenix var með forystuna frá fyrstu mínútu og komst í 2-0 í einvígi sem útlit er fyrir að verði mjög stutt. Svipmyndir úr leiknum og viðtal við Paul má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 10. júní Fyrr í þessum mánuði bárust fregnir af því í Bleacher Report að Paul ætli að hafna boði um að framlengja samning sinn við Phoenix, sem myndi færa honum 44,4 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 5,3 milljarða króna. Samkvæmt fréttinni vill Paul frekar vera laus og liðugur og geta þá fengið samning til nokkurra ára annars staðar, og sá möguleiki nefndur að hann semji til þriggja ára og fái 100 milljónir dala fyrir. Paul skoraði 17 stig í nótt en gaf líka 15 stoðsendingar og það án þess að tapa boltanum einu sinni í leiknum. Devin Booker var einnig með tvöfalda tvennu, eða 18 stig og 10 fráköst. Paul, eða CP3 eins og hann er kallaður, var einnig með tvöfalda tvennu í fyrsta leik einvígisins þar sem hann skoraði 21 stig og átti 11 stoðsendingar. Paul er þó samkvæmt ESPN síður en svo að missa sig í gleðinni enda það verk að slá út Denver aðeins hálfnað. Hann mun strax í búningsklefanum eftir leikinn í nótt hafa reynt að fá liðsfélaga sína til að einbeita sér strax að leiknum í Denver, sem fram fer annað kvöld, og rifjað upp þegar hann var 2-0 yfir í einvígi með New Orleans gegn San Antonio Spurs árið 2008, sem endaði með sigri Spurs. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, Nikola Jokic, og félagar hans féllu í skuggann af hinum 36 ára gamla Chris Paul og félögum í Phoenix sem fóru hreinlega á kostum. Phoenix var með forystuna frá fyrstu mínútu og komst í 2-0 í einvígi sem útlit er fyrir að verði mjög stutt. Svipmyndir úr leiknum og viðtal við Paul má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 10. júní Fyrr í þessum mánuði bárust fregnir af því í Bleacher Report að Paul ætli að hafna boði um að framlengja samning sinn við Phoenix, sem myndi færa honum 44,4 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 5,3 milljarða króna. Samkvæmt fréttinni vill Paul frekar vera laus og liðugur og geta þá fengið samning til nokkurra ára annars staðar, og sá möguleiki nefndur að hann semji til þriggja ára og fái 100 milljónir dala fyrir. Paul skoraði 17 stig í nótt en gaf líka 15 stoðsendingar og það án þess að tapa boltanum einu sinni í leiknum. Devin Booker var einnig með tvöfalda tvennu, eða 18 stig og 10 fráköst. Paul, eða CP3 eins og hann er kallaður, var einnig með tvöfalda tvennu í fyrsta leik einvígisins þar sem hann skoraði 21 stig og átti 11 stoðsendingar. Paul er þó samkvæmt ESPN síður en svo að missa sig í gleðinni enda það verk að slá út Denver aðeins hálfnað. Hann mun strax í búningsklefanum eftir leikinn í nótt hafa reynt að fá liðsfélaga sína til að einbeita sér strax að leiknum í Denver, sem fram fer annað kvöld, og rifjað upp þegar hann var 2-0 yfir í einvígi með New Orleans gegn San Antonio Spurs árið 2008, sem endaði með sigri Spurs.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira