Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi Andri Sigurðsson skrifar 17. júní 2021 11:01 Sósíalismi snýst um að auk frelsi og að frelsa verka og launafólk undan ofríki kapítalismans þar sem atvinnumissir getur endað í skuldafeni og fátækt. Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi, efnahagslegt réttlæti og lýðræði svo sem flestir geta látið drauma sína rætast. Sósíalistar vilja samfélag þar sem launafólk þarf ekki að óttast afleiðingar atvinnumissis, að missa húsnæðið sitt, eða vera plagað af fjárhagsáhyggjum ef það veikist. Frelsi er að hafa aðgang að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að steypa sér í skuldir ofan á veikindin. Frelsi er að búa við húsnæðisöryggi þar sem meirihluti tekna þinna rennur ekki til leigusala. Húsnæði þar sem fólk þarf ekki að flytja annað hvert ár. Frelsi er að vita að þú og börnin þín hafið aðgang að sömu menntun og aðrir þó þið séuð ekki efnuð. Frelsi er að fá að búa í þínum heimabæ þó svo að kvótinn hafi farið fyrir löngu. Frelsi er að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og sumarfríi. Frelsi er að þurfa ekki að fljúga til Reykjavíkur til að fara til læknis. Frelsi er að vera smábátasjómaður og veiða fiskinn í sjónum, því þetta er fiskurinn okkar. Frelsi er að fá að fæða börnin þín í þinni heimabyggð en ekki uppi á heiði í sjúkrabíl. Frelsi er að óttast ekki að missa vinnuna því þú veist að samfélagið mun grípa þig. Frelsi er að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn þinn byggist upp og hvort fjörðurinn verði notaður undir laxeldi. Frelsi er að koma að ákvörðunum sem varða líf þitt, hvort sem það er í samfélaginu eða vinnustaðnum. Frelsi er að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu virtar. Og frelsi er að geta tjáð skoðanir sínar án þess að óttast að missa vinnuna. Frelsi er ekki aðeins frelsi til þess að græða og verða ríkur. Takmarkalaust frelsi til að auðgast bitnar á samfélaginu því slíkt leiðir til ójafnaðar og fátæktar þegar hin ríku sölsa sífellt undir sig stærri hluta samfélagsins. Hugmyndin um að kapítalismi auki frelsi er snjöll. Þannig er raunveruleikanum snúið á haus því kerfi sem byggir á stéttaskiptingu og ótta, þar sem auður og eignir eru að mestu undir stjórn örfárra, og þar sem sífellt stærri hluti samfélagsins er einkavæddur og markaðsvæddur, getur aldrei tryggt frelsi nema útvaldra. Á markaði fær sá að kaupa sem býður mest. Í kapítalismanum er auður hinna ríku byggður á vinnu, svita og tárum verkafólks. Verkafólks sem oft nær varla endum saman þar sem húsnæðiskostnaður vex stjórnlaust. Hverskonar réttlæti er það og hverskonar frelsi er það? Staðreyndin er sú að við áttum eitt sinn gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Eitt sinn byggðum við skóla, hafnir, sjúkrahús og innviði um allt land með arðinum af sjávarauðlindinni. Við áttum kerfi þar sem smábátasjómenn gátu veitt fisk og byggt afkomu sína á slíkum veiðum. Íslendingar börðust saman fyrir almennum kosningarétti, almannatryggingum, og réttinum til sumarfrís og atvinnuleysisbóta. Við börðumst saman í þorskastríðunum. Sagan er full af dæmum um stórkostlega sigra almennings í átt til aukins frelsis. Kjósum með frelsi og gegn ofríki og vangetu kapítalismans í haust. Sósíalistar trúa að hægt sé að auka frelsi okkar allra, ekki aðeins hinna fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Sósíalismi snýst um að auk frelsi og að frelsa verka og launafólk undan ofríki kapítalismans þar sem atvinnumissir getur endað í skuldafeni og fátækt. Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi, efnahagslegt réttlæti og lýðræði svo sem flestir geta látið drauma sína rætast. Sósíalistar vilja samfélag þar sem launafólk þarf ekki að óttast afleiðingar atvinnumissis, að missa húsnæðið sitt, eða vera plagað af fjárhagsáhyggjum ef það veikist. Frelsi er að hafa aðgang að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að steypa sér í skuldir ofan á veikindin. Frelsi er að búa við húsnæðisöryggi þar sem meirihluti tekna þinna rennur ekki til leigusala. Húsnæði þar sem fólk þarf ekki að flytja annað hvert ár. Frelsi er að vita að þú og börnin þín hafið aðgang að sömu menntun og aðrir þó þið séuð ekki efnuð. Frelsi er að fá að búa í þínum heimabæ þó svo að kvótinn hafi farið fyrir löngu. Frelsi er að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og sumarfríi. Frelsi er að þurfa ekki að fljúga til Reykjavíkur til að fara til læknis. Frelsi er að vera smábátasjómaður og veiða fiskinn í sjónum, því þetta er fiskurinn okkar. Frelsi er að fá að fæða börnin þín í þinni heimabyggð en ekki uppi á heiði í sjúkrabíl. Frelsi er að óttast ekki að missa vinnuna því þú veist að samfélagið mun grípa þig. Frelsi er að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn þinn byggist upp og hvort fjörðurinn verði notaður undir laxeldi. Frelsi er að koma að ákvörðunum sem varða líf þitt, hvort sem það er í samfélaginu eða vinnustaðnum. Frelsi er að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu virtar. Og frelsi er að geta tjáð skoðanir sínar án þess að óttast að missa vinnuna. Frelsi er ekki aðeins frelsi til þess að græða og verða ríkur. Takmarkalaust frelsi til að auðgast bitnar á samfélaginu því slíkt leiðir til ójafnaðar og fátæktar þegar hin ríku sölsa sífellt undir sig stærri hluta samfélagsins. Hugmyndin um að kapítalismi auki frelsi er snjöll. Þannig er raunveruleikanum snúið á haus því kerfi sem byggir á stéttaskiptingu og ótta, þar sem auður og eignir eru að mestu undir stjórn örfárra, og þar sem sífellt stærri hluti samfélagsins er einkavæddur og markaðsvæddur, getur aldrei tryggt frelsi nema útvaldra. Á markaði fær sá að kaupa sem býður mest. Í kapítalismanum er auður hinna ríku byggður á vinnu, svita og tárum verkafólks. Verkafólks sem oft nær varla endum saman þar sem húsnæðiskostnaður vex stjórnlaust. Hverskonar réttlæti er það og hverskonar frelsi er það? Staðreyndin er sú að við áttum eitt sinn gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Eitt sinn byggðum við skóla, hafnir, sjúkrahús og innviði um allt land með arðinum af sjávarauðlindinni. Við áttum kerfi þar sem smábátasjómenn gátu veitt fisk og byggt afkomu sína á slíkum veiðum. Íslendingar börðust saman fyrir almennum kosningarétti, almannatryggingum, og réttinum til sumarfrís og atvinnuleysisbóta. Við börðumst saman í þorskastríðunum. Sagan er full af dæmum um stórkostlega sigra almennings í átt til aukins frelsis. Kjósum með frelsi og gegn ofríki og vangetu kapítalismans í haust. Sósíalistar trúa að hægt sé að auka frelsi okkar allra, ekki aðeins hinna fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar