Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason skrifar 15. júní 2021 07:00 Helsta markmið Parísarsáttmálans hljóðar upp á að takmarka meðalhlýnun Jarðar um 1.5 gráðu frá iðnbyltingu. Ljóst er þó að þrátt fyrir núverandi markmið þjóða stefnir í að Jörðin muni hlýna um 3 til 4 gráður. Afleiðingar slíkrar hlýnunar er varla hægt að ofmeta, en hún mun valda enn meiri skaða á vistkerfum og samfélögum um allan heim en núverandi 1.2 gráðu hlýnun. Með öðrum orðum, enn frekara hrun vistkerfa, meiri fólksflótti og fleiri dauðsföll. Það er ekkert minna í vændum en það og þess vegna er þörf á róttækari aðgerðum og það strax. Parísarsáttmálinn var samþykktur til að reyna að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Til að eiga möguleika á því að ná 1.5 gráðu markmiði sáttmálans þarf að draga úr losun um 55% milli 2020 og 2030 á heimsvísu; þetta samsvarar um 7.6% samdrætti árlega. Í kjölfarið þarf að nást kolefnishlutleysi árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og er það mikilvægt skref í rétta átt. En, það er enn óvíst nákvæmlega hvernig kolefnishlutleysið verður skilgreint og hvort það muni ná til allrar losunar sem á sér stað í landinu. Hvað varðar áfangamarkmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 1990, skv. innnsendu landsmarkmiði til Parísarsáttmálans. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að þetta á við um sameiginlegt markmið Íslands með Noregi og ríkjum ESB, sem snýst um samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild. Ef notast verður við svipaðar reiknireglur og fyrir fyrra markmið Íslands í samfloti með Noregi og ESB, verður Íslandi líklegast úthlutað markmið upp á um það bil 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð stjórnvalda (e. ESR), milli 2005 og 2030. Þess vegna er stefna stjórnvalda ekki að draga úr losun Íslands um 55% heldur að bíða eftir að fá úthlutað lægra markmiði. Einnig er mikilvægt að nefna að landsmarkmið Íslands til Parísarsáttmálans nær ekki yfir alla losun sem á sér stað í landinu. Til dæmis er engin krafa um samdrátt í losun vegna landnotkunar (sem nemur um 66% af heildarlosun Íslands), einungis að losun megi ekki aukast miðað við ákveðin viðmiðunarár. Losun frá alþjóðaflugi, aljþóðasiglingum og neysludrifin losun fellur einnig utan markmiðsins. Með því að skilgreina þetta markmið um 55% ekki nógu vel í almennri umræðu eru íslensk stjórnvöld að auka á upplýsingaóreiðu hvað varðar loftslagsmál, sérstaklega þegar kemur að skuldbindingum. Frekari rök fyrir því að íslensk stjórnvöld séu ekki að grípa til nógu róttækra aðgerða og séu ekki að standa við orð sín má finna í umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarp um kolefnishlutleysi á Alþingi síðastliðinn laugardag. Þar var tillaga um að lögfesta sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt milli 2020 og 2030 felld með 38 atkvæðum gegn 17. Þetta sýnir skýrt að íslensk stjórnvöld skortir vilja til að skuldbinda sig til að draga úr losun um 55%. Við erum rík þjóð og erum með gífurlega háa losun á höfðatölu, eða tæp 38 tonn CO2-ígilda fyrir hvern einstakling ef öll losun, þar með talin losun frá landi, er tekin með. Það undirstrikar siðferðislega skyldu okkar til að draga úr heildarlosun (landnotkun meðtalin) um að minnsta kosti 55% árið 2030, miðað við 2020. Á næsta kjörtímabili ætti því að vera forgangsmál að lögfesta þetta markmið og fylgja því eftir með róttækum aðgerðum. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja farsæla framtíð allra núverandi og framtíðar Jarðarbúa. Höfundur er Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Helsta markmið Parísarsáttmálans hljóðar upp á að takmarka meðalhlýnun Jarðar um 1.5 gráðu frá iðnbyltingu. Ljóst er þó að þrátt fyrir núverandi markmið þjóða stefnir í að Jörðin muni hlýna um 3 til 4 gráður. Afleiðingar slíkrar hlýnunar er varla hægt að ofmeta, en hún mun valda enn meiri skaða á vistkerfum og samfélögum um allan heim en núverandi 1.2 gráðu hlýnun. Með öðrum orðum, enn frekara hrun vistkerfa, meiri fólksflótti og fleiri dauðsföll. Það er ekkert minna í vændum en það og þess vegna er þörf á róttækari aðgerðum og það strax. Parísarsáttmálinn var samþykktur til að reyna að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Til að eiga möguleika á því að ná 1.5 gráðu markmiði sáttmálans þarf að draga úr losun um 55% milli 2020 og 2030 á heimsvísu; þetta samsvarar um 7.6% samdrætti árlega. Í kjölfarið þarf að nást kolefnishlutleysi árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og er það mikilvægt skref í rétta átt. En, það er enn óvíst nákvæmlega hvernig kolefnishlutleysið verður skilgreint og hvort það muni ná til allrar losunar sem á sér stað í landinu. Hvað varðar áfangamarkmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 1990, skv. innnsendu landsmarkmiði til Parísarsáttmálans. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að þetta á við um sameiginlegt markmið Íslands með Noregi og ríkjum ESB, sem snýst um samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild. Ef notast verður við svipaðar reiknireglur og fyrir fyrra markmið Íslands í samfloti með Noregi og ESB, verður Íslandi líklegast úthlutað markmið upp á um það bil 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð stjórnvalda (e. ESR), milli 2005 og 2030. Þess vegna er stefna stjórnvalda ekki að draga úr losun Íslands um 55% heldur að bíða eftir að fá úthlutað lægra markmiði. Einnig er mikilvægt að nefna að landsmarkmið Íslands til Parísarsáttmálans nær ekki yfir alla losun sem á sér stað í landinu. Til dæmis er engin krafa um samdrátt í losun vegna landnotkunar (sem nemur um 66% af heildarlosun Íslands), einungis að losun megi ekki aukast miðað við ákveðin viðmiðunarár. Losun frá alþjóðaflugi, aljþóðasiglingum og neysludrifin losun fellur einnig utan markmiðsins. Með því að skilgreina þetta markmið um 55% ekki nógu vel í almennri umræðu eru íslensk stjórnvöld að auka á upplýsingaóreiðu hvað varðar loftslagsmál, sérstaklega þegar kemur að skuldbindingum. Frekari rök fyrir því að íslensk stjórnvöld séu ekki að grípa til nógu róttækra aðgerða og séu ekki að standa við orð sín má finna í umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarp um kolefnishlutleysi á Alþingi síðastliðinn laugardag. Þar var tillaga um að lögfesta sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt milli 2020 og 2030 felld með 38 atkvæðum gegn 17. Þetta sýnir skýrt að íslensk stjórnvöld skortir vilja til að skuldbinda sig til að draga úr losun um 55%. Við erum rík þjóð og erum með gífurlega háa losun á höfðatölu, eða tæp 38 tonn CO2-ígilda fyrir hvern einstakling ef öll losun, þar með talin losun frá landi, er tekin með. Það undirstrikar siðferðislega skyldu okkar til að draga úr heildarlosun (landnotkun meðtalin) um að minnsta kosti 55% árið 2030, miðað við 2020. Á næsta kjörtímabili ætti því að vera forgangsmál að lögfesta þetta markmið og fylgja því eftir með róttækum aðgerðum. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja farsæla framtíð allra núverandi og framtíðar Jarðarbúa. Höfundur er Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun