NBA dagsins: Sá besti var rekinn snemma í sturtu á meðan sá „gamli“ var óstöðvandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 16:00 Chris Paul fór fyrir liði Phoenix Suns í nótt en liðið hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni. AP/David Zalubowski Það þarf að fara 32 ár aftur í tímann til að finna mikilvægasta leikmann NBA deildarinnar í sömu stöðu og Nikola Jokic lenti í þegar tímabilið hans endaði í nótt. Jokic og félagar í Denver Nuggets var sópað í sumarfrí af Phoenix Suns en Suns vann fjórða leikinn með sjö stiga mun í nótt, 125-118. Milwaukee Bucks jafnaði aftur á móti einvígið á móti Brooklyn Nets með öðrum sigri sínum í röð. Nikola Jokic is the 5th MVP to be swept in a playoff series, and 1st since Magic Johnson in the 1989 Finals vs the Pistons.Jokic is also the 2nd MVP to be ejected in the last 25 postseasons (Steph Curry in 2016). h/t @EliasSports pic.twitter.com/rQVOHhvCI4— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Denver fékk enga hjálp frá mikilvægasta leikmanni deildarinnar síðustu fimmtán mínútur leiksins eftir að Jokic var rekinn í sturtu fyrir of harkalegt brot að mati dómara. Það voru reyndar ekki allir sáttir við þann dóm og kannski kom þar í bakið á honum að vera ekki bandarískur. Fram að brottrekstrinum var Jokic með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum. Hann var með 29,8 stig, 11,6 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en hafði verið með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni. Jokic er fyrsti mikilvægasti leikmaðurinn sem sópað út úr úrslitakeppninni síðan að Magic Johnson og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu 4-0 á móti Detroit Pistons í úrslitaeinvíginu 1989. Chris Paul became the oldest player with 25 PPG and 10 APG in a playoff series, all-time. pic.twitter.com/85PC3VSNnm— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Chris Paul hélt áfram að spila frábærlega en þessi 36 ára gamli bakvörður nýtti 14 af 19 skotum sínum í nótt og endaði með 37 stig og 7 stoðsendingar. Hann var með 25,5 stig, 10,3 stoðsendingar, 62 prósent skotnýtingu og 100 prósent vítanýtingu í einvíginu á móti Denver. Brooklyn Nets er búið að missa niður 2-0 forystu á móti Milwaukee Bucks en liðið er líka búið að missa tvær stórstjörnu í meiðsli. James Harden tognaði á fyrstu mínútunni i í fyrsta leiknum og Kyrie Irving meiddist illa á ökkla í gær. Nú stendur Kevin Durant einn eftir. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjunum tveimur í gær og nótt. Þar eru einnig viðtöl við þá Chris Paul og Giannis Antetokounmpo sem báðir voru í sigurliði í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 13. júní 2021) NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Jokic og félagar í Denver Nuggets var sópað í sumarfrí af Phoenix Suns en Suns vann fjórða leikinn með sjö stiga mun í nótt, 125-118. Milwaukee Bucks jafnaði aftur á móti einvígið á móti Brooklyn Nets með öðrum sigri sínum í röð. Nikola Jokic is the 5th MVP to be swept in a playoff series, and 1st since Magic Johnson in the 1989 Finals vs the Pistons.Jokic is also the 2nd MVP to be ejected in the last 25 postseasons (Steph Curry in 2016). h/t @EliasSports pic.twitter.com/rQVOHhvCI4— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Denver fékk enga hjálp frá mikilvægasta leikmanni deildarinnar síðustu fimmtán mínútur leiksins eftir að Jokic var rekinn í sturtu fyrir of harkalegt brot að mati dómara. Það voru reyndar ekki allir sáttir við þann dóm og kannski kom þar í bakið á honum að vera ekki bandarískur. Fram að brottrekstrinum var Jokic með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum. Hann var með 29,8 stig, 11,6 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en hafði verið með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni. Jokic er fyrsti mikilvægasti leikmaðurinn sem sópað út úr úrslitakeppninni síðan að Magic Johnson og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu 4-0 á móti Detroit Pistons í úrslitaeinvíginu 1989. Chris Paul became the oldest player with 25 PPG and 10 APG in a playoff series, all-time. pic.twitter.com/85PC3VSNnm— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Chris Paul hélt áfram að spila frábærlega en þessi 36 ára gamli bakvörður nýtti 14 af 19 skotum sínum í nótt og endaði með 37 stig og 7 stoðsendingar. Hann var með 25,5 stig, 10,3 stoðsendingar, 62 prósent skotnýtingu og 100 prósent vítanýtingu í einvíginu á móti Denver. Brooklyn Nets er búið að missa niður 2-0 forystu á móti Milwaukee Bucks en liðið er líka búið að missa tvær stórstjörnu í meiðsli. James Harden tognaði á fyrstu mínútunni i í fyrsta leiknum og Kyrie Irving meiddist illa á ökkla í gær. Nú stendur Kevin Durant einn eftir. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjunum tveimur í gær og nótt. Þar eru einnig viðtöl við þá Chris Paul og Giannis Antetokounmpo sem báðir voru í sigurliði í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 13. júní 2021)
NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum