Stórstjörnur LA Clippers aftur báðir yfir þrjátíu stigin í sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 07:31 Kawhi Leonard treður hér yfir Derrick Favors, miðherja Utah Jazz, í leiknum í nótt. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Clippers og Atlanta Hawks jöfnuðu bæði metin í sínum einvígum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Kawhi Leonard og Paul George voru báðir með 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 118-104 sigur á Utah Jazz. Liðin hafa þar með bæði unnið tvo leiki á heimavelli í einvíginu og staðan er 2-2. 31 PTS for Kawhi.31 PTS for PG.@LAClippers make it 2-2.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 5: Wednesday at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/gnUh9dFUYT— NBA (@NBA) June 15, 2021 Clippers liðið setti tóninn strax í fyrsta leikhluta sem liðið vann 30-13 og var komið með 24 stiga forskot í hálfleik, 68-44. Utah menn náðu aðeins að minnka þetta forskot í seinni hálfleiknum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem stórstjörnur Clippers skora yfir þrjátíu stig og þeir hafa tekið af skarið eftir að liðið lenti 2-0 undir á móti öflugu Utah Jazz liði. Clippers menn lentu líka 2-0 undir á móti Dallas í síðustu umferð en þá jöfnuðu þeir með því að vinna tvo útileiki. KAWHI LEONARD OH MY! #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/eTfR1uW1ka— NBA (@NBA) June 15, 2021 Paul George var auk 31 stigs með 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Leonard tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar auk stiganna. Marcus Morris Sr. skoraði síðan 24 stig en hann hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah Jazz með 37 stig og 5 stoðsendingar en Joe Ingles skoraði 19 stig. Bojan Bogdanovic var síðan með 18 stig og 5 stoðsendingar. Mitchell er fyrstur síðan Stephen Curry (2019) til að skora yfir 30 stig í sex leikjum í röð í úrslitakeppninni. @TheTraeYoung (25 PTS) dishes out an #NBAPlayoffs career-high 18 AST as the @ATLHawks make it a 2-2 series! #ThatsGame Game 5: Wednesday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/6dQH238bsN— NBA (@NBA) June 15, 2021 Trae Young var með 25 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks jafnaði metin á móti Philadelphia 76ers með 103-100 endurkomusigri. 76ers liðið var búið að vinna tvo síðustu leiki liðanna en núna er staðan 2-2 í einvíginu. Young er sá yngsti í sögu NBA til að gefa 18 stoðsendsingar í leik í úrslitakeppninni en hann er að sýna mikla hörku með því að spila í gegnum axlarmeiðsli. Philadelphia þurfa að hafa miklar áhyggjur af stórstjörnu sinni Joel Embiid sem er að glíma við meiðsli. Embiid fór inn í klefa í öðrum leikhluta og klikkaði síðan á öllum tólf skotum sínum í seinni hálfleiknum. Trae Young is the first player to record at least 25 PTS and 18 AST in a playoff game since Tim Hardaway in May of 1991. pic.twitter.com/fl9NLs9s1G— NBA History (@NBAHistory) June 15, 2021 Það hafði líka mikil áhrif á þróun mála í leiknum því 76ers liðið missti niður átján stiga forystu eftir að hafa verið 60-42 yfir í fyrri hálfleiknum. Embiid endaði leikinn með 17 stig og 21 frákast en það var ekki nóg. Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta, John Collins var með 14 stig og 12 fráköst og Clint Capela skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Sixers og Seth Curry bætti við 17 stigum en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært hans liði framlengingu. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Kawhi Leonard og Paul George voru báðir með 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 118-104 sigur á Utah Jazz. Liðin hafa þar með bæði unnið tvo leiki á heimavelli í einvíginu og staðan er 2-2. 31 PTS for Kawhi.31 PTS for PG.@LAClippers make it 2-2.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 5: Wednesday at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/gnUh9dFUYT— NBA (@NBA) June 15, 2021 Clippers liðið setti tóninn strax í fyrsta leikhluta sem liðið vann 30-13 og var komið með 24 stiga forskot í hálfleik, 68-44. Utah menn náðu aðeins að minnka þetta forskot í seinni hálfleiknum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem stórstjörnur Clippers skora yfir þrjátíu stig og þeir hafa tekið af skarið eftir að liðið lenti 2-0 undir á móti öflugu Utah Jazz liði. Clippers menn lentu líka 2-0 undir á móti Dallas í síðustu umferð en þá jöfnuðu þeir með því að vinna tvo útileiki. KAWHI LEONARD OH MY! #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/eTfR1uW1ka— NBA (@NBA) June 15, 2021 Paul George var auk 31 stigs með 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Leonard tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar auk stiganna. Marcus Morris Sr. skoraði síðan 24 stig en hann hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah Jazz með 37 stig og 5 stoðsendingar en Joe Ingles skoraði 19 stig. Bojan Bogdanovic var síðan með 18 stig og 5 stoðsendingar. Mitchell er fyrstur síðan Stephen Curry (2019) til að skora yfir 30 stig í sex leikjum í röð í úrslitakeppninni. @TheTraeYoung (25 PTS) dishes out an #NBAPlayoffs career-high 18 AST as the @ATLHawks make it a 2-2 series! #ThatsGame Game 5: Wednesday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/6dQH238bsN— NBA (@NBA) June 15, 2021 Trae Young var með 25 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks jafnaði metin á móti Philadelphia 76ers með 103-100 endurkomusigri. 76ers liðið var búið að vinna tvo síðustu leiki liðanna en núna er staðan 2-2 í einvíginu. Young er sá yngsti í sögu NBA til að gefa 18 stoðsendsingar í leik í úrslitakeppninni en hann er að sýna mikla hörku með því að spila í gegnum axlarmeiðsli. Philadelphia þurfa að hafa miklar áhyggjur af stórstjörnu sinni Joel Embiid sem er að glíma við meiðsli. Embiid fór inn í klefa í öðrum leikhluta og klikkaði síðan á öllum tólf skotum sínum í seinni hálfleiknum. Trae Young is the first player to record at least 25 PTS and 18 AST in a playoff game since Tim Hardaway in May of 1991. pic.twitter.com/fl9NLs9s1G— NBA History (@NBAHistory) June 15, 2021 Það hafði líka mikil áhrif á þróun mála í leiknum því 76ers liðið missti niður átján stiga forystu eftir að hafa verið 60-42 yfir í fyrri hálfleiknum. Embiid endaði leikinn með 17 stig og 21 frákast en það var ekki nóg. Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta, John Collins var með 14 stig og 12 fráköst og Clint Capela skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Sixers og Seth Curry bætti við 17 stigum en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært hans liði framlengingu.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira