Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 09:46 Ásgeir Sigurgeirsson er kominn með farseðil til Tókýó. isi.is Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. Í gær varð ljóst að skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson færi á sína aðra Ólympíuleika. Hann keppti einnig á leikunum í London árið 2012, bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu, og var afar nálægt því að komast í úrslit. Áður hafði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggt sér sæti á sínum þriðju Ólympíuleikum, í 200 metra bringusundi. Ásgeir fékk svokallað kvótapláss inn á leikana í Tókýó, í loftskammbyssukeppni. Alþjóðaskotíþróttasambandið úthlutar kvótasætum. Ásgeir keppir laugardaginn 24. júlí. Eins og fyrr segir mun fleira íslenskt íþróttafólk fá farseðil til Tókýó, jafnvel þó að fleiri nái ekki ákveðnum ólympíulágmörkum sem í mörgum greinum er hægt að ná fram til 29. júní. Í ljósi þess að Anton Sveinn hefur tryggt sér sæti á leikunum mun til að mynda ein íslensk sundkona fá boð á leikana. Í frjálsíþróttum mun Ísland einnig fá boð fyrir einn keppanda en ágætar líkur virðast vera á því að kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komist á leikana í gegnum stöðu á heimslista, sem myndi þýða að Ísland fengi sæti fyrir eina frjálsíþróttakonu að auki. Íslenskir þjálfarar og starfsfólk á vegum ÍSÍ verður einnig á leikunum. Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Þórir Hergeirsson stýra þar liðum. Alfreð er með karlalið Þýskalands, Dagur með karlalið Japans, Aron með karlalið Bareins og Þórir með kvennalið Noregs. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson á einnig fulltrúa í keppni á leikunum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Í gær varð ljóst að skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson færi á sína aðra Ólympíuleika. Hann keppti einnig á leikunum í London árið 2012, bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu, og var afar nálægt því að komast í úrslit. Áður hafði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggt sér sæti á sínum þriðju Ólympíuleikum, í 200 metra bringusundi. Ásgeir fékk svokallað kvótapláss inn á leikana í Tókýó, í loftskammbyssukeppni. Alþjóðaskotíþróttasambandið úthlutar kvótasætum. Ásgeir keppir laugardaginn 24. júlí. Eins og fyrr segir mun fleira íslenskt íþróttafólk fá farseðil til Tókýó, jafnvel þó að fleiri nái ekki ákveðnum ólympíulágmörkum sem í mörgum greinum er hægt að ná fram til 29. júní. Í ljósi þess að Anton Sveinn hefur tryggt sér sæti á leikunum mun til að mynda ein íslensk sundkona fá boð á leikana. Í frjálsíþróttum mun Ísland einnig fá boð fyrir einn keppanda en ágætar líkur virðast vera á því að kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komist á leikana í gegnum stöðu á heimslista, sem myndi þýða að Ísland fengi sæti fyrir eina frjálsíþróttakonu að auki. Íslenskir þjálfarar og starfsfólk á vegum ÍSÍ verður einnig á leikunum. Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Þórir Hergeirsson stýra þar liðum. Alfreð er með karlalið Þýskalands, Dagur með karlalið Japans, Aron með karlalið Bareins og Þórir með kvennalið Noregs. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson á einnig fulltrúa í keppni á leikunum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira