Trump-stjórnin fékk aðgang að símagögnum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 11:04 Donald Trump sakaði Adam Schiff ítrekað um að leka upplýsingum sig. Dómsmálaráðuneyti Trump fékk upplýsingar úr fjarskiptatækjum Schiff og að minnsta kosti ellefu annarra sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar í tengslum við rannsókn á upplýsingaleka. AP/J. Scott Applewhite Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Donalds Trump sem forseta fékk aðgang að upplýsingum úr fjarskiptatækjum að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrataflokksins þegar það rannsakaði leka á trúnaðarupplýsingum. Fáheyrt er sagt að saksóknarar sækist eftir slíkum upplýsingum um þingmenn. Allt kapp var lagt á að finna hverjir væru heimildarmenn fjölmiðla í fréttum um samskipti forsetaframboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar 2016 á fyrsta ári Trump í embætti. Engu að síður er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna tæknirisanum Apple til að komast yfir upplýsingar um fjarskipti tveggja þingmanna Demókrataflokksins, aðstoðarmanna þeirra og fjölskyldu sögð í hæsta máta óvanalega. Stefna dómsmálaráðuneytisins varðaði að minnsta kosti tólf manns sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þar á meðal Adam Schiff, oddvita demókrata í nefndinni og núverandi formann hennar, að sögn New York Times. Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, segir að hann hafi einnig verið látinn vita að ráðuneytið hafi fengið aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum hans með stefnu. Einn þeirra sem dómsmálaráðuneytið fékk upplýsingar um var undir lögaldri. Upplýsingarnar sem ráðuneytið fékk í hendur voru svonefnd lýsigögn en í þeim felast upplýsingar um innihald gagna, til dæmis um höfunda textaskjala og hvenær þau voru búin til. AP-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi ekki fengið önnur gögn af tækjunum eins og myndir, skilaboð eða tölvupósta. Nær óþekkt er sagt að yfirvöld sækist eftir upplýsingum sem þessum um þingmenn nema í spillingarrannsóknum. Bannað að ræða um stefnuna þar til nýlega Rannsókn ráðuneytisins leiddi ekki í ljós nein tengsl leyniþjónustunefndarinnar við upplýsingaleka og stóð jafnvel til að loka henni. Eftir að William Barr tók við embætti dómsmálaráðherra setti hann aukinn kraft í rannsóknir á lekum og skipaði saksóknurum að halda áfram að rannsaka Schiff og fleiri, þrátt fyrir efasemdir saksóknaranna sjálfra. Áður hefur verið greint frá því að ráðuneyti Barr rannsakaði fjölmiðla til að afhjúpa heimildarmenn þeirra. Líkt og í tilfelli fjölmiðlanna fékk dómsmálaráðuneyti lögbann sem kom í veg fyrir að Apple gæti greint þingmönnunum frá því að það hefði afhent gögn um þá. Lögbannið rann nýlega út og lét Apple þá vita. Schiff hefur í gegnum tíðina ítrekað verið skotspónn bræði Trump. Sakaði þáverandi forsetinn Schiff ítrekað um að leka skaðlegum upplýsingum um sig. Schiff hefur nú kallað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig því var beitt gegn gagnrýnendum Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu að aðgerðir dómsmálaráðuneytisins virtust „enn ein svívirðilega árásin á lýðræðið okkar af hálfu fyrrverandi forsetans“. Donald Trump Bandaríkin Apple Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Allt kapp var lagt á að finna hverjir væru heimildarmenn fjölmiðla í fréttum um samskipti forsetaframboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar 2016 á fyrsta ári Trump í embætti. Engu að síður er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna tæknirisanum Apple til að komast yfir upplýsingar um fjarskipti tveggja þingmanna Demókrataflokksins, aðstoðarmanna þeirra og fjölskyldu sögð í hæsta máta óvanalega. Stefna dómsmálaráðuneytisins varðaði að minnsta kosti tólf manns sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þar á meðal Adam Schiff, oddvita demókrata í nefndinni og núverandi formann hennar, að sögn New York Times. Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, segir að hann hafi einnig verið látinn vita að ráðuneytið hafi fengið aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum hans með stefnu. Einn þeirra sem dómsmálaráðuneytið fékk upplýsingar um var undir lögaldri. Upplýsingarnar sem ráðuneytið fékk í hendur voru svonefnd lýsigögn en í þeim felast upplýsingar um innihald gagna, til dæmis um höfunda textaskjala og hvenær þau voru búin til. AP-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi ekki fengið önnur gögn af tækjunum eins og myndir, skilaboð eða tölvupósta. Nær óþekkt er sagt að yfirvöld sækist eftir upplýsingum sem þessum um þingmenn nema í spillingarrannsóknum. Bannað að ræða um stefnuna þar til nýlega Rannsókn ráðuneytisins leiddi ekki í ljós nein tengsl leyniþjónustunefndarinnar við upplýsingaleka og stóð jafnvel til að loka henni. Eftir að William Barr tók við embætti dómsmálaráðherra setti hann aukinn kraft í rannsóknir á lekum og skipaði saksóknurum að halda áfram að rannsaka Schiff og fleiri, þrátt fyrir efasemdir saksóknaranna sjálfra. Áður hefur verið greint frá því að ráðuneyti Barr rannsakaði fjölmiðla til að afhjúpa heimildarmenn þeirra. Líkt og í tilfelli fjölmiðlanna fékk dómsmálaráðuneyti lögbann sem kom í veg fyrir að Apple gæti greint þingmönnunum frá því að það hefði afhent gögn um þá. Lögbannið rann nýlega út og lét Apple þá vita. Schiff hefur í gegnum tíðina ítrekað verið skotspónn bræði Trump. Sakaði þáverandi forsetinn Schiff ítrekað um að leka skaðlegum upplýsingum um sig. Schiff hefur nú kallað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig því var beitt gegn gagnrýnendum Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu að aðgerðir dómsmálaráðuneytisins virtust „enn ein svívirðilega árásin á lýðræðið okkar af hálfu fyrrverandi forsetans“.
Donald Trump Bandaríkin Apple Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira