Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Ólafur Ísleifsson skrifar 13. júní 2021 09:00 Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. Þrátt fyrir umtalsverðan fjáraustur úr ríkissjóði í viðleitni til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur enginn árangur náðst við að fjölga notendum Strætó en hlutfall þeirra hefur haldist í 4% allt tímabilið. Framlagið til Strætó gefur tilefni til að fjalla um áform um borgarlínu og fjármögnun hennar af hálfu ríkissjóðs. Ríkissjóði gert að fjármagna borgarlínu Á grundvelli samkomulags ríkissjóðs og sveitarfélaga hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja fram 50 milljarða króna til borgarlínu. Auk þess er ráðgert að ríkið leggi fram Keldnaland í þessu skyni og a.m.k. hluta af söluandvirði Íslandsbanka. Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn tekur að sér með þessum hætti að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar á vettvangi borgarmála. Fólkið í umferðarteppunni borgar rekstrarkostnaðinn Mjög hefur verið á reiki hvað borgarlínan kemur til með að kosta. Fylgjendur hennar virðast telja hana kosta 70-80 milljarða króna. Um hitt er ekki deilt að engin rekstraráætlun liggur fyrir um hana. Kannski þykir fylgismönnum verkefnisins óþarfi að leggja fram slíka áætlun enda eigi fólkið sem kýs fjölskyldubílinn til að ferðast um höfuðborgarsvæðið að borga rekstur borgarlínunnar með nýjum gjöldum, tafagjaldi, flýtigjaldi, umferðargjaldi og öðrum slíkum sem nefnd hafa verið af miklu hugviti. Í raun verður það fólkið sem situr fast í umferðarteppunni sem borgarlínan leiðir af sér þegar tvær akreinar hafa verið teknar undir hana sem borgar kostnaðinn af rekstri þessa verkefnis. Önnur verkefni og aðrar lausnir Fjöldi manns hefur áttað sig á að fyrirætlanir um borgarlínu standast enga skoðun í ljósi óhemju hás kostnaðar við stofnun og rekstur og óljósra hugmynda um árangur af verkefninu. Stofnaður hefur verið hópur um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS), með Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðing sem talsmann hópsins. Þeir sem skipa hópinn, þar á meðal verkfræðingar, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar, hafa látið til sín taka með greinarskrifum og umræðum þar sem bent er á alvarlega ágalla á borgarlínuhugmyndinni og bent á aðrar lausnir. Tillaga um létta útgáfu af borgarlínu Þórarinn Hjaltason áætlar í grein í Morgunblaðinu 27. mars sl. að heildarkostnaður við borgarlínuna verði um 100 milljarðar króna miðað við að hún spanni 60 km. Þessi áætlun tekur mið af kostnaðaráætlun 1. áfanga borgarlínu upp á um 25 milljarða króna fyrir þá 14,5 km sem sá áfangi tekur til. Þórarinn segir þetta vera svipaða fjárhæð og hefur verið lögð í uppbyggingu þjóðvegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu sl. 50 ár. Hann telur að auk mikils stofnkostnaðar sé megingalli við borgarlínuna að sérrými fyrir hana taki allt of mikla flutningsgetu frá gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem er yfirhlaðið fyrir. Þetta leiði til stóraukins tafakostnaðar fólks og fyrirtækja. Með því að byggja létta útgáfu af borgarlínu og gera mislæg gatnamót í stað stokka telur áhugahópurinn ÁS að stórauka megi skilvirkni vegakerfisins. Þetta myndi skila arði upp á milljarðatugi á hverju ári. ÁS leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Sérakreinar fyrir almenningsvagna verði ekki teknar frá almennri umferð heldur gerðar nýjar akreinar. Þessi létta útgáfu af borgarlínu myndi því ekki auka umferðartafir. Þórarinn Hjaltason telur að lauslega áætlaður kostnaður við slíka létta útgáfu yrði um 20 milljarðar kr. Þessi fjárhæð er um 80 milljörðum króna lægri en fyrrgreind 100 milljarða áætlun um stofnkostnað borgarlínu en gerir nánast sama gagn að dómi Þórarins. Ljóst er að sparnaðinn má nota í mun hagkvæmari framkvæmdir við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu. Ábyrg meðferð opinbers fjár? Í ljósi tillagna áhugahópsins ÁS með áætlaðan kostnað upp á 20 milljarða króna ber stjórnvöldum skylda til að endurskoða áform um að kasta 50 milljörðum í kosningaloforð vinstri flokka og láta Keldnaland og söluandvirði Íslandsbanka fylgja með í hítina. Annað væri óábyrg meðferð á opinberu fé. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. Þrátt fyrir umtalsverðan fjáraustur úr ríkissjóði í viðleitni til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur enginn árangur náðst við að fjölga notendum Strætó en hlutfall þeirra hefur haldist í 4% allt tímabilið. Framlagið til Strætó gefur tilefni til að fjalla um áform um borgarlínu og fjármögnun hennar af hálfu ríkissjóðs. Ríkissjóði gert að fjármagna borgarlínu Á grundvelli samkomulags ríkissjóðs og sveitarfélaga hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja fram 50 milljarða króna til borgarlínu. Auk þess er ráðgert að ríkið leggi fram Keldnaland í þessu skyni og a.m.k. hluta af söluandvirði Íslandsbanka. Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn tekur að sér með þessum hætti að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar á vettvangi borgarmála. Fólkið í umferðarteppunni borgar rekstrarkostnaðinn Mjög hefur verið á reiki hvað borgarlínan kemur til með að kosta. Fylgjendur hennar virðast telja hana kosta 70-80 milljarða króna. Um hitt er ekki deilt að engin rekstraráætlun liggur fyrir um hana. Kannski þykir fylgismönnum verkefnisins óþarfi að leggja fram slíka áætlun enda eigi fólkið sem kýs fjölskyldubílinn til að ferðast um höfuðborgarsvæðið að borga rekstur borgarlínunnar með nýjum gjöldum, tafagjaldi, flýtigjaldi, umferðargjaldi og öðrum slíkum sem nefnd hafa verið af miklu hugviti. Í raun verður það fólkið sem situr fast í umferðarteppunni sem borgarlínan leiðir af sér þegar tvær akreinar hafa verið teknar undir hana sem borgar kostnaðinn af rekstri þessa verkefnis. Önnur verkefni og aðrar lausnir Fjöldi manns hefur áttað sig á að fyrirætlanir um borgarlínu standast enga skoðun í ljósi óhemju hás kostnaðar við stofnun og rekstur og óljósra hugmynda um árangur af verkefninu. Stofnaður hefur verið hópur um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS), með Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðing sem talsmann hópsins. Þeir sem skipa hópinn, þar á meðal verkfræðingar, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar, hafa látið til sín taka með greinarskrifum og umræðum þar sem bent er á alvarlega ágalla á borgarlínuhugmyndinni og bent á aðrar lausnir. Tillaga um létta útgáfu af borgarlínu Þórarinn Hjaltason áætlar í grein í Morgunblaðinu 27. mars sl. að heildarkostnaður við borgarlínuna verði um 100 milljarðar króna miðað við að hún spanni 60 km. Þessi áætlun tekur mið af kostnaðaráætlun 1. áfanga borgarlínu upp á um 25 milljarða króna fyrir þá 14,5 km sem sá áfangi tekur til. Þórarinn segir þetta vera svipaða fjárhæð og hefur verið lögð í uppbyggingu þjóðvegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu sl. 50 ár. Hann telur að auk mikils stofnkostnaðar sé megingalli við borgarlínuna að sérrými fyrir hana taki allt of mikla flutningsgetu frá gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem er yfirhlaðið fyrir. Þetta leiði til stóraukins tafakostnaðar fólks og fyrirtækja. Með því að byggja létta útgáfu af borgarlínu og gera mislæg gatnamót í stað stokka telur áhugahópurinn ÁS að stórauka megi skilvirkni vegakerfisins. Þetta myndi skila arði upp á milljarðatugi á hverju ári. ÁS leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Sérakreinar fyrir almenningsvagna verði ekki teknar frá almennri umferð heldur gerðar nýjar akreinar. Þessi létta útgáfu af borgarlínu myndi því ekki auka umferðartafir. Þórarinn Hjaltason telur að lauslega áætlaður kostnaður við slíka létta útgáfu yrði um 20 milljarðar kr. Þessi fjárhæð er um 80 milljörðum króna lægri en fyrrgreind 100 milljarða áætlun um stofnkostnað borgarlínu en gerir nánast sama gagn að dómi Þórarins. Ljóst er að sparnaðinn má nota í mun hagkvæmari framkvæmdir við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu. Ábyrg meðferð opinbers fjár? Í ljósi tillagna áhugahópsins ÁS með áætlaðan kostnað upp á 20 milljarða króna ber stjórnvöldum skylda til að endurskoða áform um að kasta 50 milljörðum í kosningaloforð vinstri flokka og láta Keldnaland og söluandvirði Íslandsbanka fylgja með í hítina. Annað væri óábyrg meðferð á opinberu fé. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar