Stóra táin á Durant réði úrslitum - Milwaukee áfram eftir oddaleik Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 09:30 Durant og Antetokounmpo í baráttunni í leik næturinnar. Getty Images/ Elsa Milwaukee Bucks unnu frækinn 115-111 útisigur á Brooklyn Nets í oddaleik liðanna um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Spennan í leiknum var gríðarleg. Liðin mættust í New Jersey í gærkvöld í jöfnum leik. Brooklyn-liðið, leitt af Kevin Durant, var með yfirhöndina framan af og leiddi með sex stiga mun í hálfleik, 53-47. Eftir þriðja leikhlutann var staðan orðin 82-81 fyrir Milwaukee og liðin skiptust á forystunni í lokaleikhlutanum. Alls skiptust þau 20 sinnum á forystunni í leiknum en það var lið Milwaukee sem leiddi 109-107 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Það féll í hendur Kevins Durant að reyna við sigurskotið fyrir Brooklyn í lokin sem fór niður við mikil fagnaðarlæti þegar ein sekúnda var á klukkunni. KD FORCES OVERTIME IN GAME 7! Don't miss OT in this WIN or GO HOME GAME 7 on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/ntJWam9snL— NBA (@NBA) June 20, 2021 Durant hafði hins vegar rekið stóru tánna á þriggja stiga línuna og fékk því aðeins tvö stig í stað þriggja. Hann jafnaði leikinn 109-109 og framlengja þurfti. Þetta var fyrsti framlengdi oddaleikurinn í NBA í 15 ár, og sýnilegt stress var í liðunum. Einungis átta stig voru skoruð í framlengingunni þar sem Bucks höfðu betur með sex stig gegn tveimur stigum Nets, lokastaðan því 115-111 fyrir Milwaukee Bucks sem eru komnir í úrslit Austurdeildarinnar. A FANTASTIC GAME 7 FINISH... relive the best plays down the stretch as the @Bucks outlasted Brooklyn in an OT thriller! #ThatsGame Milwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TLSjhqGV5v— NBA (@NBA) June 20, 2021 Hélt hann hefði klárað dæmið „Stóri bevítans fóturinn minn [my big ass foot] steig á línuna,“ sagði Durant eftir leik. „Ég sá hversu nálægt ég var að loka tímabilinu með þessu skoti,“ bætti hann við. Durant átti frábæran leik og skoraði 48 stig fyrir Nets. „Við vorum heppnir að táin hans var á línunni og þeir kölluðu þetta tvist,“ sagði Khris Middleton, sem skoraði lokakörfu Bucks í framlengingunni. „En eftir að hann hittir úr þessu skoti, gleymdu því, það var enn leikur sem þurfti að spila. Leikurinn var ekki búinn þarna.“ Khris Middleton came up HUGE in the @Bucks Game 7 win, knocking down the late go-ahead jumper in OT! #ThatsGame 23 PTS 10 REB 6 AST 5 STLMilwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/jtxsFvPMUy— NBA (@NBA) June 20, 2021 Annar oddaleikur í kvöld Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig fyrir Milwaukee í gær auk þess að taka 13 fráköst. Middleton, félagi hans, skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir liðið. Durant fór fyrir Brooklyn með 48 stig en James Harden var með 22 stig en skoraði aðeins úr fimm af 17 tilraunum sínum í leiknum, tíu stiga hans komu af vítalínunni. Milwaukee Bucks munu eftir sigurinn leika til úrslita í Austurdeildinni þar sem liðið mætir annað hvort Philadelphia 76ers eða Atlanta Hawks. Þau leika oddaleik í kvöld, á miðnætti, og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Liðin mættust í New Jersey í gærkvöld í jöfnum leik. Brooklyn-liðið, leitt af Kevin Durant, var með yfirhöndina framan af og leiddi með sex stiga mun í hálfleik, 53-47. Eftir þriðja leikhlutann var staðan orðin 82-81 fyrir Milwaukee og liðin skiptust á forystunni í lokaleikhlutanum. Alls skiptust þau 20 sinnum á forystunni í leiknum en það var lið Milwaukee sem leiddi 109-107 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Það féll í hendur Kevins Durant að reyna við sigurskotið fyrir Brooklyn í lokin sem fór niður við mikil fagnaðarlæti þegar ein sekúnda var á klukkunni. KD FORCES OVERTIME IN GAME 7! Don't miss OT in this WIN or GO HOME GAME 7 on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/ntJWam9snL— NBA (@NBA) June 20, 2021 Durant hafði hins vegar rekið stóru tánna á þriggja stiga línuna og fékk því aðeins tvö stig í stað þriggja. Hann jafnaði leikinn 109-109 og framlengja þurfti. Þetta var fyrsti framlengdi oddaleikurinn í NBA í 15 ár, og sýnilegt stress var í liðunum. Einungis átta stig voru skoruð í framlengingunni þar sem Bucks höfðu betur með sex stig gegn tveimur stigum Nets, lokastaðan því 115-111 fyrir Milwaukee Bucks sem eru komnir í úrslit Austurdeildarinnar. A FANTASTIC GAME 7 FINISH... relive the best plays down the stretch as the @Bucks outlasted Brooklyn in an OT thriller! #ThatsGame Milwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TLSjhqGV5v— NBA (@NBA) June 20, 2021 Hélt hann hefði klárað dæmið „Stóri bevítans fóturinn minn [my big ass foot] steig á línuna,“ sagði Durant eftir leik. „Ég sá hversu nálægt ég var að loka tímabilinu með þessu skoti,“ bætti hann við. Durant átti frábæran leik og skoraði 48 stig fyrir Nets. „Við vorum heppnir að táin hans var á línunni og þeir kölluðu þetta tvist,“ sagði Khris Middleton, sem skoraði lokakörfu Bucks í framlengingunni. „En eftir að hann hittir úr þessu skoti, gleymdu því, það var enn leikur sem þurfti að spila. Leikurinn var ekki búinn þarna.“ Khris Middleton came up HUGE in the @Bucks Game 7 win, knocking down the late go-ahead jumper in OT! #ThatsGame 23 PTS 10 REB 6 AST 5 STLMilwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/jtxsFvPMUy— NBA (@NBA) June 20, 2021 Annar oddaleikur í kvöld Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig fyrir Milwaukee í gær auk þess að taka 13 fráköst. Middleton, félagi hans, skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir liðið. Durant fór fyrir Brooklyn með 48 stig en James Harden var með 22 stig en skoraði aðeins úr fimm af 17 tilraunum sínum í leiknum, tíu stiga hans komu af vítalínunni. Milwaukee Bucks munu eftir sigurinn leika til úrslita í Austurdeildinni þar sem liðið mætir annað hvort Philadelphia 76ers eða Atlanta Hawks. Þau leika oddaleik í kvöld, á miðnætti, og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira