Körfubolti

NBA dagsins: Clippers minnkuðu muninn með stórsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kawhi Leonard átti stórleik í liði Clippers. Hér er hann umkringdur varnarmönnum Utah Jazz.
Kawhi Leonard átti stórleik í liði Clippers. Hér er hann umkringdur varnarmönnum Utah Jazz. Sean M. Haffey/Getty Images

Los Angeles Clippers unnu í nótt stórsigur gegn Utah Jazz í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Lokatölur 132-106 og Clippers minnkuðu því muninn í 2-1 í einvíginu.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, en Clippers náðuafgerandi forystu fyrir hálfleik þegar þeir unnu annan leikhlutann 37-26 og staðan því 64-49 þegar gengið var til búningsherbergja.

Utah menn náðu aðeins að rétta sig við í þriðja leikhluta, en risa framistaða í þeim fjórða skilaði Clippers öruggum 26 stiga sigri.

Kawhi Leonard fór mikinn í liði Clippers, en hann skoraði 34 stig, tók 12 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Paul George skilaði einnig góðu dagsverki með 31 stig.

Donovan Mitchell var atkvæðamestur í liði Utah Jazz með 30 stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar.

Allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: NBA 13.6
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×