Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason skrifar 15. júní 2021 07:00 Helsta markmið Parísarsáttmálans hljóðar upp á að takmarka meðalhlýnun Jarðar um 1.5 gráðu frá iðnbyltingu. Ljóst er þó að þrátt fyrir núverandi markmið þjóða stefnir í að Jörðin muni hlýna um 3 til 4 gráður. Afleiðingar slíkrar hlýnunar er varla hægt að ofmeta, en hún mun valda enn meiri skaða á vistkerfum og samfélögum um allan heim en núverandi 1.2 gráðu hlýnun. Með öðrum orðum, enn frekara hrun vistkerfa, meiri fólksflótti og fleiri dauðsföll. Það er ekkert minna í vændum en það og þess vegna er þörf á róttækari aðgerðum og það strax. Parísarsáttmálinn var samþykktur til að reyna að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Til að eiga möguleika á því að ná 1.5 gráðu markmiði sáttmálans þarf að draga úr losun um 55% milli 2020 og 2030 á heimsvísu; þetta samsvarar um 7.6% samdrætti árlega. Í kjölfarið þarf að nást kolefnishlutleysi árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og er það mikilvægt skref í rétta átt. En, það er enn óvíst nákvæmlega hvernig kolefnishlutleysið verður skilgreint og hvort það muni ná til allrar losunar sem á sér stað í landinu. Hvað varðar áfangamarkmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 1990, skv. innnsendu landsmarkmiði til Parísarsáttmálans. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að þetta á við um sameiginlegt markmið Íslands með Noregi og ríkjum ESB, sem snýst um samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild. Ef notast verður við svipaðar reiknireglur og fyrir fyrra markmið Íslands í samfloti með Noregi og ESB, verður Íslandi líklegast úthlutað markmið upp á um það bil 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð stjórnvalda (e. ESR), milli 2005 og 2030. Þess vegna er stefna stjórnvalda ekki að draga úr losun Íslands um 55% heldur að bíða eftir að fá úthlutað lægra markmiði. Einnig er mikilvægt að nefna að landsmarkmið Íslands til Parísarsáttmálans nær ekki yfir alla losun sem á sér stað í landinu. Til dæmis er engin krafa um samdrátt í losun vegna landnotkunar (sem nemur um 66% af heildarlosun Íslands), einungis að losun megi ekki aukast miðað við ákveðin viðmiðunarár. Losun frá alþjóðaflugi, aljþóðasiglingum og neysludrifin losun fellur einnig utan markmiðsins. Með því að skilgreina þetta markmið um 55% ekki nógu vel í almennri umræðu eru íslensk stjórnvöld að auka á upplýsingaóreiðu hvað varðar loftslagsmál, sérstaklega þegar kemur að skuldbindingum. Frekari rök fyrir því að íslensk stjórnvöld séu ekki að grípa til nógu róttækra aðgerða og séu ekki að standa við orð sín má finna í umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarp um kolefnishlutleysi á Alþingi síðastliðinn laugardag. Þar var tillaga um að lögfesta sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt milli 2020 og 2030 felld með 38 atkvæðum gegn 17. Þetta sýnir skýrt að íslensk stjórnvöld skortir vilja til að skuldbinda sig til að draga úr losun um 55%. Við erum rík þjóð og erum með gífurlega háa losun á höfðatölu, eða tæp 38 tonn CO2-ígilda fyrir hvern einstakling ef öll losun, þar með talin losun frá landi, er tekin með. Það undirstrikar siðferðislega skyldu okkar til að draga úr heildarlosun (landnotkun meðtalin) um að minnsta kosti 55% árið 2030, miðað við 2020. Á næsta kjörtímabili ætti því að vera forgangsmál að lögfesta þetta markmið og fylgja því eftir með róttækum aðgerðum. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja farsæla framtíð allra núverandi og framtíðar Jarðarbúa. Höfundur er Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Helsta markmið Parísarsáttmálans hljóðar upp á að takmarka meðalhlýnun Jarðar um 1.5 gráðu frá iðnbyltingu. Ljóst er þó að þrátt fyrir núverandi markmið þjóða stefnir í að Jörðin muni hlýna um 3 til 4 gráður. Afleiðingar slíkrar hlýnunar er varla hægt að ofmeta, en hún mun valda enn meiri skaða á vistkerfum og samfélögum um allan heim en núverandi 1.2 gráðu hlýnun. Með öðrum orðum, enn frekara hrun vistkerfa, meiri fólksflótti og fleiri dauðsföll. Það er ekkert minna í vændum en það og þess vegna er þörf á róttækari aðgerðum og það strax. Parísarsáttmálinn var samþykktur til að reyna að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Til að eiga möguleika á því að ná 1.5 gráðu markmiði sáttmálans þarf að draga úr losun um 55% milli 2020 og 2030 á heimsvísu; þetta samsvarar um 7.6% samdrætti árlega. Í kjölfarið þarf að nást kolefnishlutleysi árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og er það mikilvægt skref í rétta átt. En, það er enn óvíst nákvæmlega hvernig kolefnishlutleysið verður skilgreint og hvort það muni ná til allrar losunar sem á sér stað í landinu. Hvað varðar áfangamarkmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 1990, skv. innnsendu landsmarkmiði til Parísarsáttmálans. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að þetta á við um sameiginlegt markmið Íslands með Noregi og ríkjum ESB, sem snýst um samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild. Ef notast verður við svipaðar reiknireglur og fyrir fyrra markmið Íslands í samfloti með Noregi og ESB, verður Íslandi líklegast úthlutað markmið upp á um það bil 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð stjórnvalda (e. ESR), milli 2005 og 2030. Þess vegna er stefna stjórnvalda ekki að draga úr losun Íslands um 55% heldur að bíða eftir að fá úthlutað lægra markmiði. Einnig er mikilvægt að nefna að landsmarkmið Íslands til Parísarsáttmálans nær ekki yfir alla losun sem á sér stað í landinu. Til dæmis er engin krafa um samdrátt í losun vegna landnotkunar (sem nemur um 66% af heildarlosun Íslands), einungis að losun megi ekki aukast miðað við ákveðin viðmiðunarár. Losun frá alþjóðaflugi, aljþóðasiglingum og neysludrifin losun fellur einnig utan markmiðsins. Með því að skilgreina þetta markmið um 55% ekki nógu vel í almennri umræðu eru íslensk stjórnvöld að auka á upplýsingaóreiðu hvað varðar loftslagsmál, sérstaklega þegar kemur að skuldbindingum. Frekari rök fyrir því að íslensk stjórnvöld séu ekki að grípa til nógu róttækra aðgerða og séu ekki að standa við orð sín má finna í umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarp um kolefnishlutleysi á Alþingi síðastliðinn laugardag. Þar var tillaga um að lögfesta sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt milli 2020 og 2030 felld með 38 atkvæðum gegn 17. Þetta sýnir skýrt að íslensk stjórnvöld skortir vilja til að skuldbinda sig til að draga úr losun um 55%. Við erum rík þjóð og erum með gífurlega háa losun á höfðatölu, eða tæp 38 tonn CO2-ígilda fyrir hvern einstakling ef öll losun, þar með talin losun frá landi, er tekin með. Það undirstrikar siðferðislega skyldu okkar til að draga úr heildarlosun (landnotkun meðtalin) um að minnsta kosti 55% árið 2030, miðað við 2020. Á næsta kjörtímabili ætti því að vera forgangsmál að lögfesta þetta markmið og fylgja því eftir með róttækum aðgerðum. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja farsæla framtíð allra núverandi og framtíðar Jarðarbúa. Höfundur er Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun