Mögnuð endurkoma í sögulegum sigri Clippers - Oddaleikur framundan í Philadelphiu Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 09:30 Terance Mann og Reggie Jackson fóru báðir mikinn í sögulegum sigri Clippers. Getty Images/Kevork Djansezian Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tryggðu sæti sitt í úrslitum Vesturdeildarinnar og Philadelphia 76ers héldu vonum sínum á lífi með naumum sigri á Atlanta Hawks austanmegin. Eftir sitthvorn þriggja stiga sigur Hawks í síðustu tveimur leikjum var ekki síður búist við spennandi viðureign milli Philadelphiu 76ers og Atlanta Hawks í Atlanta í gærkvöld. Sigur myndi duga heimamönnum áfram þar sem þeir leiddu einvígið 3-2. Þeir byrjuði betur í leik sem varð vissulega jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-22 fyrir þá rauðklæddu en í hálfleik var hún 51-47 fyrir Atlanta. Gestirnir sýndu styrk sinn eftir hálfleikinn þar sem þeir fóru á 14-0 kafla til að komast tíu stigum yfir, 61-51. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill en 76ers héldu forystunni til loka og knúðu þannig fram oddaleik í seríunni. 24 points & 6 threes for @sdotcurry power the @sixers in Game 6! #ThatsGame #NBAPlayoffs GAME 7 - Sunday, 8pm/et, TNT pic.twitter.com/A4ribv2azB— NBA (@NBA) June 19, 2021 Seth Curry var öflugur í liði Philadelphiu, með 24 stig þar sem sex af níu þriggja stiga skotum hans fóru niður. Tobias Harris var með sama stigafjölda og Joel Embiid með 22 stig auk 13 frákasta. Tyrese Maxey kom þá sterkur af bekknum með 16 stig. Trae Young var allt í öllu hjá Hawks með 34 stig og tólf stoðsendingar. @TyreseMaxey's #NBAPlayoffs career-high 16 points provided a spark off the bench for the @sixers as they force GAME 7! #ThatsGame Sunday, 8 PM ET, TNT pic.twitter.com/xV9vBsTJLe— NBA (@NBA) June 19, 2021 Í Vesturdeildinni voru Los Angeles Clippers með 3-2 forystu í einvígi sínu gegn Utah Jazz fyrir leik þeirra í borg englanna í gærkvöld. Gestirnir fóru þar mikinn í öðrum leikhluta og leiddu 72-50 í hálfleik. Clippers svöruðu fyrir sig í þriðja leikhlutanum með 41 stigi gegn 22 stigum Utah og bættu 40 stigum til viðbótar gegn 25 stigum gestanna í fjórða leikhlutanum. 81 stig Clippers liðsins í síðari leikhlutunum tveimur lögðu því grunninn að mögnuðum 131-119 sigri liðsins. @Reggie_Jackson's 27 PTS, 10 AST, 3 STL help the @LAClippers come back from 25 down and clinch the first #NBAWCF presented by AT&T berth in franchise history! #ThatsGame #NBAPlayoffs Game 1 - Sunday, 3:30 PM ET, ABC pic.twitter.com/XdqYMmweFY— NBA (@NBA) June 19, 2021 Mest hafði Utah komist 25 stigum yfir í leiknum og er sá viðsnúningur sá stærsti í leik sem útkljáir seríu í úrslitakeppninni í 25 ár. Um er að ræða aðra seríuna í röð þar sem Clippers tapa fyrstu tveimur leikjunum, en vinna næstu fjóra til að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Clippers eru nú komnir í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins en þar bíður þeirra lið Phoenix Suns sem sópaði Denver Nuggets í undanúrslitunum. PG-13 did it all in Game 6. 28 PTS9 REB7 AST3 STLThe @LAClippers are #NBAWCF presented by AT&T bound, with Game 1 vs. PHX on Sunday at 3:30pm/et on ABC. #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/gDWVBgMoxt— NBA (@NBA) June 19, 2021 Terance Mann skoraði sinn hæsta stigafjölda í leik á ferlinum í leiknum, 39 stig fyrir Clippers, Paul George var með 28 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar og þá var Reggie Jackson með 27 stig og tíu stoðsendingar. Í liði Jazz var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 39 stig en Royce O'Neale með 21 stig og tíu fráköst. Jordan Clarkson skoraði þá 21 stig af bekknum. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Eftir sitthvorn þriggja stiga sigur Hawks í síðustu tveimur leikjum var ekki síður búist við spennandi viðureign milli Philadelphiu 76ers og Atlanta Hawks í Atlanta í gærkvöld. Sigur myndi duga heimamönnum áfram þar sem þeir leiddu einvígið 3-2. Þeir byrjuði betur í leik sem varð vissulega jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-22 fyrir þá rauðklæddu en í hálfleik var hún 51-47 fyrir Atlanta. Gestirnir sýndu styrk sinn eftir hálfleikinn þar sem þeir fóru á 14-0 kafla til að komast tíu stigum yfir, 61-51. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill en 76ers héldu forystunni til loka og knúðu þannig fram oddaleik í seríunni. 24 points & 6 threes for @sdotcurry power the @sixers in Game 6! #ThatsGame #NBAPlayoffs GAME 7 - Sunday, 8pm/et, TNT pic.twitter.com/A4ribv2azB— NBA (@NBA) June 19, 2021 Seth Curry var öflugur í liði Philadelphiu, með 24 stig þar sem sex af níu þriggja stiga skotum hans fóru niður. Tobias Harris var með sama stigafjölda og Joel Embiid með 22 stig auk 13 frákasta. Tyrese Maxey kom þá sterkur af bekknum með 16 stig. Trae Young var allt í öllu hjá Hawks með 34 stig og tólf stoðsendingar. @TyreseMaxey's #NBAPlayoffs career-high 16 points provided a spark off the bench for the @sixers as they force GAME 7! #ThatsGame Sunday, 8 PM ET, TNT pic.twitter.com/xV9vBsTJLe— NBA (@NBA) June 19, 2021 Í Vesturdeildinni voru Los Angeles Clippers með 3-2 forystu í einvígi sínu gegn Utah Jazz fyrir leik þeirra í borg englanna í gærkvöld. Gestirnir fóru þar mikinn í öðrum leikhluta og leiddu 72-50 í hálfleik. Clippers svöruðu fyrir sig í þriðja leikhlutanum með 41 stigi gegn 22 stigum Utah og bættu 40 stigum til viðbótar gegn 25 stigum gestanna í fjórða leikhlutanum. 81 stig Clippers liðsins í síðari leikhlutunum tveimur lögðu því grunninn að mögnuðum 131-119 sigri liðsins. @Reggie_Jackson's 27 PTS, 10 AST, 3 STL help the @LAClippers come back from 25 down and clinch the first #NBAWCF presented by AT&T berth in franchise history! #ThatsGame #NBAPlayoffs Game 1 - Sunday, 3:30 PM ET, ABC pic.twitter.com/XdqYMmweFY— NBA (@NBA) June 19, 2021 Mest hafði Utah komist 25 stigum yfir í leiknum og er sá viðsnúningur sá stærsti í leik sem útkljáir seríu í úrslitakeppninni í 25 ár. Um er að ræða aðra seríuna í röð þar sem Clippers tapa fyrstu tveimur leikjunum, en vinna næstu fjóra til að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Clippers eru nú komnir í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins en þar bíður þeirra lið Phoenix Suns sem sópaði Denver Nuggets í undanúrslitunum. PG-13 did it all in Game 6. 28 PTS9 REB7 AST3 STLThe @LAClippers are #NBAWCF presented by AT&T bound, with Game 1 vs. PHX on Sunday at 3:30pm/et on ABC. #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/gDWVBgMoxt— NBA (@NBA) June 19, 2021 Terance Mann skoraði sinn hæsta stigafjölda í leik á ferlinum í leiknum, 39 stig fyrir Clippers, Paul George var með 28 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar og þá var Reggie Jackson með 27 stig og tíu stoðsendingar. Í liði Jazz var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 39 stig en Royce O'Neale með 21 stig og tíu fráköst. Jordan Clarkson skoraði þá 21 stig af bekknum.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira