Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins á EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2021 10:50 Belgar fagna þriðja marki sínu í gær. EPA-EFE/Dmitry Lovetsky / POOL Leikir gærdagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu féllu að stórum hluta í skuggann á hræðilegu atviki sem átti sér stað í leik Danmerkur og Finnlands þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. Wales og Sviss áttust við í fyrsta leik dagsins. Breel Embolo kom Svisslendingum yfir þegar seinni hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall. Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja á 74. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu. Mario Gavranovic hélt að hann hefði tryggt Svisslendingum sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en var réttilega dæmdur rangstæður og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Annar leikur dagsins var leikur Danmerkur og Finnlands. Sá leikur verður seint minnst fyrir þá staðreynd að Finnland var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti, heldur fyrir hvað kom fyrir Christian Eriksen. Rétt fyrir hálfleik var staðan markalaus og Danir áttu innkast á vallarhelmingi Finna. Innkastið var tekið og þegar Eriksen tók við boltanum féll hann til jarðar. Liðsfélagar Eriksen og dómari leiksins voru fljótir að kalla á sjúkrateymi sem hlúði að Eriksen. Það leit ekki vel út fyrir Eriksen sem var að spila landsleik númer 109 og að lokum þurfti að flytja hann á sjúkrahús og leiknum var frestað um stund. Leikmenn beggja liða féllust á það að halda leik áfram um tveim klukkustundum síðar. Joel Pohjanpalo skoraði fyrsta mark Finnlands á stórmóti frá upphafi á 60.mínútu, en fagnaðarlæti Finna voru heldur dauf í ljósi aðstæðna. Pierre-Emile Hojbjerg fékk tækifæri til að jafna metin fyrir Danmörku af vítapunktinum á 74.mínútu, en Lukas Hradecky sá við honum. Niðurstaðan 1-0 sigur Finna í leik sem að verður því miður minnst fyrir hræðilega atburði fyrri hálfleiks. Belgar mættu Rússum í lokaleik dagsins þar sem að efsta lið heimslistans lenti ekki í miklum vandræðum. Romelu Lukaku kom Belgum yfir á tíundu mínútu og fagnaði með því að hlaupa að myndavélinni og senda liðsfélaga sínum hjá Inter, Christian Eriksen, baráttukveðjur. Thomas Meunier tvöfaldaði forystu Belga á 30.mínútu, og Lukaku gulltryggði 3-0 sigur þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Mörk gærdagsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Markasyrpa 12.6 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. 12. júní 2021 19:15 Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. 12. júní 2021 18:45 Belgar ekki í neinum vandræðum í Rússlandi Belgía hóf Evrópumótið í knattspyrnu með þægilegum 3-0 sigri á Rússlandi er liðin mættust í Sankti Pétursborg í kvöld. 12. júní 2021 21:00 Finnland vann óvæntan sigur á Danmörku Finnland vann 1-0 sigur á Danmörku í fyrsta leik liðanna á EM í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir margar sakir. 12. júní 2021 19:35 Wales og Sviss skiptu stigunum á milli sín Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir snemma í seinni hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig. 12. júní 2021 15:20 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Wales og Sviss áttust við í fyrsta leik dagsins. Breel Embolo kom Svisslendingum yfir þegar seinni hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall. Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja á 74. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu. Mario Gavranovic hélt að hann hefði tryggt Svisslendingum sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en var réttilega dæmdur rangstæður og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Annar leikur dagsins var leikur Danmerkur og Finnlands. Sá leikur verður seint minnst fyrir þá staðreynd að Finnland var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti, heldur fyrir hvað kom fyrir Christian Eriksen. Rétt fyrir hálfleik var staðan markalaus og Danir áttu innkast á vallarhelmingi Finna. Innkastið var tekið og þegar Eriksen tók við boltanum féll hann til jarðar. Liðsfélagar Eriksen og dómari leiksins voru fljótir að kalla á sjúkrateymi sem hlúði að Eriksen. Það leit ekki vel út fyrir Eriksen sem var að spila landsleik númer 109 og að lokum þurfti að flytja hann á sjúkrahús og leiknum var frestað um stund. Leikmenn beggja liða féllust á það að halda leik áfram um tveim klukkustundum síðar. Joel Pohjanpalo skoraði fyrsta mark Finnlands á stórmóti frá upphafi á 60.mínútu, en fagnaðarlæti Finna voru heldur dauf í ljósi aðstæðna. Pierre-Emile Hojbjerg fékk tækifæri til að jafna metin fyrir Danmörku af vítapunktinum á 74.mínútu, en Lukas Hradecky sá við honum. Niðurstaðan 1-0 sigur Finna í leik sem að verður því miður minnst fyrir hræðilega atburði fyrri hálfleiks. Belgar mættu Rússum í lokaleik dagsins þar sem að efsta lið heimslistans lenti ekki í miklum vandræðum. Romelu Lukaku kom Belgum yfir á tíundu mínútu og fagnaði með því að hlaupa að myndavélinni og senda liðsfélaga sínum hjá Inter, Christian Eriksen, baráttukveðjur. Thomas Meunier tvöfaldaði forystu Belga á 30.mínútu, og Lukaku gulltryggði 3-0 sigur þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Mörk gærdagsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Markasyrpa 12.6 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. 12. júní 2021 19:15 Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. 12. júní 2021 18:45 Belgar ekki í neinum vandræðum í Rússlandi Belgía hóf Evrópumótið í knattspyrnu með þægilegum 3-0 sigri á Rússlandi er liðin mættust í Sankti Pétursborg í kvöld. 12. júní 2021 21:00 Finnland vann óvæntan sigur á Danmörku Finnland vann 1-0 sigur á Danmörku í fyrsta leik liðanna á EM í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir margar sakir. 12. júní 2021 19:35 Wales og Sviss skiptu stigunum á milli sín Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir snemma í seinni hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig. 12. júní 2021 15:20 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01
Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40
Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. 12. júní 2021 19:15
Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. 12. júní 2021 18:45
Belgar ekki í neinum vandræðum í Rússlandi Belgía hóf Evrópumótið í knattspyrnu með þægilegum 3-0 sigri á Rússlandi er liðin mættust í Sankti Pétursborg í kvöld. 12. júní 2021 21:00
Finnland vann óvæntan sigur á Danmörku Finnland vann 1-0 sigur á Danmörku í fyrsta leik liðanna á EM í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir margar sakir. 12. júní 2021 19:35
Wales og Sviss skiptu stigunum á milli sín Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir snemma í seinni hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig. 12. júní 2021 15:20