Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 23:45 Íhaldsmenn á tröppum ríkisþingsins Michigan í Lansing. Þeir krefjast þess að úrslit kosninganna verði rannsökuð með sama hætti og repúblikanar í Arizona létu gera. Sú endurskoðun hefur verið harðlega gagnrýnd. AP/David Eggert Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. Michigan var eitt þeirra lykilríkja þar sem Joe Biden hafði nauman sigur á Trump í forsetakosningunum í nóvember. Trump heldur því fram enn þann dag í dag að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í Michigan og fleiri ríkjum og fjölmargir repúblikanar taka undir þær ásakanir. Rannsókn eftirlitsnefndar öldungadeildar ríkisþings Michigan leiddi þó ekki í ljós nein kerfisbundin eða stórfelld kosningasvik. Niðurstaða hennar sætir ekki síst tíðindum því repúblikana, sem eru með meirihluta í deildinni, stýra nefndinni. Í skýrslu sem nefndin birti í dag sögðu nefndarmenn að íbúar Michigan gæti borið traust til þess að úrslit kosninganna hafi verið „raunveruleg úrslitin“. Biden hlaut um 155.000 fleiri atkvæði en Trump þar um 2,8 prósent munur. „Fáránlegar“ ásakanir um svik Skýrsluhöfundar voru ómyrkir í máli um ábyrgð þeirra sem dreifðu samsæriskenningum um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. „Nefndin ráðleggur borgurunum eindregið að beina gagnrýnum augum og eyrum þá sem hafa haldið uppi sannanlega fölskum kenningum í eiginhagsmunaskyni,“ segir í skýrslunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvöttu nefndarmenn dómsmálaráðherra ríkisins til þess að rannsaka þá sem héldu uppi stoðlausum ásökunum um framkvæmd kosninganna í Antrim-sýslu. Mikil svikabrigsl upphófust þegar Biden var ranglega lýstur sigurvegari í Antrim. Um mannleg mistök var að ræða sem voru leiðrétt. Ekkert misjafnt kom í ljós þegar atkvæði þar voru handtalin aftur. Þá höfnuðu skýrsluhöfundar sérstaklega nokkrum samsæriskenningum sem bandamenn Trump héldu á lofti, þar á meðal að látið fólk hefði greitt atkvæði og að tugum þúsunda falsaðra utankjörfundaratkvæða hefði verið laumað inn á talningarstað í skjóli nætur í Detroit. Lýstu nefndarmennirnir sumum ásökunum Trump-liða eins og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, sem „fáránlegum“. Jeff Irwin, eini demókratinn í nefndinni, gerði athugasemd við að repúblikanarnir tveir sem sitja með honum í nefndinni hafi verið á meðal ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem báðu Bandaríkjaþing um að rannsaka „trúverðugar“ ásakanir um kosningasvik 4. janúar, tveimur dögum áður en þingið staðfesti kosningaúrslitin. „Það er óheppilegt að ríkisþing Michigan hafi tekið þátt í sirkusnum, dregið fram vitni sem voru ekki trúverðug eða sem héldu fram augljósum rangindum til þess að ýta undir þá lygi að úrslitin í Michigan væru spillt,“ sagði Irwin. Krefjast endurskoðunar líkt og í Arizona Óvíst er hvort að niðurstaða nefndarinnar undir forystu repúblikana hafi mikil áhrif á afstöðu flokkssystkina þeirra. Hópur repúblikana í Michigan kröfðust þess á dögunum að þar færi fram endurskoðun á kosningaúrslitunum í anda umdeildrar rannsóknar repúblikana í Arizona. Endurskoðunin í Arizona, þar sem Biden vann einnig sigur, hefur sætt harðri gagnrýni. Repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins réðu einkafyrirtæki til að fara yfir atkvæði og kosningavélar en eigandi fyrirtækisins tók þátt í að dreifa samsæriskenningum um kosningasvik þar. Sérfræðingar hafa sagt að endurskoðunin sé ekki trúverðug og geti rýrt traust kjósenda á kosningum. Þá heldur Trump áfram að ljúga um að svik hafi kostað sig endurkjör í yfirlýsingum sem hann sendir reglulega frá sér. Þeim fáu repúblikönum sem hafa andæft lygum fyrrverandi forsetans um kosningarnar hefur markvisst verið ýtt til hliðar um allt landið. Þá hafa repúblikanar í fjölmörgum ríkjum nýtt sér stoðlausar ásakanir Trump og félaga sem átyllu til þess að herða lög um framkvæmd kosninga sem gagnrýnendur þeirra segi að geri fólki erfiðara að kjósa, sérstaklega svörtu fólki sem er mun líklegra til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Þrátt fyrir að repúblikanarnir í Michigan hafi ekki fundið nein merki um kosningasvik þar leggja þeir fram breytingar á lögum um kosningar þar til að koma í veg fyrir möguleg svik. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Michigan var eitt þeirra lykilríkja þar sem Joe Biden hafði nauman sigur á Trump í forsetakosningunum í nóvember. Trump heldur því fram enn þann dag í dag að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í Michigan og fleiri ríkjum og fjölmargir repúblikanar taka undir þær ásakanir. Rannsókn eftirlitsnefndar öldungadeildar ríkisþings Michigan leiddi þó ekki í ljós nein kerfisbundin eða stórfelld kosningasvik. Niðurstaða hennar sætir ekki síst tíðindum því repúblikana, sem eru með meirihluta í deildinni, stýra nefndinni. Í skýrslu sem nefndin birti í dag sögðu nefndarmenn að íbúar Michigan gæti borið traust til þess að úrslit kosninganna hafi verið „raunveruleg úrslitin“. Biden hlaut um 155.000 fleiri atkvæði en Trump þar um 2,8 prósent munur. „Fáránlegar“ ásakanir um svik Skýrsluhöfundar voru ómyrkir í máli um ábyrgð þeirra sem dreifðu samsæriskenningum um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. „Nefndin ráðleggur borgurunum eindregið að beina gagnrýnum augum og eyrum þá sem hafa haldið uppi sannanlega fölskum kenningum í eiginhagsmunaskyni,“ segir í skýrslunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvöttu nefndarmenn dómsmálaráðherra ríkisins til þess að rannsaka þá sem héldu uppi stoðlausum ásökunum um framkvæmd kosninganna í Antrim-sýslu. Mikil svikabrigsl upphófust þegar Biden var ranglega lýstur sigurvegari í Antrim. Um mannleg mistök var að ræða sem voru leiðrétt. Ekkert misjafnt kom í ljós þegar atkvæði þar voru handtalin aftur. Þá höfnuðu skýrsluhöfundar sérstaklega nokkrum samsæriskenningum sem bandamenn Trump héldu á lofti, þar á meðal að látið fólk hefði greitt atkvæði og að tugum þúsunda falsaðra utankjörfundaratkvæða hefði verið laumað inn á talningarstað í skjóli nætur í Detroit. Lýstu nefndarmennirnir sumum ásökunum Trump-liða eins og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, sem „fáránlegum“. Jeff Irwin, eini demókratinn í nefndinni, gerði athugasemd við að repúblikanarnir tveir sem sitja með honum í nefndinni hafi verið á meðal ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem báðu Bandaríkjaþing um að rannsaka „trúverðugar“ ásakanir um kosningasvik 4. janúar, tveimur dögum áður en þingið staðfesti kosningaúrslitin. „Það er óheppilegt að ríkisþing Michigan hafi tekið þátt í sirkusnum, dregið fram vitni sem voru ekki trúverðug eða sem héldu fram augljósum rangindum til þess að ýta undir þá lygi að úrslitin í Michigan væru spillt,“ sagði Irwin. Krefjast endurskoðunar líkt og í Arizona Óvíst er hvort að niðurstaða nefndarinnar undir forystu repúblikana hafi mikil áhrif á afstöðu flokkssystkina þeirra. Hópur repúblikana í Michigan kröfðust þess á dögunum að þar færi fram endurskoðun á kosningaúrslitunum í anda umdeildrar rannsóknar repúblikana í Arizona. Endurskoðunin í Arizona, þar sem Biden vann einnig sigur, hefur sætt harðri gagnrýni. Repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins réðu einkafyrirtæki til að fara yfir atkvæði og kosningavélar en eigandi fyrirtækisins tók þátt í að dreifa samsæriskenningum um kosningasvik þar. Sérfræðingar hafa sagt að endurskoðunin sé ekki trúverðug og geti rýrt traust kjósenda á kosningum. Þá heldur Trump áfram að ljúga um að svik hafi kostað sig endurkjör í yfirlýsingum sem hann sendir reglulega frá sér. Þeim fáu repúblikönum sem hafa andæft lygum fyrrverandi forsetans um kosningarnar hefur markvisst verið ýtt til hliðar um allt landið. Þá hafa repúblikanar í fjölmörgum ríkjum nýtt sér stoðlausar ásakanir Trump og félaga sem átyllu til þess að herða lög um framkvæmd kosninga sem gagnrýnendur þeirra segi að geri fólki erfiðara að kjósa, sérstaklega svörtu fólki sem er mun líklegra til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Þrátt fyrir að repúblikanarnir í Michigan hafi ekki fundið nein merki um kosningasvik þar leggja þeir fram breytingar á lögum um kosningar þar til að koma í veg fyrir möguleg svik.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent