Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Árni Sæberg skrifar 16. júní 2021 15:43 Héraðsdómur Reykjavíkur Vilhelm/Vísir Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. Maðurinn sótti um sértækt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016. Umsókn hans var samþykkt samdægurs og hann settur á biðlista eftir húsnæði. Í kjölfar umsóknarinnar fór fram mat og greining á þjónustuþörf hans. Niðurstaða þeirrar greiningar var að maðurinn sé haldinn verulegri þroskahömlun, ódæmigerðri einhverfu, insúlínháðri sykursýki og Downs heilkenni. Því er þjónustuþörf hans nokkuð mikil. Í stefnu mannsins gegn Reykjavíkurborg var þess krafist að borgin greiddi honum tvær milljónir króna í miskabætur. Krafa mannsins er byggð á tvíþættum grunni, annars vegar vegna óhóflegs dráttar útvegunar sérhæfðs húsnæðis og hins vegar að borgin hafi látið undir höfuð leggjast að gera persónubundna, einstaklingsmiðaða áætlun um hvenær honum yrði slíkt húsnæði til reiðu. Fimm ára bið ekki úr hófi Héraðsdómur taldi Reykjavíkurborg ekki hafa gerst seka um saknæma eða ólögmæta háttsemi gagnvart manninum með því að láta hann bíða í fimm ár á biðlista eftir sértæku húsnæði. Dómurinn telur að veita þurfi sveitarfélögum nokkuð svigrúm til að skipuleggja og framkvæma þjónustu sína. Hins vegar telur héraðsdómur að Reykjavíkurborg hafi brotið með bótaskyldum hætti gagnvart manninum með því að gera ekki eintaklingsbundna áætlun um hvenær honum stæði húsnæði til reiðu. Biðhít frekar en biðlisti Maðurinn skilgreindi stöðu sína við málflutning sem svo að hann væri í biðhít en ekki á biðlista. Biðlistinn sem maðurinn er á er ekki eiginlegur listi samkvæmt dóminum. Umsækjendum um sértæk húsnæðisúrræði er skipt í fjóra hópa eftir þjónustuþörf þeirra. Innan hópanna er umsækjendum ekki raðað í röð heldur er metið í hvert skipti, þegar húsnæði losnar, hver þeirra hefur mesta þörf fyrir húsnæði. Dómurinn telur þetta fyrirkomulag ekki uppfylla skilyrði um eintaklingsbundna áætlun. Maðurinn hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær hann mætti vænta að fá úthlutuðu húsnæði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður mannsins, segir fjölskyldu umbjóðanda síns fagna því að fá staðfestingu á því að borgin hafi ekki farið að lögum við meðferð máls hans. Reykjavíkurborg var, sem áður segir, dæmd til að greiða manninum 1,1 milljón króna í miskabætur. Þá greiðir borgin einnig málskostnað mannsins sem telur 1,3 milljón króna. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Maðurinn sótti um sértækt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016. Umsókn hans var samþykkt samdægurs og hann settur á biðlista eftir húsnæði. Í kjölfar umsóknarinnar fór fram mat og greining á þjónustuþörf hans. Niðurstaða þeirrar greiningar var að maðurinn sé haldinn verulegri þroskahömlun, ódæmigerðri einhverfu, insúlínháðri sykursýki og Downs heilkenni. Því er þjónustuþörf hans nokkuð mikil. Í stefnu mannsins gegn Reykjavíkurborg var þess krafist að borgin greiddi honum tvær milljónir króna í miskabætur. Krafa mannsins er byggð á tvíþættum grunni, annars vegar vegna óhóflegs dráttar útvegunar sérhæfðs húsnæðis og hins vegar að borgin hafi látið undir höfuð leggjast að gera persónubundna, einstaklingsmiðaða áætlun um hvenær honum yrði slíkt húsnæði til reiðu. Fimm ára bið ekki úr hófi Héraðsdómur taldi Reykjavíkurborg ekki hafa gerst seka um saknæma eða ólögmæta háttsemi gagnvart manninum með því að láta hann bíða í fimm ár á biðlista eftir sértæku húsnæði. Dómurinn telur að veita þurfi sveitarfélögum nokkuð svigrúm til að skipuleggja og framkvæma þjónustu sína. Hins vegar telur héraðsdómur að Reykjavíkurborg hafi brotið með bótaskyldum hætti gagnvart manninum með því að gera ekki eintaklingsbundna áætlun um hvenær honum stæði húsnæði til reiðu. Biðhít frekar en biðlisti Maðurinn skilgreindi stöðu sína við málflutning sem svo að hann væri í biðhít en ekki á biðlista. Biðlistinn sem maðurinn er á er ekki eiginlegur listi samkvæmt dóminum. Umsækjendum um sértæk húsnæðisúrræði er skipt í fjóra hópa eftir þjónustuþörf þeirra. Innan hópanna er umsækjendum ekki raðað í röð heldur er metið í hvert skipti, þegar húsnæði losnar, hver þeirra hefur mesta þörf fyrir húsnæði. Dómurinn telur þetta fyrirkomulag ekki uppfylla skilyrði um eintaklingsbundna áætlun. Maðurinn hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær hann mætti vænta að fá úthlutuðu húsnæði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður mannsins, segir fjölskyldu umbjóðanda síns fagna því að fá staðfestingu á því að borgin hafi ekki farið að lögum við meðferð máls hans. Reykjavíkurborg var, sem áður segir, dæmd til að greiða manninum 1,1 milljón króna í miskabætur. Þá greiðir borgin einnig málskostnað mannsins sem telur 1,3 milljón króna.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira