„Sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júní 2021 16:01 Alexander Isak var valinn maður leiksins í kvöld. UEFA via Getty Images/Gonzalo Arroyo Alexander Isak, framherji sænska landsliðsins, var valinn maður leiksins eftir 1-0 sigur liðsins á Slóvakíu í E-riðli Evrópumótins í dag. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport usu lofi yfir unga framherjann eftir leik. „Stórkostleg frammistaða hjá Isak og greinilegt að Svíarnir eru í ágætis málum fram á við með hann þarna fyrir restina af mótinu.“ sagði Arnar Sveinn Geirsson um Isak eftir leik. Isak ógnaði ítrekað með hraða sínum, tækni og styrk þar sem hann skapaði flest allt jákvætt fram á við hjá þeim sænsku í leiknum. „Frábært fyrir hann að eiga svona frammistöðu. Munurinn sem ég sé helst í þessu hjá Slóvökunum í seinni hálfleik er að ákefðin virðist detta aðeins niður hjá þeim. Þeir höfðu til dæmis virkilega góðar gætur á Lewandowski allan leikinn á móti Póllandi. Í seinni hálfleik, sér maður í þessum klippum, að hann fær að snúa með hann rétt fyrir utan teig sem að Lewandowski hafði aldrei tækifæri á að gera. Þannig nær hann meðal annars að búa til dauðafæri og vítið líka.“ bætti Arnar Sveinn við. Certified baller Alexander Isak = Star of the Match after another majestic display Did you predict that? @Heineken | #EUROSOTM | #EURO2020 pic.twitter.com/TtB2ash5fH— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Ósanngjarnt að bera hann saman við Zlatan Isak fetar í stór fótspor í sænska liðinu en goðsögnin Zlatan Ibrahimovic missir af mótinu vegna meiðsla. Ólafur Kristjánsson segir þó ósanngjarnt, líkt og Zlatan hefur sagt sjálfur, að bera þá tvo saman. „Þessi umræða um að Zlatan sé ekki með og allt það, það væri kannski ekki rétt að setja á drenginn það að þurfa að fylla í hans skó en það sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir, við sjáum þessi gæði. Zlatan sjálfur hefur talað um það, þó hann tali um sjálfan sig í þriðju persónu, að það sé ekki rétt að setja það á herðar þessa pilts að líkja honum við Zlatan.“ segir Ólafur. Svíar eru með fjögur stig og markatöluna 1-0 eftir fyrstu tvo leiki sína á mótinu, sá fyrri var 0-0 jafntefli við Spánverja í fyrstu umferðinni. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum en eftir sigur dagsins er þriðja sæti riðilsins að minnsta kosti tryggt. Spánn og Pólland mætast í E-riðlinum klukkan 19:00 annað kvöld en síðasta umferðin fer fram 23. júní. Þar mæta Svíar þeim pólsku í lokaleik sínum í riðlinum. Helstu spretti Isaks og umræðuna um hann má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: EM í dag - Umræða um Alexander Isak EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
„Stórkostleg frammistaða hjá Isak og greinilegt að Svíarnir eru í ágætis málum fram á við með hann þarna fyrir restina af mótinu.“ sagði Arnar Sveinn Geirsson um Isak eftir leik. Isak ógnaði ítrekað með hraða sínum, tækni og styrk þar sem hann skapaði flest allt jákvætt fram á við hjá þeim sænsku í leiknum. „Frábært fyrir hann að eiga svona frammistöðu. Munurinn sem ég sé helst í þessu hjá Slóvökunum í seinni hálfleik er að ákefðin virðist detta aðeins niður hjá þeim. Þeir höfðu til dæmis virkilega góðar gætur á Lewandowski allan leikinn á móti Póllandi. Í seinni hálfleik, sér maður í þessum klippum, að hann fær að snúa með hann rétt fyrir utan teig sem að Lewandowski hafði aldrei tækifæri á að gera. Þannig nær hann meðal annars að búa til dauðafæri og vítið líka.“ bætti Arnar Sveinn við. Certified baller Alexander Isak = Star of the Match after another majestic display Did you predict that? @Heineken | #EUROSOTM | #EURO2020 pic.twitter.com/TtB2ash5fH— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Ósanngjarnt að bera hann saman við Zlatan Isak fetar í stór fótspor í sænska liðinu en goðsögnin Zlatan Ibrahimovic missir af mótinu vegna meiðsla. Ólafur Kristjánsson segir þó ósanngjarnt, líkt og Zlatan hefur sagt sjálfur, að bera þá tvo saman. „Þessi umræða um að Zlatan sé ekki með og allt það, það væri kannski ekki rétt að setja á drenginn það að þurfa að fylla í hans skó en það sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir, við sjáum þessi gæði. Zlatan sjálfur hefur talað um það, þó hann tali um sjálfan sig í þriðju persónu, að það sé ekki rétt að setja það á herðar þessa pilts að líkja honum við Zlatan.“ segir Ólafur. Svíar eru með fjögur stig og markatöluna 1-0 eftir fyrstu tvo leiki sína á mótinu, sá fyrri var 0-0 jafntefli við Spánverja í fyrstu umferðinni. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum en eftir sigur dagsins er þriðja sæti riðilsins að minnsta kosti tryggt. Spánn og Pólland mætast í E-riðlinum klukkan 19:00 annað kvöld en síðasta umferðin fer fram 23. júní. Þar mæta Svíar þeim pólsku í lokaleik sínum í riðlinum. Helstu spretti Isaks og umræðuna um hann má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: EM í dag - Umræða um Alexander Isak
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00