Blómstrandi Breiðholt í sumar Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2021 10:00 Breiðholtið mun blómstra í sumar en styrkir Sumarborgarinnar 2021 munu sjá til þess að fjölbreyttir viðburðir og uppákomur verða að veruleika víðsvegar um hverfið. Íbúaráðið hefur úthlutað tæpum 4,5 milljón krónur í styrki til Sumarborgarinnar 2021 en Breiðhyltingar og aðrir borgarbúar eiga von á fjölbreyttum 17. júní viðburðum í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti eins og í fyrra, kvöldtónleikum á Bakkatúni, Pop-up jóga og leikvöllum víðsvegar um hverfið, fjölskyldu- og sumarhátið, Bretta partý með grilli, Sirkussýningu sem sýnd verður víða um hverfið, tónlistarspuna fyrir hipp hopp og rapp fjölskyldur og vinnustofu í blöðrudýragerð. Takk fyrir Breiðhyltingar Eftir vel heppnaðar 17. júní hátíðir í fyrra heyrðust margar raddir íbúa um að vilja halda sambærilegar hverfishátíðir að ári. Við erum svo heppin að eiga fjölbreyttan félagsauð í hverfinu okkar, hendur sjálfboðaliða og skapandi einstaklinga sem munu vinna saman að því að gleðja unga sem aldna. Þessar fjölmörgu hendur hafa svarað kalli ykkar um aðrar hátíðir og fyrir það ber að þakka fyrir. Ég hvet ykkur til að bjóða fram hjálparhönd við undirbúning, framkvæmd eða frágang því margar hendur vinna létt verk. Það verður því gleði og gaumur í sumar í holtinu góða og vil ég hvetja alla Breiðhyltinga, unga sem aldna, til að deila gleðinni sem víðast og bjóða borgarbúum til okkar í sumarveislu. takk fyrir að hlusta á íbúana í hverfinu takk fyrir samvinnuna takk fyrir að gleðja mímörg barnshjörtu takk fyrir gleðja okkur hin Áfram Breiðholt! Höfundur er Breiðhyltingur, varaborgafulltrúi og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Sjá meira
Breiðholtið mun blómstra í sumar en styrkir Sumarborgarinnar 2021 munu sjá til þess að fjölbreyttir viðburðir og uppákomur verða að veruleika víðsvegar um hverfið. Íbúaráðið hefur úthlutað tæpum 4,5 milljón krónur í styrki til Sumarborgarinnar 2021 en Breiðhyltingar og aðrir borgarbúar eiga von á fjölbreyttum 17. júní viðburðum í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti eins og í fyrra, kvöldtónleikum á Bakkatúni, Pop-up jóga og leikvöllum víðsvegar um hverfið, fjölskyldu- og sumarhátið, Bretta partý með grilli, Sirkussýningu sem sýnd verður víða um hverfið, tónlistarspuna fyrir hipp hopp og rapp fjölskyldur og vinnustofu í blöðrudýragerð. Takk fyrir Breiðhyltingar Eftir vel heppnaðar 17. júní hátíðir í fyrra heyrðust margar raddir íbúa um að vilja halda sambærilegar hverfishátíðir að ári. Við erum svo heppin að eiga fjölbreyttan félagsauð í hverfinu okkar, hendur sjálfboðaliða og skapandi einstaklinga sem munu vinna saman að því að gleðja unga sem aldna. Þessar fjölmörgu hendur hafa svarað kalli ykkar um aðrar hátíðir og fyrir það ber að þakka fyrir. Ég hvet ykkur til að bjóða fram hjálparhönd við undirbúning, framkvæmd eða frágang því margar hendur vinna létt verk. Það verður því gleði og gaumur í sumar í holtinu góða og vil ég hvetja alla Breiðhyltinga, unga sem aldna, til að deila gleðinni sem víðast og bjóða borgarbúum til okkar í sumarveislu. takk fyrir að hlusta á íbúana í hverfinu takk fyrir samvinnuna takk fyrir að gleðja mímörg barnshjörtu takk fyrir gleðja okkur hin Áfram Breiðholt! Höfundur er Breiðhyltingur, varaborgafulltrúi og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar