Skýrist fyrir hvaða lið þriðja sæti dugar: Veik von Finna en Úkraína gæti þraukað Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 15:45 Oleksandr Zinchenko, stjarnan í úkraínska landsliðinu, veit ekki enn hvort hann fær að spila fleiri leiki á EM. Það skýrist í dag. Getty/Stanislav Vedmid Finnar og Úkraínumenn munu fylgjast spenntir með gangi mála á EM í dag þegar riðlakeppninni lýkur með leikjum í E- og F-riðli. Úrslitin í riðlunum ráða möguleikum Finnlands og Úkraínu á að komast í 16-liða úrslit og er óhætt að segja að vonir Úkraínu séu talsvert meiri. Á EM í fótbolta eru 24 þjóðir sem spila í sex riðlum. Tvö efstu lið hvers riðils komast í 16-liða úrslit og svo fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti. Hvert stig og hvert mark getur því skipt máli fyrir liðin sem enda í 3. sæti. Keppni er lokið í fjórum riðlum og eru Tékkland og Sviss örugg um sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir að hafa endað í 3. sæti D- og A-riðils. Spurningin er hvaða tvö önnur 3. sætis lið komast einnig áfram. Nóg fyrir Úkraínu að Spánn vinni og Pólland vinni ekki Finnland er í verstri stöðu liðanna sem endað hafa í 3. sæti. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 1,74% líkur á að Finnar komist í 16-liða úrslit. Finnar enduðu með 3 stig í B-riðli og markatöluna -2. Úkraína endaði líka með 3 stig, í C-riðli, en markatöluna -1. Úkraína er því alltaf fyrir ofan Finnland í röðinni en þarf að treysta á hagstæð úrslit í annað hvort E- eða F-riðli í dag. Finnar þurfa að treysta á að hlutirnir falli með þeim í báðum riðlum í dag. Hvernig vilja Finnar og Úkraínumenn að leikirnir fari í E- og F-riðli í dag? E-riðill: Svíþjóð er með fjögur stig, Slóvakía þrjú, Spánn tvö og Pólland eitt. Ef Póllandi tekst ekki að vinna Svíþjóð og Spánn tapar fyrir Slóvakíu þá endar liðið í 3. sæti E-riðils með tvö stig. Það myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit og gagnast Finnum einnig. Ef Spánn og Slóvakía gera jafntefli mun liðið í 3. sæti E-riðils enda með betri árangur en Úkraína og Finnland. Ef Spánn vinnur Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Slóvakía í 3. sæti með 3 stig og markatölu í mínus (jafnmiklum mínus og sem nemur tapinu gegn Spáni). Þetta myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit. Finnar þurfa í þessu tilviki hins vegar þriggja marka sigur Spánar til að hafa af honum gagn. F-riðill: Liðið í 3. sæti F-riðils mun að lágmarki enda með þrjú stig. Fyrir leiki kvöldsins er Frakkland með fjögur stig, Þýskaland og Portúgal þrjú, og Ungverjaland eitt. Ef að Portúgal nær í stig gegn Frakklandi er ljóst að liðið í 3. sæti F-riðils endar með fjögur stig, og úrslitin myndu þar með ekki gagnast Úkraínu eða Finnlandi. Úkraína og Finnland þurfa því að treysta á sigur Frakka – Úkraína á þriggja marka sigur og Finnland á fjögurra marka sigur. Belgía og Holland fá að vita hvaða liðum þau mæta Belgía og Holland fá að vita í kvöld hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum en það verða liðin í 3. sæti E- og F-riðils. Sigurliðið í F-riðli mætir svo Sviss, nema að Finnland komist áfram, en sigurliðið í E-riðli mætir Úkraínu, Tékklandi eða Finnlandi. Combinations for the 4 best third places at #Euro2020ACDF is the most likely (57%) Netherlands v Czech Republic, Belgium v 3F, 1E v Ukraine & 1F v Switzerland IF it happensOnly 4 scenarios remain, 3F qualifies in 2 most likely#NED #BEL #Euro2021 pic.twitter.com/WmNdFrGrXx— Simon Gleave (@SimonGleave) June 23, 2021 Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. 23. júní 2021 14:45 Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. 23. júní 2021 13:00 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Á EM í fótbolta eru 24 þjóðir sem spila í sex riðlum. Tvö efstu lið hvers riðils komast í 16-liða úrslit og svo fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti. Hvert stig og hvert mark getur því skipt máli fyrir liðin sem enda í 3. sæti. Keppni er lokið í fjórum riðlum og eru Tékkland og Sviss örugg um sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir að hafa endað í 3. sæti D- og A-riðils. Spurningin er hvaða tvö önnur 3. sætis lið komast einnig áfram. Nóg fyrir Úkraínu að Spánn vinni og Pólland vinni ekki Finnland er í verstri stöðu liðanna sem endað hafa í 3. sæti. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 1,74% líkur á að Finnar komist í 16-liða úrslit. Finnar enduðu með 3 stig í B-riðli og markatöluna -2. Úkraína endaði líka með 3 stig, í C-riðli, en markatöluna -1. Úkraína er því alltaf fyrir ofan Finnland í röðinni en þarf að treysta á hagstæð úrslit í annað hvort E- eða F-riðli í dag. Finnar þurfa að treysta á að hlutirnir falli með þeim í báðum riðlum í dag. Hvernig vilja Finnar og Úkraínumenn að leikirnir fari í E- og F-riðli í dag? E-riðill: Svíþjóð er með fjögur stig, Slóvakía þrjú, Spánn tvö og Pólland eitt. Ef Póllandi tekst ekki að vinna Svíþjóð og Spánn tapar fyrir Slóvakíu þá endar liðið í 3. sæti E-riðils með tvö stig. Það myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit og gagnast Finnum einnig. Ef Spánn og Slóvakía gera jafntefli mun liðið í 3. sæti E-riðils enda með betri árangur en Úkraína og Finnland. Ef Spánn vinnur Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Slóvakía í 3. sæti með 3 stig og markatölu í mínus (jafnmiklum mínus og sem nemur tapinu gegn Spáni). Þetta myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit. Finnar þurfa í þessu tilviki hins vegar þriggja marka sigur Spánar til að hafa af honum gagn. F-riðill: Liðið í 3. sæti F-riðils mun að lágmarki enda með þrjú stig. Fyrir leiki kvöldsins er Frakkland með fjögur stig, Þýskaland og Portúgal þrjú, og Ungverjaland eitt. Ef að Portúgal nær í stig gegn Frakklandi er ljóst að liðið í 3. sæti F-riðils endar með fjögur stig, og úrslitin myndu þar með ekki gagnast Úkraínu eða Finnlandi. Úkraína og Finnland þurfa því að treysta á sigur Frakka – Úkraína á þriggja marka sigur og Finnland á fjögurra marka sigur. Belgía og Holland fá að vita hvaða liðum þau mæta Belgía og Holland fá að vita í kvöld hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum en það verða liðin í 3. sæti E- og F-riðils. Sigurliðið í F-riðli mætir svo Sviss, nema að Finnland komist áfram, en sigurliðið í E-riðli mætir Úkraínu, Tékklandi eða Finnlandi. Combinations for the 4 best third places at #Euro2020ACDF is the most likely (57%) Netherlands v Czech Republic, Belgium v 3F, 1E v Ukraine & 1F v Switzerland IF it happensOnly 4 scenarios remain, 3F qualifies in 2 most likely#NED #BEL #Euro2021 pic.twitter.com/WmNdFrGrXx— Simon Gleave (@SimonGleave) June 23, 2021 Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Hvernig vilja Finnar og Úkraínumenn að leikirnir fari í E- og F-riðli í dag? E-riðill: Svíþjóð er með fjögur stig, Slóvakía þrjú, Spánn tvö og Pólland eitt. Ef Póllandi tekst ekki að vinna Svíþjóð og Spánn tapar fyrir Slóvakíu þá endar liðið í 3. sæti E-riðils með tvö stig. Það myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit og gagnast Finnum einnig. Ef Spánn og Slóvakía gera jafntefli mun liðið í 3. sæti E-riðils enda með betri árangur en Úkraína og Finnland. Ef Spánn vinnur Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Slóvakía í 3. sæti með 3 stig og markatölu í mínus (jafnmiklum mínus og sem nemur tapinu gegn Spáni). Þetta myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit. Finnar þurfa í þessu tilviki hins vegar þriggja marka sigur Spánar til að hafa af honum gagn. F-riðill: Liðið í 3. sæti F-riðils mun að lágmarki enda með þrjú stig. Fyrir leiki kvöldsins er Frakkland með fjögur stig, Þýskaland og Portúgal þrjú, og Ungverjaland eitt. Ef að Portúgal nær í stig gegn Frakklandi er ljóst að liðið í 3. sæti F-riðils endar með fjögur stig, og úrslitin myndu þar með ekki gagnast Úkraínu eða Finnlandi. Úkraína og Finnland þurfa því að treysta á sigur Frakka – Úkraína á þriggja marka sigur og Finnland á fjögurra marka sigur.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. 23. júní 2021 14:45 Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. 23. júní 2021 13:00 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. 23. júní 2021 14:45
Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. 23. júní 2021 13:00