„Alltaf megastress að spila þessa leiki“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 13:30 Heimir Hallgrímsson og Kári Árnason tylltu sér í sófann í EM-stúdíóinu. Stöð 2 Sport Á meðan að sjálfir leikdagar Íslands á EM í Frakklandi 2016 voru eiginlega þægilegustu dagarnir fyrir þjálfarann Heimi Hallgrímsson þá segir Kári Árnason því alltaf fylgja „megastress“ að eiga fyrir höndum leik við stórþjóð. Heimir og Kári voru meðal gesta í síðasta upphitunarþætti Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í kvöld. Þar var hinn merkilegi árangur þeirra á EM í Frakklandi rifjaður upp og Gummi spurði Heimi hvernig það væri að vera þjálfari á leikdegi. Hefur maður ekki áhyggjur af öllu? „Nei, það er reyndar ekki þannig. Yfirleitt eru þetta bestu dagarnir fyrir þjálfarana; síðasti dagur fyrir leik og leikdagur. Það er búið að skipuleggja allt,“ sagði Heimir en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Heimir og Kári á leikdegi „Leikgreinendurnir eru búnir að klára sína vinnu. Við erum búnir að setja upp fundina. Æfingarnar eru ákveðnar. Þetta er ákveðið „fínpúss“. Maður þarf að sjá til þess að leikmenn séu tilbúnir. Snarpir,“ sagði Heimir og nefndi dæmi um „smáatriði“ sem þjálfararnir skoðuðu ef til vill á síðustu dögum fyrir leik: „Ég man að úti í Frakklandi áttum við fyrsta leik við Portúgala sem spiluðu við Eista rétt fyrir mótið og unnu þann leik 7-0. Við vorum þá komnir til Frakklands. Quaresma var maður leiksins gegn Eistum, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö, þannig að það var ekki Ronaldo heldur hinn kantmaðurinn. Þá förum við kannski að spjalla um eitthvað svoleiðis. En það er allt klárt. Allt tilbúið og undir strákunum komið.“ „Alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur“ Þá er einmitt komið að leikmönnunum. Kári tók heils hugar undir orð Gumma um að stressið hefði verið mikið fyrir leiki á EM, gegn nokkrum af stórþjóðum fótboltans: „Þú ert alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur, á móti þessum liðum. Það er alltaf hringsólandi í hausnum á þér, fyrir þessa leiki á móti þessum stóru þjóðum, að þú getir verið látinn líta illa út. Það gerist svo á móti Frakklandi í síðasta leiknum. Af hverju það gerist? Við vorum náttúrulega orðnir þreyttir, búnir að spila mikið á sömu mönnum og svona. Það er bara rosalega stutt á milli og þú veist að þetta getur farið illa en reynir að leiða hugann að öðru. Það er alltaf megastress að spila þessa leiki. Það skiptir í raun ekki máli á móti hverju það er og hvort það er á heima- eða útivelli, þetta er alltaf mikið stress og mikið álag. Það er rosa hjarta sem fer í þetta,“ sagði Kári. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
Heimir og Kári voru meðal gesta í síðasta upphitunarþætti Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í kvöld. Þar var hinn merkilegi árangur þeirra á EM í Frakklandi rifjaður upp og Gummi spurði Heimi hvernig það væri að vera þjálfari á leikdegi. Hefur maður ekki áhyggjur af öllu? „Nei, það er reyndar ekki þannig. Yfirleitt eru þetta bestu dagarnir fyrir þjálfarana; síðasti dagur fyrir leik og leikdagur. Það er búið að skipuleggja allt,“ sagði Heimir en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Heimir og Kári á leikdegi „Leikgreinendurnir eru búnir að klára sína vinnu. Við erum búnir að setja upp fundina. Æfingarnar eru ákveðnar. Þetta er ákveðið „fínpúss“. Maður þarf að sjá til þess að leikmenn séu tilbúnir. Snarpir,“ sagði Heimir og nefndi dæmi um „smáatriði“ sem þjálfararnir skoðuðu ef til vill á síðustu dögum fyrir leik: „Ég man að úti í Frakklandi áttum við fyrsta leik við Portúgala sem spiluðu við Eista rétt fyrir mótið og unnu þann leik 7-0. Við vorum þá komnir til Frakklands. Quaresma var maður leiksins gegn Eistum, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö, þannig að það var ekki Ronaldo heldur hinn kantmaðurinn. Þá förum við kannski að spjalla um eitthvað svoleiðis. En það er allt klárt. Allt tilbúið og undir strákunum komið.“ „Alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur“ Þá er einmitt komið að leikmönnunum. Kári tók heils hugar undir orð Gumma um að stressið hefði verið mikið fyrir leiki á EM, gegn nokkrum af stórþjóðum fótboltans: „Þú ert alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur, á móti þessum liðum. Það er alltaf hringsólandi í hausnum á þér, fyrir þessa leiki á móti þessum stóru þjóðum, að þú getir verið látinn líta illa út. Það gerist svo á móti Frakklandi í síðasta leiknum. Af hverju það gerist? Við vorum náttúrulega orðnir þreyttir, búnir að spila mikið á sömu mönnum og svona. Það er bara rosalega stutt á milli og þú veist að þetta getur farið illa en reynir að leiða hugann að öðru. Það er alltaf megastress að spila þessa leiki. Það skiptir í raun ekki máli á móti hverju það er og hvort það er á heima- eða útivelli, þetta er alltaf mikið stress og mikið álag. Það er rosa hjarta sem fer í þetta,“ sagði Kári. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira