Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi Andri Sigurðsson skrifar 17. júní 2021 11:01 Sósíalismi snýst um að auk frelsi og að frelsa verka og launafólk undan ofríki kapítalismans þar sem atvinnumissir getur endað í skuldafeni og fátækt. Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi, efnahagslegt réttlæti og lýðræði svo sem flestir geta látið drauma sína rætast. Sósíalistar vilja samfélag þar sem launafólk þarf ekki að óttast afleiðingar atvinnumissis, að missa húsnæðið sitt, eða vera plagað af fjárhagsáhyggjum ef það veikist. Frelsi er að hafa aðgang að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að steypa sér í skuldir ofan á veikindin. Frelsi er að búa við húsnæðisöryggi þar sem meirihluti tekna þinna rennur ekki til leigusala. Húsnæði þar sem fólk þarf ekki að flytja annað hvert ár. Frelsi er að vita að þú og börnin þín hafið aðgang að sömu menntun og aðrir þó þið séuð ekki efnuð. Frelsi er að fá að búa í þínum heimabæ þó svo að kvótinn hafi farið fyrir löngu. Frelsi er að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og sumarfríi. Frelsi er að þurfa ekki að fljúga til Reykjavíkur til að fara til læknis. Frelsi er að vera smábátasjómaður og veiða fiskinn í sjónum, því þetta er fiskurinn okkar. Frelsi er að fá að fæða börnin þín í þinni heimabyggð en ekki uppi á heiði í sjúkrabíl. Frelsi er að óttast ekki að missa vinnuna því þú veist að samfélagið mun grípa þig. Frelsi er að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn þinn byggist upp og hvort fjörðurinn verði notaður undir laxeldi. Frelsi er að koma að ákvörðunum sem varða líf þitt, hvort sem það er í samfélaginu eða vinnustaðnum. Frelsi er að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu virtar. Og frelsi er að geta tjáð skoðanir sínar án þess að óttast að missa vinnuna. Frelsi er ekki aðeins frelsi til þess að græða og verða ríkur. Takmarkalaust frelsi til að auðgast bitnar á samfélaginu því slíkt leiðir til ójafnaðar og fátæktar þegar hin ríku sölsa sífellt undir sig stærri hluta samfélagsins. Hugmyndin um að kapítalismi auki frelsi er snjöll. Þannig er raunveruleikanum snúið á haus því kerfi sem byggir á stéttaskiptingu og ótta, þar sem auður og eignir eru að mestu undir stjórn örfárra, og þar sem sífellt stærri hluti samfélagsins er einkavæddur og markaðsvæddur, getur aldrei tryggt frelsi nema útvaldra. Á markaði fær sá að kaupa sem býður mest. Í kapítalismanum er auður hinna ríku byggður á vinnu, svita og tárum verkafólks. Verkafólks sem oft nær varla endum saman þar sem húsnæðiskostnaður vex stjórnlaust. Hverskonar réttlæti er það og hverskonar frelsi er það? Staðreyndin er sú að við áttum eitt sinn gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Eitt sinn byggðum við skóla, hafnir, sjúkrahús og innviði um allt land með arðinum af sjávarauðlindinni. Við áttum kerfi þar sem smábátasjómenn gátu veitt fisk og byggt afkomu sína á slíkum veiðum. Íslendingar börðust saman fyrir almennum kosningarétti, almannatryggingum, og réttinum til sumarfrís og atvinnuleysisbóta. Við börðumst saman í þorskastríðunum. Sagan er full af dæmum um stórkostlega sigra almennings í átt til aukins frelsis. Kjósum með frelsi og gegn ofríki og vangetu kapítalismans í haust. Sósíalistar trúa að hægt sé að auka frelsi okkar allra, ekki aðeins hinna fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Sósíalismi snýst um að auk frelsi og að frelsa verka og launafólk undan ofríki kapítalismans þar sem atvinnumissir getur endað í skuldafeni og fátækt. Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi, efnahagslegt réttlæti og lýðræði svo sem flestir geta látið drauma sína rætast. Sósíalistar vilja samfélag þar sem launafólk þarf ekki að óttast afleiðingar atvinnumissis, að missa húsnæðið sitt, eða vera plagað af fjárhagsáhyggjum ef það veikist. Frelsi er að hafa aðgang að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að steypa sér í skuldir ofan á veikindin. Frelsi er að búa við húsnæðisöryggi þar sem meirihluti tekna þinna rennur ekki til leigusala. Húsnæði þar sem fólk þarf ekki að flytja annað hvert ár. Frelsi er að vita að þú og börnin þín hafið aðgang að sömu menntun og aðrir þó þið séuð ekki efnuð. Frelsi er að fá að búa í þínum heimabæ þó svo að kvótinn hafi farið fyrir löngu. Frelsi er að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og sumarfríi. Frelsi er að þurfa ekki að fljúga til Reykjavíkur til að fara til læknis. Frelsi er að vera smábátasjómaður og veiða fiskinn í sjónum, því þetta er fiskurinn okkar. Frelsi er að fá að fæða börnin þín í þinni heimabyggð en ekki uppi á heiði í sjúkrabíl. Frelsi er að óttast ekki að missa vinnuna því þú veist að samfélagið mun grípa þig. Frelsi er að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn þinn byggist upp og hvort fjörðurinn verði notaður undir laxeldi. Frelsi er að koma að ákvörðunum sem varða líf þitt, hvort sem það er í samfélaginu eða vinnustaðnum. Frelsi er að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu virtar. Og frelsi er að geta tjáð skoðanir sínar án þess að óttast að missa vinnuna. Frelsi er ekki aðeins frelsi til þess að græða og verða ríkur. Takmarkalaust frelsi til að auðgast bitnar á samfélaginu því slíkt leiðir til ójafnaðar og fátæktar þegar hin ríku sölsa sífellt undir sig stærri hluta samfélagsins. Hugmyndin um að kapítalismi auki frelsi er snjöll. Þannig er raunveruleikanum snúið á haus því kerfi sem byggir á stéttaskiptingu og ótta, þar sem auður og eignir eru að mestu undir stjórn örfárra, og þar sem sífellt stærri hluti samfélagsins er einkavæddur og markaðsvæddur, getur aldrei tryggt frelsi nema útvaldra. Á markaði fær sá að kaupa sem býður mest. Í kapítalismanum er auður hinna ríku byggður á vinnu, svita og tárum verkafólks. Verkafólks sem oft nær varla endum saman þar sem húsnæðiskostnaður vex stjórnlaust. Hverskonar réttlæti er það og hverskonar frelsi er það? Staðreyndin er sú að við áttum eitt sinn gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Eitt sinn byggðum við skóla, hafnir, sjúkrahús og innviði um allt land með arðinum af sjávarauðlindinni. Við áttum kerfi þar sem smábátasjómenn gátu veitt fisk og byggt afkomu sína á slíkum veiðum. Íslendingar börðust saman fyrir almennum kosningarétti, almannatryggingum, og réttinum til sumarfrís og atvinnuleysisbóta. Við börðumst saman í þorskastríðunum. Sagan er full af dæmum um stórkostlega sigra almennings í átt til aukins frelsis. Kjósum með frelsi og gegn ofríki og vangetu kapítalismans í haust. Sósíalistar trúa að hægt sé að auka frelsi okkar allra, ekki aðeins hinna fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar