Talaði við Eriksen í mánuð um hvernig hann ætlaði að nota hann í Belgíuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 11:30 Christian Eriksen í leiknum á móti Finnum áður en hann fékk hjartastopp í lok fyrri hálfleiks. AP/Stuart Franklin Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian Eriksen í leiknum á móti Belgum á EM en ekkert verður að því að Eriksen spili þann leik. Christian Eriksen er enn að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hann fékk hjartastopp í fyrsta leik Dana á EM en sem betur fer tókst að lífga hann við á vellinum. Eriksen sendi frá sér kveðju í gær en hann á eftir að fara í frekari rannsóknir til að komast að því hvað gerðist. Christian Eriksen has expressed his thanks for the goodwill messages he has received after suffering a cardiac arrest during Denmark's Euro 2020 opener.— Sky Sports (@SkySports) June 15, 2021 Hjulmand landsliðsþjálfari talaði um það við Ekstra Bladet hvernig hann ætlaði að nota Christian Eriksen á nýjan hátt í leiknum á móti Belgum sem er næsti leikur liðsins á EM. „Það er enginn einn sem getur komið í staðinn fyrir Christian. Það er ómögulegt. Christian er hjartað í liðinu okkar og stjórnar taktinum í okkar leik,“ sagði Kasper Hjulmand. Dönum gekk illa á móti Belgum í Þjóðadeildinni en þeir eru ekki þeir einu sem hafa lent í vandræðum með þetta frábæra belgíska lið. Nú þurfa Danir að ná úrslitum á móti toppliði heimslistans ætli liðið sér áfram í sextán liða úrslit á EM. Denmark coach Kasper Hjulmand was reduced to tears when asked about Christian Eriksen, as he gave an emotional and poignant speech.https://t.co/wL4f5IYq10— SPORTbible (@sportbible) June 12, 2021 „Ég var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian í þessum leik og það var eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Ég var búinn að tala um þetta við hann í mánuð og hann var mjög spenntur fyrir því að prófa það en nú verður ekkert að því,“ sagði Hjulmand. „Nú þurfum við að fara aðra leið en við erum vel undirbúnir. Við erum tilbúnir í stríð og berjast fyrir sætinu. Það sem skiptir mestu máli er að það er í lagi með Christian og þá getum við haldið áfram,“ sagði Kasper Hjulmand. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Christian Eriksen er enn að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hann fékk hjartastopp í fyrsta leik Dana á EM en sem betur fer tókst að lífga hann við á vellinum. Eriksen sendi frá sér kveðju í gær en hann á eftir að fara í frekari rannsóknir til að komast að því hvað gerðist. Christian Eriksen has expressed his thanks for the goodwill messages he has received after suffering a cardiac arrest during Denmark's Euro 2020 opener.— Sky Sports (@SkySports) June 15, 2021 Hjulmand landsliðsþjálfari talaði um það við Ekstra Bladet hvernig hann ætlaði að nota Christian Eriksen á nýjan hátt í leiknum á móti Belgum sem er næsti leikur liðsins á EM. „Það er enginn einn sem getur komið í staðinn fyrir Christian. Það er ómögulegt. Christian er hjartað í liðinu okkar og stjórnar taktinum í okkar leik,“ sagði Kasper Hjulmand. Dönum gekk illa á móti Belgum í Þjóðadeildinni en þeir eru ekki þeir einu sem hafa lent í vandræðum með þetta frábæra belgíska lið. Nú þurfa Danir að ná úrslitum á móti toppliði heimslistans ætli liðið sér áfram í sextán liða úrslit á EM. Denmark coach Kasper Hjulmand was reduced to tears when asked about Christian Eriksen, as he gave an emotional and poignant speech.https://t.co/wL4f5IYq10— SPORTbible (@sportbible) June 12, 2021 „Ég var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian í þessum leik og það var eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Ég var búinn að tala um þetta við hann í mánuð og hann var mjög spenntur fyrir því að prófa það en nú verður ekkert að því,“ sagði Hjulmand. „Nú þurfum við að fara aðra leið en við erum vel undirbúnir. Við erum tilbúnir í stríð og berjast fyrir sætinu. Það sem skiptir mestu máli er að það er í lagi með Christian og þá getum við haldið áfram,“ sagði Kasper Hjulmand. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti