Örlög Netanjahús ráðast í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 08:13 Að öllum líkindum mun ellefu ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús ljúka í dag. Hann mun þó að öllum líkindum vera fremstur í fylkingu stjórnarandstöðuliða á þessu kjörtímabili. AP Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. Hinn 71 árs gamli Netanjahú hefur verið áhrifamesti stjórnmálamaður Ísraels í langan tíma, jafnvel áður en hann varð forsætisráðherra. Eftir að Netanjahú tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn eftir fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum var Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, veitt tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar. Hann komst að samkomulagi við Naftali Bennett, leiðtoga Yamina flokksins, um að mynda ríkisstjórn en alls verða átta flokkar í nýjum stjórnarmeirihluta. Allar líkur eru taldar á því að ríkisstjórnin nýja verði samþykkt af þinginu í dag. Bennett mun sitja sem forsætisráðherra næstu tvö árin áður en Lapid tekur við keflinu. Verkefnið sem býður þeirra verður ekki auðvelt, enda eru flokkarnir í ríkisstjórninni alls staðar úr stjórnmálum, þar á meðal flokkur Araba. Stefna nýrrar stjórnar felst einna helst í innanlandsuppbyggingu og mun stjórnin líklegast forðast eldfim alþjóðamál, eins og málefni Palestínu. Einhverjir hafa litla trú á nýrri ríkisstjórn. Flokkarnir koma úr öllum áttum: Yesh Atid er miðjuflokkur, Yamina er þjóðernisflokkur, Ra‘am er flokkur Araba í Ísrael, Kahol Lavan er frjálslynd miðju samsteypa, Israel Beiteinu er hægri þjóðernisflokkur, Labor er þjóðernisflokkur sósíaldemókrata, New Hope er enn einn hægriflokkurinn og Meretz er vinstri grænn flokkur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í dag. Meirihlutinn er rétt nægur til að kallast meirihluti, ríkisstjórnarflokkarnir hafa 61 af 120 sætum á þinginu. Hljóti ríkisstjórnin samþykki þingsins mun hún samt þurfa að mæta Netanjahú allt næsta kjörtímabil en hann mun að öllum líkindum vera fremstur í flokki stjórnarandstöðunnar. Ísrael Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Hinn 71 árs gamli Netanjahú hefur verið áhrifamesti stjórnmálamaður Ísraels í langan tíma, jafnvel áður en hann varð forsætisráðherra. Eftir að Netanjahú tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn eftir fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum var Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, veitt tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar. Hann komst að samkomulagi við Naftali Bennett, leiðtoga Yamina flokksins, um að mynda ríkisstjórn en alls verða átta flokkar í nýjum stjórnarmeirihluta. Allar líkur eru taldar á því að ríkisstjórnin nýja verði samþykkt af þinginu í dag. Bennett mun sitja sem forsætisráðherra næstu tvö árin áður en Lapid tekur við keflinu. Verkefnið sem býður þeirra verður ekki auðvelt, enda eru flokkarnir í ríkisstjórninni alls staðar úr stjórnmálum, þar á meðal flokkur Araba. Stefna nýrrar stjórnar felst einna helst í innanlandsuppbyggingu og mun stjórnin líklegast forðast eldfim alþjóðamál, eins og málefni Palestínu. Einhverjir hafa litla trú á nýrri ríkisstjórn. Flokkarnir koma úr öllum áttum: Yesh Atid er miðjuflokkur, Yamina er þjóðernisflokkur, Ra‘am er flokkur Araba í Ísrael, Kahol Lavan er frjálslynd miðju samsteypa, Israel Beiteinu er hægri þjóðernisflokkur, Labor er þjóðernisflokkur sósíaldemókrata, New Hope er enn einn hægriflokkurinn og Meretz er vinstri grænn flokkur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í dag. Meirihlutinn er rétt nægur til að kallast meirihluti, ríkisstjórnarflokkarnir hafa 61 af 120 sætum á þinginu. Hljóti ríkisstjórnin samþykki þingsins mun hún samt þurfa að mæta Netanjahú allt næsta kjörtímabil en hann mun að öllum líkindum vera fremstur í flokki stjórnarandstöðunnar.
Ísrael Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21
Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15
Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11