Suðurkóreskur dómstóll segir munnmök tveggja karla jaðra við nauðgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2021 12:13 Aðgerðasinnar mótmæla við varnarmálaráðuneytið í Seúl. epa/Yonhap Suðurkóreskur herdómstóll hefur dæmt tvo menn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stundað munnmök. Mennirnir eru sagðir hafa brotið gegn ákvæðum herlaga, sem banna endaþarmsmök og aðrar „ósæmilegar“ athafnir. Í dómsorðinu segir að gjörningur mannanna hafi jaðrað við nauðgun. Dómurinn féll í mars síðastliðnum en atvikin sem mennirnir voru dæmdir fyrir áttu sér stað í desember. Mennirnir voru þá í einangrun ásamt öðrum en tvö kvöld í röð læddist annar inn í tjald til hins, þar sem þeir stunduðu munnmök. Lögmaður mannanna sagði munnmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja og því væru þeir saklausir. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að með munnmökunum hefðu mennirnir brotið hvor á öðrum. Þá jaðraði gjörningurinn við nauðgun, gengi gegn almennu siðferði og væri til þess fallinn að grafa alvarlega undan aga innan hersins. Samkynhneigð er ekki ólögleg í Suður-Kóreu en þykir tabú. Forsetinn Moon Jae-in, fyrrverandi mannréttindalögfræðingur, sagði til að mynda í aðdraganda forsetakosninganna að honum mislíkaði samkynhneigð. Umrætt ákvæði herlaga hefur áður verið notað til að ofsækja samkynhneigða hermenn. Þá hefur verið greint frá því að þeir séu látnir sæta meðferð vegna geðrænna vandamála. Samkvæmt Guardian var liðþjálfinn Byun Hee-soo rekinn úr hernum eftir að hún gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Ástæðan var sögð fötlun. Hún fannst látin fyrr á þessu ári. Ýmis alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að herlögunum verði breytt og ákvæðið tekið út. Suður-Kórea Mannréttindi Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Í dómsorðinu segir að gjörningur mannanna hafi jaðrað við nauðgun. Dómurinn féll í mars síðastliðnum en atvikin sem mennirnir voru dæmdir fyrir áttu sér stað í desember. Mennirnir voru þá í einangrun ásamt öðrum en tvö kvöld í röð læddist annar inn í tjald til hins, þar sem þeir stunduðu munnmök. Lögmaður mannanna sagði munnmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja og því væru þeir saklausir. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að með munnmökunum hefðu mennirnir brotið hvor á öðrum. Þá jaðraði gjörningurinn við nauðgun, gengi gegn almennu siðferði og væri til þess fallinn að grafa alvarlega undan aga innan hersins. Samkynhneigð er ekki ólögleg í Suður-Kóreu en þykir tabú. Forsetinn Moon Jae-in, fyrrverandi mannréttindalögfræðingur, sagði til að mynda í aðdraganda forsetakosninganna að honum mislíkaði samkynhneigð. Umrætt ákvæði herlaga hefur áður verið notað til að ofsækja samkynhneigða hermenn. Þá hefur verið greint frá því að þeir séu látnir sæta meðferð vegna geðrænna vandamála. Samkvæmt Guardian var liðþjálfinn Byun Hee-soo rekinn úr hernum eftir að hún gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Ástæðan var sögð fötlun. Hún fannst látin fyrr á þessu ári. Ýmis alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að herlögunum verði breytt og ákvæðið tekið út.
Suður-Kórea Mannréttindi Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira