EM byrjar í dag: Svona verður EM undir leiðsögn Gumma Ben, Helenu og allra hinna sérfræðinganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 12:01 Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir munu stýra þættinum EM í dag, alla keppnisdagana á EM. Vísir/Vilhelm Vísir hefur undanfarin mánuð verið að telja niður í Evrópumótið í knattspyrnu en nú er komið að þessu. Opnunarleikur Ítala og Tyrkja fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. 24 þjóðir komust í úrslitakeppni Evrópumótsins og er þetta önnur keppnin sem svo margar þjóðir fá að vera með. Þetta þýðir að það verða leiknir 57leikir í keppninni næsta mánuðinn en úrslitaleikurinn fer fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er óvenjuleg Evrópukeppni því hún er spiluð út um alla álfuna og alls fara leikirnir fara fram í ellefu löndum en Aserbaísjan og Rúmeníu hýsa leiki en landslið þeirra komust ekki á EM. Írland átti að vera tólfta þjóðin en missti leikina vegna sóttvarnarreglna í landinu. Hefjum upphitun í kvöld kl. 21:00 á Stöð 2 EM2020 #EURO2020 @helenaolafs @GummiBen pic.twitter.com/yZAu399olJ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 10, 2021 Þjóðunum er skipt niður í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö til þrjú lið komast áfram í sextán liða úrslitin. Liðin í tveimur efstu sætum hvers riðils eru örugg áfram í sextán liða úrslitin en fjögur lið með besta árangurinn í þriðja sæti komast líka áfram. Tvö lið með slakasta árangurinn í þriðja sæti sitja því eftir. Við tekur síðan útsláttarkeppni með sextán þjóðum þar sem þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley leikvanginum í Englandi. Wembley mun hýsa alls átta leiki í keppninni eða mest allra. Það eru allir þrír leikir enska landsliðsins í riðlinum, tveir leikir í sextán liða úrslitum og loks þrjá síðustu leiki mótsins. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í beinni á EM-stöðinni og það verður ítarleg umfjöllun um mótið alla leikdagana. Fyrir og eftir hvern leik mun tveir sérfræðingar velta fyrir sér komandi leik og fara svo yfir hann eftir að honum líkur. Klukkan níu á kvöldin er síðan kvöldþáttur EM í dag þar sem Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir fá til sín góða gesti. Opnunarleikur Ítalíu og Tyrklands er klukkan 19.00 í kvöld og er þetta eini leikur dagsins. Eftir það fara leikir fara fram á þremur tímum dagsins fyrstu tvær umferðir deildarkeppninna eða klukkan 13.00, klukkan 16.00 og klukkan 19.00. Eftir það fara leikirnir fram klukkan 16.00 og 19.00. Níu sérfræðingar mun hjálpa áhorfendur að melta það sem fer fram og er að fara fram í leikjunum á EM. Í hópnum eru bæði reyndir þjálfarar og reyndir leikmenn, núverandi og fyrrverandi, sem þekkja íþróttina út og inn. Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
24 þjóðir komust í úrslitakeppni Evrópumótsins og er þetta önnur keppnin sem svo margar þjóðir fá að vera með. Þetta þýðir að það verða leiknir 57leikir í keppninni næsta mánuðinn en úrslitaleikurinn fer fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er óvenjuleg Evrópukeppni því hún er spiluð út um alla álfuna og alls fara leikirnir fara fram í ellefu löndum en Aserbaísjan og Rúmeníu hýsa leiki en landslið þeirra komust ekki á EM. Írland átti að vera tólfta þjóðin en missti leikina vegna sóttvarnarreglna í landinu. Hefjum upphitun í kvöld kl. 21:00 á Stöð 2 EM2020 #EURO2020 @helenaolafs @GummiBen pic.twitter.com/yZAu399olJ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 10, 2021 Þjóðunum er skipt niður í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö til þrjú lið komast áfram í sextán liða úrslitin. Liðin í tveimur efstu sætum hvers riðils eru örugg áfram í sextán liða úrslitin en fjögur lið með besta árangurinn í þriðja sæti komast líka áfram. Tvö lið með slakasta árangurinn í þriðja sæti sitja því eftir. Við tekur síðan útsláttarkeppni með sextán þjóðum þar sem þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley leikvanginum í Englandi. Wembley mun hýsa alls átta leiki í keppninni eða mest allra. Það eru allir þrír leikir enska landsliðsins í riðlinum, tveir leikir í sextán liða úrslitum og loks þrjá síðustu leiki mótsins. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í beinni á EM-stöðinni og það verður ítarleg umfjöllun um mótið alla leikdagana. Fyrir og eftir hvern leik mun tveir sérfræðingar velta fyrir sér komandi leik og fara svo yfir hann eftir að honum líkur. Klukkan níu á kvöldin er síðan kvöldþáttur EM í dag þar sem Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir fá til sín góða gesti. Opnunarleikur Ítalíu og Tyrklands er klukkan 19.00 í kvöld og er þetta eini leikur dagsins. Eftir það fara leikir fara fram á þremur tímum dagsins fyrstu tvær umferðir deildarkeppninna eða klukkan 13.00, klukkan 16.00 og klukkan 19.00. Eftir það fara leikirnir fram klukkan 16.00 og 19.00. Níu sérfræðingar mun hjálpa áhorfendur að melta það sem fer fram og er að fara fram í leikjunum á EM. Í hópnum eru bæði reyndir þjálfarar og reyndir leikmenn, núverandi og fyrrverandi, sem þekkja íþróttina út og inn. Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira