Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason skrifar 15. júní 2021 07:00 Helsta markmið Parísarsáttmálans hljóðar upp á að takmarka meðalhlýnun Jarðar um 1.5 gráðu frá iðnbyltingu. Ljóst er þó að þrátt fyrir núverandi markmið þjóða stefnir í að Jörðin muni hlýna um 3 til 4 gráður. Afleiðingar slíkrar hlýnunar er varla hægt að ofmeta, en hún mun valda enn meiri skaða á vistkerfum og samfélögum um allan heim en núverandi 1.2 gráðu hlýnun. Með öðrum orðum, enn frekara hrun vistkerfa, meiri fólksflótti og fleiri dauðsföll. Það er ekkert minna í vændum en það og þess vegna er þörf á róttækari aðgerðum og það strax. Parísarsáttmálinn var samþykktur til að reyna að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Til að eiga möguleika á því að ná 1.5 gráðu markmiði sáttmálans þarf að draga úr losun um 55% milli 2020 og 2030 á heimsvísu; þetta samsvarar um 7.6% samdrætti árlega. Í kjölfarið þarf að nást kolefnishlutleysi árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og er það mikilvægt skref í rétta átt. En, það er enn óvíst nákvæmlega hvernig kolefnishlutleysið verður skilgreint og hvort það muni ná til allrar losunar sem á sér stað í landinu. Hvað varðar áfangamarkmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 1990, skv. innnsendu landsmarkmiði til Parísarsáttmálans. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að þetta á við um sameiginlegt markmið Íslands með Noregi og ríkjum ESB, sem snýst um samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild. Ef notast verður við svipaðar reiknireglur og fyrir fyrra markmið Íslands í samfloti með Noregi og ESB, verður Íslandi líklegast úthlutað markmið upp á um það bil 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð stjórnvalda (e. ESR), milli 2005 og 2030. Þess vegna er stefna stjórnvalda ekki að draga úr losun Íslands um 55% heldur að bíða eftir að fá úthlutað lægra markmiði. Einnig er mikilvægt að nefna að landsmarkmið Íslands til Parísarsáttmálans nær ekki yfir alla losun sem á sér stað í landinu. Til dæmis er engin krafa um samdrátt í losun vegna landnotkunar (sem nemur um 66% af heildarlosun Íslands), einungis að losun megi ekki aukast miðað við ákveðin viðmiðunarár. Losun frá alþjóðaflugi, aljþóðasiglingum og neysludrifin losun fellur einnig utan markmiðsins. Með því að skilgreina þetta markmið um 55% ekki nógu vel í almennri umræðu eru íslensk stjórnvöld að auka á upplýsingaóreiðu hvað varðar loftslagsmál, sérstaklega þegar kemur að skuldbindingum. Frekari rök fyrir því að íslensk stjórnvöld séu ekki að grípa til nógu róttækra aðgerða og séu ekki að standa við orð sín má finna í umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarp um kolefnishlutleysi á Alþingi síðastliðinn laugardag. Þar var tillaga um að lögfesta sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt milli 2020 og 2030 felld með 38 atkvæðum gegn 17. Þetta sýnir skýrt að íslensk stjórnvöld skortir vilja til að skuldbinda sig til að draga úr losun um 55%. Við erum rík þjóð og erum með gífurlega háa losun á höfðatölu, eða tæp 38 tonn CO2-ígilda fyrir hvern einstakling ef öll losun, þar með talin losun frá landi, er tekin með. Það undirstrikar siðferðislega skyldu okkar til að draga úr heildarlosun (landnotkun meðtalin) um að minnsta kosti 55% árið 2030, miðað við 2020. Á næsta kjörtímabili ætti því að vera forgangsmál að lögfesta þetta markmið og fylgja því eftir með róttækum aðgerðum. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja farsæla framtíð allra núverandi og framtíðar Jarðarbúa. Höfundur er Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Helsta markmið Parísarsáttmálans hljóðar upp á að takmarka meðalhlýnun Jarðar um 1.5 gráðu frá iðnbyltingu. Ljóst er þó að þrátt fyrir núverandi markmið þjóða stefnir í að Jörðin muni hlýna um 3 til 4 gráður. Afleiðingar slíkrar hlýnunar er varla hægt að ofmeta, en hún mun valda enn meiri skaða á vistkerfum og samfélögum um allan heim en núverandi 1.2 gráðu hlýnun. Með öðrum orðum, enn frekara hrun vistkerfa, meiri fólksflótti og fleiri dauðsföll. Það er ekkert minna í vændum en það og þess vegna er þörf á róttækari aðgerðum og það strax. Parísarsáttmálinn var samþykktur til að reyna að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Til að eiga möguleika á því að ná 1.5 gráðu markmiði sáttmálans þarf að draga úr losun um 55% milli 2020 og 2030 á heimsvísu; þetta samsvarar um 7.6% samdrætti árlega. Í kjölfarið þarf að nást kolefnishlutleysi árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og er það mikilvægt skref í rétta átt. En, það er enn óvíst nákvæmlega hvernig kolefnishlutleysið verður skilgreint og hvort það muni ná til allrar losunar sem á sér stað í landinu. Hvað varðar áfangamarkmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 1990, skv. innnsendu landsmarkmiði til Parísarsáttmálans. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að þetta á við um sameiginlegt markmið Íslands með Noregi og ríkjum ESB, sem snýst um samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild. Ef notast verður við svipaðar reiknireglur og fyrir fyrra markmið Íslands í samfloti með Noregi og ESB, verður Íslandi líklegast úthlutað markmið upp á um það bil 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð stjórnvalda (e. ESR), milli 2005 og 2030. Þess vegna er stefna stjórnvalda ekki að draga úr losun Íslands um 55% heldur að bíða eftir að fá úthlutað lægra markmiði. Einnig er mikilvægt að nefna að landsmarkmið Íslands til Parísarsáttmálans nær ekki yfir alla losun sem á sér stað í landinu. Til dæmis er engin krafa um samdrátt í losun vegna landnotkunar (sem nemur um 66% af heildarlosun Íslands), einungis að losun megi ekki aukast miðað við ákveðin viðmiðunarár. Losun frá alþjóðaflugi, aljþóðasiglingum og neysludrifin losun fellur einnig utan markmiðsins. Með því að skilgreina þetta markmið um 55% ekki nógu vel í almennri umræðu eru íslensk stjórnvöld að auka á upplýsingaóreiðu hvað varðar loftslagsmál, sérstaklega þegar kemur að skuldbindingum. Frekari rök fyrir því að íslensk stjórnvöld séu ekki að grípa til nógu róttækra aðgerða og séu ekki að standa við orð sín má finna í umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarp um kolefnishlutleysi á Alþingi síðastliðinn laugardag. Þar var tillaga um að lögfesta sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt milli 2020 og 2030 felld með 38 atkvæðum gegn 17. Þetta sýnir skýrt að íslensk stjórnvöld skortir vilja til að skuldbinda sig til að draga úr losun um 55%. Við erum rík þjóð og erum með gífurlega háa losun á höfðatölu, eða tæp 38 tonn CO2-ígilda fyrir hvern einstakling ef öll losun, þar með talin losun frá landi, er tekin með. Það undirstrikar siðferðislega skyldu okkar til að draga úr heildarlosun (landnotkun meðtalin) um að minnsta kosti 55% árið 2030, miðað við 2020. Á næsta kjörtímabili ætti því að vera forgangsmál að lögfesta þetta markmið og fylgja því eftir með róttækum aðgerðum. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja farsæla framtíð allra núverandi og framtíðar Jarðarbúa. Höfundur er Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun