NBA dagsins: Snúningspunkturinn þegar Simmons þorði ekki að skjóta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 15:00 Ben Simmons átti í miklum vandræðum í einvíginu gegn Atlanta Hawks. getty/Tim Nwachukwu Ben Simmons var mikið til umræðu eftir að Philadelphia 76ers tapaði fyrir Atlanta Hawks, 96-103, í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Simmons tók aðeins fjögur skot í leiknum og skýrasta dæmið um hversu ragur hann var kom þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Simmons átti þá greiða leið upp að körfunni en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á Matisse Thybulle sem var í erfiðari stöðu. Brotið var á Thybulle sem setti annað af tveimur vítaskotunum niður. Eftir þetta skoraði Atlanta fimm stig í röð og komst sex stigum yfir, 93-87. „Ef ég á að vera hreinskilinn var snúningspunkturinn þegar við, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, vorum með opið skot, settum niður eitt víti en klúðruðum hinu og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Joel Embiid, miðherji Philadelphia, eftir leikinn. Umrætt atvik má sjá á mínútu 6:13 í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: NBA dagsins 21. júní Simmons gaf vissulega þrettán stoðsendingar í leiknum og spilaði góða vörn á Trae Young sem hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum. En Ástralinn átti í miklum vandræðum í sókninni í einvíginu gegn Atlanta. Í fimm af sjö leikjum reyndi hann ekki skot í 4. leikhluta og gekk bölvanlega á vítalínunni. Simmons var með 33 prósent vítanýtingu gegn Atlanta og aðeins 34,2 prósent vítanýtingu í úrslitakeppninni. Enginn leikmaður sem hefur tekið að minnsta kosti sjötíu víti hefur verið með slakari vítanýtingu en Simmons í sögu úrslitakeppninnar. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia, kom nánast með vantrauststillögu á Simmons þegar hann spurður að því hvort liðið gæti orðið meistari með hann sem sinn aðalleikstjórnanda. „Ég veit ekki svarið við því núna,“ sagði Rivers en Philadelphia hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit Austurdeildarinnar með Simmons og Embiid sem sína aðalmenn. Embiid skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig en þurfti 24 skot til þess. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Kevin Huerter setti persónulegt met með því að skora 27 stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Philadelphia og Atlanta sem og leik Phoenix Suns og Los Angeles Clippers, auk viðtala við Huerter og Devin Booker og flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Simmons tók aðeins fjögur skot í leiknum og skýrasta dæmið um hversu ragur hann var kom þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Simmons átti þá greiða leið upp að körfunni en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á Matisse Thybulle sem var í erfiðari stöðu. Brotið var á Thybulle sem setti annað af tveimur vítaskotunum niður. Eftir þetta skoraði Atlanta fimm stig í röð og komst sex stigum yfir, 93-87. „Ef ég á að vera hreinskilinn var snúningspunkturinn þegar við, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, vorum með opið skot, settum niður eitt víti en klúðruðum hinu og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Joel Embiid, miðherji Philadelphia, eftir leikinn. Umrætt atvik má sjá á mínútu 6:13 í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: NBA dagsins 21. júní Simmons gaf vissulega þrettán stoðsendingar í leiknum og spilaði góða vörn á Trae Young sem hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum. En Ástralinn átti í miklum vandræðum í sókninni í einvíginu gegn Atlanta. Í fimm af sjö leikjum reyndi hann ekki skot í 4. leikhluta og gekk bölvanlega á vítalínunni. Simmons var með 33 prósent vítanýtingu gegn Atlanta og aðeins 34,2 prósent vítanýtingu í úrslitakeppninni. Enginn leikmaður sem hefur tekið að minnsta kosti sjötíu víti hefur verið með slakari vítanýtingu en Simmons í sögu úrslitakeppninnar. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia, kom nánast með vantrauststillögu á Simmons þegar hann spurður að því hvort liðið gæti orðið meistari með hann sem sinn aðalleikstjórnanda. „Ég veit ekki svarið við því núna,“ sagði Rivers en Philadelphia hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit Austurdeildarinnar með Simmons og Embiid sem sína aðalmenn. Embiid skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig en þurfti 24 skot til þess. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Kevin Huerter setti persónulegt met með því að skora 27 stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Philadelphia og Atlanta sem og leik Phoenix Suns og Los Angeles Clippers, auk viðtala við Huerter og Devin Booker og flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira