Neita yfirvöldum um heimild til að nota brómódíólón gegn músaplágunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 09:59 Yfirvöld segja músafaraldurinn fordæmalausan. AP/Rick Rycroft Ástralska stofnunin sem hefur eftirlit með notkun dýralyfja og meindýraeiturs hefur hafnað umsókn yfirvalda í Nýju Suður Wales um að fá að nota brómadíólón til að vernda uppskeru frá músaplágu í ríkinu. Brómódíólón kemur í veg fyrir upptöku K vítamíns í líkamanum, sem er nauðsynlegur þáttur í storknun blóðsins. Þegar það er notað sem meindýraeitur getur það valdið því að dýrum á borð við mýs og rottur blæðir út á aðeins um sólahring en það er illa séð sökum þess að það getur borist í önnur dýr sem leggja sér nagdýrin til munns. Þar ber meðal annars að nefna arnar- og uglutegundir en vísindamenn og umhverfisverndarsinnar hafa einnig lýst áhyggjum yfir því að aukin notkun brómódíólóns í Ástralíu gæti haft afar skaðvænleg áhrif á nokkrar tegundir páfagauka. Adam Marshall, landbúnaðarráðherra Nýju Suður Wales, hafði áður lýst því yfir að yfirvöld hefðu tryggt sér 10 þúsund lítra af brómódíólóni til að „napalm-sprengja mýs“ í sveitum ríkisins en segist nú munu hlíta ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar. Eftirlitsstofnunin hefur heimilað notkun sink-fosfats, sem hefur einnig skaðleg áhrif á umhverfið en er ekki jafn langvirkandi. Hinn yfirstandandi músafaraldur hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á uppskeru í Nýju Suður Wales og skemmdum á heimilum, byggingum og vélbúnaði. Þá hafa fregnir borist af hrúgum af dauðum músum, bitnum börnum og óvelkomnum bólfélögum. Mýsnar hafa valdið gríðarlegu tjóni á uppskeru og ýmsum vélbúnaði.AP/Rick Rycroft Ástralía Umhverfismál Dýr Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Brómódíólón kemur í veg fyrir upptöku K vítamíns í líkamanum, sem er nauðsynlegur þáttur í storknun blóðsins. Þegar það er notað sem meindýraeitur getur það valdið því að dýrum á borð við mýs og rottur blæðir út á aðeins um sólahring en það er illa séð sökum þess að það getur borist í önnur dýr sem leggja sér nagdýrin til munns. Þar ber meðal annars að nefna arnar- og uglutegundir en vísindamenn og umhverfisverndarsinnar hafa einnig lýst áhyggjum yfir því að aukin notkun brómódíólóns í Ástralíu gæti haft afar skaðvænleg áhrif á nokkrar tegundir páfagauka. Adam Marshall, landbúnaðarráðherra Nýju Suður Wales, hafði áður lýst því yfir að yfirvöld hefðu tryggt sér 10 þúsund lítra af brómódíólóni til að „napalm-sprengja mýs“ í sveitum ríkisins en segist nú munu hlíta ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar. Eftirlitsstofnunin hefur heimilað notkun sink-fosfats, sem hefur einnig skaðleg áhrif á umhverfið en er ekki jafn langvirkandi. Hinn yfirstandandi músafaraldur hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á uppskeru í Nýju Suður Wales og skemmdum á heimilum, byggingum og vélbúnaði. Þá hafa fregnir borist af hrúgum af dauðum músum, bitnum börnum og óvelkomnum bólfélögum. Mýsnar hafa valdið gríðarlegu tjóni á uppskeru og ýmsum vélbúnaði.AP/Rick Rycroft
Ástralía Umhverfismál Dýr Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira