Reyndi að leiða hjá sér haturspóstana sem beindust líka gegn börnunum Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 17:00 Marcus Berg var nálægt því að skora fyrir Svía í gær en hitti boltann illa á ögurstundu. EPA/Pierre Philippe Marcou Sænska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við lögregluna vegna fjölda hatursfullra skilaboða sem Marcus Berg fékk send eftir að hafa klúðrað færi í leiknum við Spán á Evrópumótinu í gærkvöld. Berg fékk algjört dauðafæri til að skora fyrir Svía í seinni hálfleik, eftir undirbúning Alexanders Isak, en hitti boltann illa og skaut framhjá. Liðin enduðu á að gera markalaust jafntefli. Eftir leik rigndi ljótum skilaboðum yfir Berg á Instagram og kona hans, Josefine, sagði sum skilaboðanna jafnvel hafa beinst að börnum þeirra hjóna. Öryggisstjóri sænska knattspyrnusambandsins, Martin Fredman, segir alveg ljóst að mörg skilaboðanna teljist glæpsamleg. Marcus tjáði sig í fyrsta skipti um málið á blaðamannafundi í dag: „Ég slökkti auðvitað á samfélagsmiðlunum mínum. Því miður þá veit maður að það getur komið smá skítkast vegna klúðraðs færis eða einhvers sem gerist í leik. Ég hef þess vegna útilokað mig frá þessu eins langt og það nær. Ég hef talað við konuna mína en nei, nú er bara að reyna að loka á þetta eins og hægt er. Ég er knattspyrnumaður og nýtti ekki færi, sem er ótrúlega leiðinlegt því við hefðum getað komist í góða stöðu. Á sama tíma hef ég klúðrað færi áður og það koma fleiri færi. Þess vegna þarf maður að reyna að hætta að hugsa um þetta og halda áfram Það sem gerðist á samfélagsmiðlum er mjög sorglegt en ég reyni að leiða það hjá mér. Það hefur verið gerð skýrsla og við sjáum til hvað hún leiðir af sér. En auðvitað er þetta ekki boðlegt. Ég vil ekki að nokkur manneskja þurfi að þola svona mikið skítkast. Fyrst og fremst vegna þess að börn og unglingar sjá þetta og lesa og geta orðið fyrir áhrifum af þessu. Ég tel það hafa verið rétt að gera strax skýrslu um þetta,“ sagði Berg sem kvaðst einnig þakklátur fyrir fjölda stuðningsskilaboða sem hann hefur fengið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Tengdar fréttir Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01 Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Berg fékk algjört dauðafæri til að skora fyrir Svía í seinni hálfleik, eftir undirbúning Alexanders Isak, en hitti boltann illa og skaut framhjá. Liðin enduðu á að gera markalaust jafntefli. Eftir leik rigndi ljótum skilaboðum yfir Berg á Instagram og kona hans, Josefine, sagði sum skilaboðanna jafnvel hafa beinst að börnum þeirra hjóna. Öryggisstjóri sænska knattspyrnusambandsins, Martin Fredman, segir alveg ljóst að mörg skilaboðanna teljist glæpsamleg. Marcus tjáði sig í fyrsta skipti um málið á blaðamannafundi í dag: „Ég slökkti auðvitað á samfélagsmiðlunum mínum. Því miður þá veit maður að það getur komið smá skítkast vegna klúðraðs færis eða einhvers sem gerist í leik. Ég hef þess vegna útilokað mig frá þessu eins langt og það nær. Ég hef talað við konuna mína en nei, nú er bara að reyna að loka á þetta eins og hægt er. Ég er knattspyrnumaður og nýtti ekki færi, sem er ótrúlega leiðinlegt því við hefðum getað komist í góða stöðu. Á sama tíma hef ég klúðrað færi áður og það koma fleiri færi. Þess vegna þarf maður að reyna að hætta að hugsa um þetta og halda áfram Það sem gerðist á samfélagsmiðlum er mjög sorglegt en ég reyni að leiða það hjá mér. Það hefur verið gerð skýrsla og við sjáum til hvað hún leiðir af sér. En auðvitað er þetta ekki boðlegt. Ég vil ekki að nokkur manneskja þurfi að þola svona mikið skítkast. Fyrst og fremst vegna þess að börn og unglingar sjá þetta og lesa og geta orðið fyrir áhrifum af þessu. Ég tel það hafa verið rétt að gera strax skýrslu um þetta,“ sagði Berg sem kvaðst einnig þakklátur fyrir fjölda stuðningsskilaboða sem hann hefur fengið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Tengdar fréttir Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01 Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01
Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57