Birkir, Rooney og Pirlo költhetjur EM: „Líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 09:31 Birkir Már Sævarsson stóð í ströngu á móti Raheem Sterling á EM 2016. Getty/Alex Livesey Birkir Már Sævarsson er í hópi ellefu mestu „költhetja“ í sögu Evrópumótsins í fótbolta. Það er að minnsta kosti mat tímaritsins Four Four Two. Hetjurnar ellefu vöktu mikla aðdáun fyrir framgöngu sína á að minnsta kosti einu Evrópumóti, en þó ekki endilega fyrir mestu hæfileikana. Portúgalski markvörðurinn Ricardo er til að mynda í liðinu eftir að hafa tekið af sér hanskana í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á EM 2004, varið spyrnu með berum höndum og svo skorað sigurmarkið. Petr Cech var samt besti markvörður mótsins. Birkir Már er í vörn liðsins með Þjóðverjanum Matthias Sammer og Englendingnum Stuart Pearce. Í umsögn um Birki segir að hann hafi pakkað Cristiano Ronaldo og Raheem Sterling saman á EM 2016, orðinn 31 árs gamall en á sínu fyrsta stórmóti. Enginn hafi einu sinni búist við því að sjá Ísland á stórmóti. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini Four Four Two segir að á milli þess sem að Birkir hélt aftur af Ronaldo og Sterling hafi hann reyndar skorað sjálfsmark (gegn Ungverjum) og þannig „líkt og eldfjall spúð reykjarmekki yfir litlar vonir íslenska liðsins“, sem hristi það hins vegar af sér og komst í 8-liða úrslit og átti Birkir ríkan þátt í því. „Það er ekki bara getan til að rísa strax upp aftur sem að við dáumst að hjá kæra Birki. Það er líka hæfileikinn til að dragast inn í sviðsljósið á stórri stund þjóðar fyrir framan alla heimsálfuna, líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi sem kemur sér inn á allar myndir sem teknar eru. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hver tekur þetta hlutverk að sér fyrir Finnland í sumar,“ segir einnig í umsögninni. Marcos Senna, Andrea Pirlo, Renato Sanches og John Jensen eru á miðjunni í liði költhetjanna, og fremstir eru þeir Wayne Rooney, Milan Baros og Hal Robson-Kanu. Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Hetjurnar ellefu vöktu mikla aðdáun fyrir framgöngu sína á að minnsta kosti einu Evrópumóti, en þó ekki endilega fyrir mestu hæfileikana. Portúgalski markvörðurinn Ricardo er til að mynda í liðinu eftir að hafa tekið af sér hanskana í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á EM 2004, varið spyrnu með berum höndum og svo skorað sigurmarkið. Petr Cech var samt besti markvörður mótsins. Birkir Már er í vörn liðsins með Þjóðverjanum Matthias Sammer og Englendingnum Stuart Pearce. Í umsögn um Birki segir að hann hafi pakkað Cristiano Ronaldo og Raheem Sterling saman á EM 2016, orðinn 31 árs gamall en á sínu fyrsta stórmóti. Enginn hafi einu sinni búist við því að sjá Ísland á stórmóti. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini Four Four Two segir að á milli þess sem að Birkir hélt aftur af Ronaldo og Sterling hafi hann reyndar skorað sjálfsmark (gegn Ungverjum) og þannig „líkt og eldfjall spúð reykjarmekki yfir litlar vonir íslenska liðsins“, sem hristi það hins vegar af sér og komst í 8-liða úrslit og átti Birkir ríkan þátt í því. „Það er ekki bara getan til að rísa strax upp aftur sem að við dáumst að hjá kæra Birki. Það er líka hæfileikinn til að dragast inn í sviðsljósið á stórri stund þjóðar fyrir framan alla heimsálfuna, líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi sem kemur sér inn á allar myndir sem teknar eru. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hver tekur þetta hlutverk að sér fyrir Finnland í sumar,“ segir einnig í umsögninni. Marcos Senna, Andrea Pirlo, Renato Sanches og John Jensen eru á miðjunni í liði költhetjanna, og fremstir eru þeir Wayne Rooney, Milan Baros og Hal Robson-Kanu. Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira