Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2021 15:38 Síðastliðinn áratug (2011-2020) hafa að meðaltali 39 sjálfsvíg orðið árlega hér á landi en þegar litið er til einstakra ára hefur fjöldinn verið á bilinu 27 til 49. Vísir/Vilhelm Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. Samanburður við fyrri ár sýnir að ekki varð breyting á meðal sjálfsvíga karla, þau voru jafnmörg. Sjálfsvíg kvenna voru hins vegar rúmlega tvöfalt fleiri í fyrra en árið 2019 þegar þau voru sjö. Landlæknisembættið segir að hafa þurfi í huga að þjóðin sé fámenn, sjálfsvíg fá og því geta sveiflur verið nokkrar. Aldrei hafa fleiri konur svipt sig lífi á einu ári á Íslandi miðað við tölur Landlæknis sem sjá má að neðan. Created with Highcharts 4.0.4Fjöldi sjálfsvíga eftir kyni23244228192026242230272936222635333036322932327788969910711710511141111425715KarlarKonur1998199920002001200220032004200520062007200820092010201120122013201420152016201720182019202036 „Reglulega hefur komið upp umræða á undanförnum misserum hvort tíðni sjálfsvíga hafi aukist í kórónuveirufaraldrinum. Eðlilegt er að áhyggjur vakni af andlegri heilsu þegar samfélagslegar hremmingar ganga yfir og vissulega var ýmislegt sem faraldrinum fylgdi sem gat haft neikvæð áhrif á andlega líðan,“ segir á vef Landslæknis. Sem dæmi megi nefna takmarkanir á samneyti milli fólks, atvinnumissi og áhyggjur af eigin heilsu og annarra. „Aftur á móti benda gögn einnig til þess að jákvæðar breytingar hafi orðið á öðrum áhrifaþáttum andlegrar heilsu, svo sem minni áfengisneyslu ásamt því sem hærra hlutfall fólks átti auðvelt með að ná endum saman.“ Nánar á vef Landlæknis. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Heilbrigðismál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Samanburður við fyrri ár sýnir að ekki varð breyting á meðal sjálfsvíga karla, þau voru jafnmörg. Sjálfsvíg kvenna voru hins vegar rúmlega tvöfalt fleiri í fyrra en árið 2019 þegar þau voru sjö. Landlæknisembættið segir að hafa þurfi í huga að þjóðin sé fámenn, sjálfsvíg fá og því geta sveiflur verið nokkrar. Aldrei hafa fleiri konur svipt sig lífi á einu ári á Íslandi miðað við tölur Landlæknis sem sjá má að neðan. Created with Highcharts 4.0.4Fjöldi sjálfsvíga eftir kyni23244228192026242230272936222635333036322932327788969910711710511141111425715KarlarKonur1998199920002001200220032004200520062007200820092010201120122013201420152016201720182019202036 „Reglulega hefur komið upp umræða á undanförnum misserum hvort tíðni sjálfsvíga hafi aukist í kórónuveirufaraldrinum. Eðlilegt er að áhyggjur vakni af andlegri heilsu þegar samfélagslegar hremmingar ganga yfir og vissulega var ýmislegt sem faraldrinum fylgdi sem gat haft neikvæð áhrif á andlega líðan,“ segir á vef Landslæknis. Sem dæmi megi nefna takmarkanir á samneyti milli fólks, atvinnumissi og áhyggjur af eigin heilsu og annarra. „Aftur á móti benda gögn einnig til þess að jákvæðar breytingar hafi orðið á öðrum áhrifaþáttum andlegrar heilsu, svo sem minni áfengisneyslu ásamt því sem hærra hlutfall fólks átti auðvelt með að ná endum saman.“ Nánar á vef Landlæknis. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Heilbrigðismál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira