Birkir valdi bestu bakverði EM Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 14:00 Denzel Dumfries ræddi við fjölskyldu og vini í stúkunni eftir sigurinn á Austurríki á EM. Hann skoraði í leiknum og einnig gegn Úkraínu í fyrsta leik. Getty/Alyn Ledang Þegar Birkir Már Sævarsson horfir á leiki á EM fylgist hann sérstaklega vel með bakvörðum liðanna. Það var því við hæfi að „Vindurinn“ tæki að sér að velja bestu bakverði mótsins. Birkir, sem leikið hefur 98 A-landsleiki, hefur haldið vel aftur af mönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Memphis Depay og Raheem Sterling á sínum landsliðsferli. Hann þarf að gera sér að góðu að horfa á þá í sjónvarpinu að þessu sinni, og glímu þeirra við varnarmenn annarra þjóða. „Ég horfi alltaf mest á bakverðina eiginlega. Svo reynir maður nú að njóta þess að horfa á leikinn en einhvern veginn sogast maður alltaf að því að fylgjast með bakvörðunum og hvað þeir eru að gera. Maður er alltaf að reyna að læra eitthvað þó að maður sé orðinn gamall í hettunni,“ sagði Birkir í þættinum EM í dag, á EM-rás Stöðvar 2 í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Bestu bakverðir Birkis Bestu bakverðir EM til þessa eru að mati Birkis í landsliðum Hollands, Ítalíu og Þýskalands. „Sá fyrsti sem kom upp í hausinn var Denzel Dumfries. Hann er búinn að vera flottur,“ sagði Birkir um hinn 25 ára gamla Dumfries, hægri vængbakvörð Hollands og leikmann PSV. „Ég er farinn að halda að De Boer sé að hanna „systemið“ að Dumfries. Hann er ekki frábær varnarmaður sem hægri bakvörður í fjögurra manna línu, en þetta system hentar honum einkar vel,“ benti Guðmundur Benediktsson á. „Hann er þarna sem vængbakvörður sem er smá svindlstaða fyrir þessa sóknarsinnuðu bakverði. Þeir njóta sín helvíti vel þar í þessum góðu liðum,“ sagði Birkir. Virkilega gaman að horfa á Spinazzola Næstur í röðinni var Leonardo Spinazzola, 28 ára gamall vinstri bakvörður ítalska landsliðsins og Roma. „Hann er búinn að vera geggjaður. Það er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann er góður einn á móti einum, jafnfættur og eiginlega bara eins og kantmaður. Ég hef ekki séð alveg nógu mikið af honum til að meta hversu góður varnarmaður hann er en það skiptir ekki máli. Á stórmótum vill maður fá mörk og blússandi sóknarbolta,“ sagði Birkir. Þjóðverjinn Robin Gosens, sem er 26 ára vinstri vængbakvörður og leikmaður Atalanta á Ítalíu, var svo sá þriðji sem Birkir valdi: „Ég valdi hann eiginlega út af þessum eina leik á móti Portúgal. Hann var geggjaður þar, eins og reyndar Kimmich. Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar bakvörður skorar eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum. Það eru mín uppáhalds mörk.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Birkir, sem leikið hefur 98 A-landsleiki, hefur haldið vel aftur af mönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Memphis Depay og Raheem Sterling á sínum landsliðsferli. Hann þarf að gera sér að góðu að horfa á þá í sjónvarpinu að þessu sinni, og glímu þeirra við varnarmenn annarra þjóða. „Ég horfi alltaf mest á bakverðina eiginlega. Svo reynir maður nú að njóta þess að horfa á leikinn en einhvern veginn sogast maður alltaf að því að fylgjast með bakvörðunum og hvað þeir eru að gera. Maður er alltaf að reyna að læra eitthvað þó að maður sé orðinn gamall í hettunni,“ sagði Birkir í þættinum EM í dag, á EM-rás Stöðvar 2 í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Bestu bakverðir Birkis Bestu bakverðir EM til þessa eru að mati Birkis í landsliðum Hollands, Ítalíu og Þýskalands. „Sá fyrsti sem kom upp í hausinn var Denzel Dumfries. Hann er búinn að vera flottur,“ sagði Birkir um hinn 25 ára gamla Dumfries, hægri vængbakvörð Hollands og leikmann PSV. „Ég er farinn að halda að De Boer sé að hanna „systemið“ að Dumfries. Hann er ekki frábær varnarmaður sem hægri bakvörður í fjögurra manna línu, en þetta system hentar honum einkar vel,“ benti Guðmundur Benediktsson á. „Hann er þarna sem vængbakvörður sem er smá svindlstaða fyrir þessa sóknarsinnuðu bakverði. Þeir njóta sín helvíti vel þar í þessum góðu liðum,“ sagði Birkir. Virkilega gaman að horfa á Spinazzola Næstur í röðinni var Leonardo Spinazzola, 28 ára gamall vinstri bakvörður ítalska landsliðsins og Roma. „Hann er búinn að vera geggjaður. Það er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann er góður einn á móti einum, jafnfættur og eiginlega bara eins og kantmaður. Ég hef ekki séð alveg nógu mikið af honum til að meta hversu góður varnarmaður hann er en það skiptir ekki máli. Á stórmótum vill maður fá mörk og blússandi sóknarbolta,“ sagði Birkir. Þjóðverjinn Robin Gosens, sem er 26 ára vinstri vængbakvörður og leikmaður Atalanta á Ítalíu, var svo sá þriðji sem Birkir valdi: „Ég valdi hann eiginlega út af þessum eina leik á móti Portúgal. Hann var geggjaður þar, eins og reyndar Kimmich. Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar bakvörður skorar eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum. Það eru mín uppáhalds mörk.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira