Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 14:45 Cristiano Ronaldo og Toni Kroos eiga báðir á hættu að ljúka keppni á EM í kvöld. EPA/HUGO DELGADO Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. Frakkar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum, jafnvel þó að þeir tapi í kvöld. Portúgal og Þýskaland eru einnig í ágætri stöðu, sem skýrist þó betur þegar keppni í E-riðli lýkur í dag. Ungverjaland getur tryggt sér óvænt sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Þýskalandi, á litlausum Allianz Arena í München. Staðan og leikirnir í F-riðli. Frakkar tryggja sér efsta sæti riðilsins með sigri. Yfirgnæfandi líkur eru á að sigurlið F-riðils mæti Sviss í 16-liða úrslitum en að öðrum kosti Úkraínu, í Búkarest á mánudaginn. Ef Frakkar gera jafntefli við Portúgali geta þeir misst Þýskaland upp fyrir sig og endað í 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti í F-riðli mætir Englandi á Wembley næsta þriðjudag. Ef Frakkar tapa gætu þeir endað í 3. sæti og þyrftu þá að mæta Belgíu eða Hollandi í 16-liða úrslitum. Þýskaland og Portúgal mögulega áfram þrátt fyrir tap Þýskaland er með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal svo að ef að bæði lið vinna, gera jafntefli eða tapa, þá endar Þýskaland ofar. Bæði lið eiga enn á hættu að sitja eftir, í 4. sæti, ef þau tapa í kvöld. Ef Portúgal tapar þurfa Cristiano Ronaldo og félagar að treysta á að Ungverjaland vinni ekki Þýskaland. Í því tilviki mætti Portúgal tapa með tveggja marka mun en myndi samt fara áfram með betri árangur í 3. sæti en Úkraína og Finnland. Ef Ungverjaland og Frakkland vinna í kvöld endar Portúgal í 4. sæti og er úr leik. Ef Þýskaland tapar getur liðið sömuleiðis endað í 4. sæti og fallið úr leik. Ef að Þýskaland og Portúgal tapa bæði endar Þýskaland í 3. sæti og gæti komist áfram. Íslandsbanarnir þurfa sigur Ungverjalandi, sem sló út Ísland í umspilinu um sæti á EM, dugar ekkert annað en sigur gegn Þýskalandi. Sigur myndi tryggja liðinu að lágmarki 3. sæti, og þar með leik við Belgíu eða Holland í 16-liða úrslitum, og gæti einnig dugað til 2. sætis sem myndi þýða að liðið mæti Englandi. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira
Frakkar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum, jafnvel þó að þeir tapi í kvöld. Portúgal og Þýskaland eru einnig í ágætri stöðu, sem skýrist þó betur þegar keppni í E-riðli lýkur í dag. Ungverjaland getur tryggt sér óvænt sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Þýskalandi, á litlausum Allianz Arena í München. Staðan og leikirnir í F-riðli. Frakkar tryggja sér efsta sæti riðilsins með sigri. Yfirgnæfandi líkur eru á að sigurlið F-riðils mæti Sviss í 16-liða úrslitum en að öðrum kosti Úkraínu, í Búkarest á mánudaginn. Ef Frakkar gera jafntefli við Portúgali geta þeir misst Þýskaland upp fyrir sig og endað í 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti í F-riðli mætir Englandi á Wembley næsta þriðjudag. Ef Frakkar tapa gætu þeir endað í 3. sæti og þyrftu þá að mæta Belgíu eða Hollandi í 16-liða úrslitum. Þýskaland og Portúgal mögulega áfram þrátt fyrir tap Þýskaland er með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal svo að ef að bæði lið vinna, gera jafntefli eða tapa, þá endar Þýskaland ofar. Bæði lið eiga enn á hættu að sitja eftir, í 4. sæti, ef þau tapa í kvöld. Ef Portúgal tapar þurfa Cristiano Ronaldo og félagar að treysta á að Ungverjaland vinni ekki Þýskaland. Í því tilviki mætti Portúgal tapa með tveggja marka mun en myndi samt fara áfram með betri árangur í 3. sæti en Úkraína og Finnland. Ef Ungverjaland og Frakkland vinna í kvöld endar Portúgal í 4. sæti og er úr leik. Ef Þýskaland tapar getur liðið sömuleiðis endað í 4. sæti og fallið úr leik. Ef að Þýskaland og Portúgal tapa bæði endar Þýskaland í 3. sæti og gæti komist áfram. Íslandsbanarnir þurfa sigur Ungverjalandi, sem sló út Ísland í umspilinu um sæti á EM, dugar ekkert annað en sigur gegn Þýskalandi. Sigur myndi tryggja liðinu að lágmarki 3. sæti, og þar með leik við Belgíu eða Holland í 16-liða úrslitum, og gæti einnig dugað til 2. sætis sem myndi þýða að liðið mæti Englandi. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira