Fimm sem stálu fyrirsögnunum í annarri umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2021 11:45 Robin Everardus Gosens, maðurinn á bakvið magnaðan 4-2 sigur Þýskalands á Portúgal. Federico Gambarini/Getty Images Nú þegar annarri umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins. 5. Gareth Bale Stórstjarna Walesverja stóð heldur betur undir nafni er liðið vann frekar óvæntan 2-0 sigur á Tyrkjum í A-riðli. Bale lagði upp bæði mörk liðsins. Fyrra markið var glæsileg sending yfir vörn Tyrkja á Aaron Ramsey sem tók vel við knettinum og lagði hann snyrtilega í netið. Síðara markið skoraði Connor Roberts eftir að Bale óð inn á teig eftir að Wales tók hornspyrnu stutt í uppbótartíma. Bale hefði getað fullkomnað frábæran leik með marki en hann tók eina slökustu vítaspyrnu síðari tíma þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Það kom þó ekki að sök að þessu sinni. 4. Kevin De Bruyne Innkoma Kevin De Bruyne breytti gangi mála á Parken er Belgía sneri stöðunni úr því að vera 1-0 undir gegn Danmörku í að vinna 2-1. De Bruyne var hvíldur í fyrsta leik gegn Rússlandi og eftir mjög tilfinningaþrunginn fyrri hálfleik á Parken kom miðjumaðurinn ferskur inn á og breytti gangi mála. Hann lagði upp fyrra markið eftir frábæran sprett Romelu Lukaku og skoraði síðara markið svo sjálfur. 3. Manuel Locatelli Ítalía byrjar EM af krafti. Tveir 3-0 sigrar komnir í hús og liðið í betri málum en það hefur verið í langan tíma. Manuel Locatelli, 23 ára gamall miðjumaður Sassuolo í Serie A, nýtti heldur betur tækifærið gegn Sviss. Hann skoraði tvívegis og átti frábæran leik. Fyrra markið skoraði hann með hægri fæti eftir gott hlaup inn á teig og það síðara var þrumufleygur með vinstri fæti. Frábær frammistaða og ljóst að Marco Veratti mun ekki labba inn í byrjunarlið Ítala þegar hann verður leikfær á ný. 2. Alexander Isak „Næsti Zlatan“ hefur ekki enn skorað á mótinu en samt sem áður verið allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar sem er komið með fjögur stig eftir markalaust jafntefli gegn Spáni og 1-0 sigur gegn Slóvakíu. Þessi 21 árs gamli framherji hefur sýnt frábæra takta á mótinu þó svo að Svíar hafi eytt mestum tíma sínum á vellinum í vörn. Þegar hann fær boltann skapast alltaf nær hætta upp við mark mótherjanna. 1. Robin Everardus Gosens Hinn hálf þýski og hálf hollenski Robin Gosens var fyrir mót ekki leikmaður sem var talinn líklegur til að einoka fyrirsagnirnar. Hann fékk fyrst tækifæri í þýska liðinu á síðasta ári en þessi 26 ára gamli vinstri bakvörður stal heldur betur senunni í 4-2 sigri Þýskalands á Portúgal. Þjóðverjar urðu að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr dauðariðlinum, sem þeir og gerðu þökk sé frábærri frammistöðu Gosens í stöðu vinstri vængbakvarðar í 3-4-2-1 leikkerfi Joachim Löw. Gosens var ekki lengi að láta til sín taka. Hann skoraði mark sem var dæmt af á fimmtu mínútu og átti skot sem var varið áður en hann átti skot sem Rúben Dias, miðvörður Portúgals, setti í eigið net. Gosens lagði einnig upp þriðja mark Þýskalands áður en hann skoraði það fjórða sjálfur. Frábær frammistaða hjá leikmanni sem var orðinn 25 ára gamall þegar hann fékk loks tækifæri með landsliðinu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 16. júní 2021 07:01 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
5. Gareth Bale Stórstjarna Walesverja stóð heldur betur undir nafni er liðið vann frekar óvæntan 2-0 sigur á Tyrkjum í A-riðli. Bale lagði upp bæði mörk liðsins. Fyrra markið var glæsileg sending yfir vörn Tyrkja á Aaron Ramsey sem tók vel við knettinum og lagði hann snyrtilega í netið. Síðara markið skoraði Connor Roberts eftir að Bale óð inn á teig eftir að Wales tók hornspyrnu stutt í uppbótartíma. Bale hefði getað fullkomnað frábæran leik með marki en hann tók eina slökustu vítaspyrnu síðari tíma þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Það kom þó ekki að sök að þessu sinni. 4. Kevin De Bruyne Innkoma Kevin De Bruyne breytti gangi mála á Parken er Belgía sneri stöðunni úr því að vera 1-0 undir gegn Danmörku í að vinna 2-1. De Bruyne var hvíldur í fyrsta leik gegn Rússlandi og eftir mjög tilfinningaþrunginn fyrri hálfleik á Parken kom miðjumaðurinn ferskur inn á og breytti gangi mála. Hann lagði upp fyrra markið eftir frábæran sprett Romelu Lukaku og skoraði síðara markið svo sjálfur. 3. Manuel Locatelli Ítalía byrjar EM af krafti. Tveir 3-0 sigrar komnir í hús og liðið í betri málum en það hefur verið í langan tíma. Manuel Locatelli, 23 ára gamall miðjumaður Sassuolo í Serie A, nýtti heldur betur tækifærið gegn Sviss. Hann skoraði tvívegis og átti frábæran leik. Fyrra markið skoraði hann með hægri fæti eftir gott hlaup inn á teig og það síðara var þrumufleygur með vinstri fæti. Frábær frammistaða og ljóst að Marco Veratti mun ekki labba inn í byrjunarlið Ítala þegar hann verður leikfær á ný. 2. Alexander Isak „Næsti Zlatan“ hefur ekki enn skorað á mótinu en samt sem áður verið allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar sem er komið með fjögur stig eftir markalaust jafntefli gegn Spáni og 1-0 sigur gegn Slóvakíu. Þessi 21 árs gamli framherji hefur sýnt frábæra takta á mótinu þó svo að Svíar hafi eytt mestum tíma sínum á vellinum í vörn. Þegar hann fær boltann skapast alltaf nær hætta upp við mark mótherjanna. 1. Robin Everardus Gosens Hinn hálf þýski og hálf hollenski Robin Gosens var fyrir mót ekki leikmaður sem var talinn líklegur til að einoka fyrirsagnirnar. Hann fékk fyrst tækifæri í þýska liðinu á síðasta ári en þessi 26 ára gamli vinstri bakvörður stal heldur betur senunni í 4-2 sigri Þýskalands á Portúgal. Þjóðverjar urðu að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr dauðariðlinum, sem þeir og gerðu þökk sé frábærri frammistöðu Gosens í stöðu vinstri vængbakvarðar í 3-4-2-1 leikkerfi Joachim Löw. Gosens var ekki lengi að láta til sín taka. Hann skoraði mark sem var dæmt af á fimmtu mínútu og átti skot sem var varið áður en hann átti skot sem Rúben Dias, miðvörður Portúgals, setti í eigið net. Gosens lagði einnig upp þriðja mark Þýskalands áður en hann skoraði það fjórða sjálfur. Frábær frammistaða hjá leikmanni sem var orðinn 25 ára gamall þegar hann fékk loks tækifæri með landsliðinu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 16. júní 2021 07:01 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 16. júní 2021 07:01