Mögulega heimskustu stuðningsmenn EM Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 16:30 Þessir hressu stuðningsmenn Frakka mættu á leikinn við Ungverjaland í Búdapest, öfugt við sexmenningana sem flugu óvart til Búkarest. Getty/Nick England Sex stuðningsmenn Frakklands hlupu heldur betur á sig þegar þeir hugðust mæta á leik liðsins í riðlakeppninni á EM, gegn Ungverjalandi í Búdapest um helgina. Í stað þess að ferðast til Búdapest, sem er höfuðborg Ungverjalands, flugu sexmenningarnir til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu. Samkvæmt rúmenska miðlinum Jurnalul eru Frakkarnir sex vinnufélagar hjá upplýsingatæknifyrirtæki. Við komuna til Búkarest höfðu þeir ekki enn áttað sig á því að þeir væru í röngu landi. Þeir sáu gulklædda stuðningsmenn á flugvellinum og ákváðu að fylgja þeim eftir til að komast á leikvanginn, til að sjá heimsmeistaraliðið sitt spila. Gulklæddu stuðningsmennirnir voru hins vegar auðvitað ekki stuðningsmenn Ungverjalands, eins og sexmenningarnir héldu, heldur stuðningsmenn Úkraínu sem voru staddir í Búkarest vegna leikja við Norður-Makedóníu og Austurríki. „Okkur datt aldrei í hug að þetta væru Úkraínumenn,“ sagði einn Frakkanna við rúmenska miðilinn Jurnalul. „Ég sé núna að við hefðum ekki getað fattað það. Við kunnum ekki ungversku né heldur úkraínsku eða rússnesku. Þetta eru allt sömu útlendingarnir fyrir okkur,“ bætti hann við. Þurfum að læra meira um Evrópu Í stað þess að aka í tíu klukkustundir til að komast til Búdapest ákváðu Frakkarnir að njóta rúmenskrar menningar. Hver veit nema að þeir verði svo í Búkarest á mánudaginn þegar Frakkar mæta þar Svisslendingum í 16-liða úrslitum? Þegar þeir ræddu við Jurnalul var hins vegar ekki ljóst að Frakkar myndu spila í Búkarest í 16-liða úrslitunum. „Það er eins og að við séum í myndinni Home Alone. Þetta er í fyrsta sinn sem að við ferðumst til þessa hluta Evrópu og ég verð að viðurkenna að fyrir mér þá var, þar til í dag, enginn munur á Búkarest og Búdapest. Við þurfum að læra meira um Evrópu,“ viðurkenndi einn sexmenninganna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Frakkland Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Í stað þess að ferðast til Búdapest, sem er höfuðborg Ungverjalands, flugu sexmenningarnir til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu. Samkvæmt rúmenska miðlinum Jurnalul eru Frakkarnir sex vinnufélagar hjá upplýsingatæknifyrirtæki. Við komuna til Búkarest höfðu þeir ekki enn áttað sig á því að þeir væru í röngu landi. Þeir sáu gulklædda stuðningsmenn á flugvellinum og ákváðu að fylgja þeim eftir til að komast á leikvanginn, til að sjá heimsmeistaraliðið sitt spila. Gulklæddu stuðningsmennirnir voru hins vegar auðvitað ekki stuðningsmenn Ungverjalands, eins og sexmenningarnir héldu, heldur stuðningsmenn Úkraínu sem voru staddir í Búkarest vegna leikja við Norður-Makedóníu og Austurríki. „Okkur datt aldrei í hug að þetta væru Úkraínumenn,“ sagði einn Frakkanna við rúmenska miðilinn Jurnalul. „Ég sé núna að við hefðum ekki getað fattað það. Við kunnum ekki ungversku né heldur úkraínsku eða rússnesku. Þetta eru allt sömu útlendingarnir fyrir okkur,“ bætti hann við. Þurfum að læra meira um Evrópu Í stað þess að aka í tíu klukkustundir til að komast til Búdapest ákváðu Frakkarnir að njóta rúmenskrar menningar. Hver veit nema að þeir verði svo í Búkarest á mánudaginn þegar Frakkar mæta þar Svisslendingum í 16-liða úrslitum? Þegar þeir ræddu við Jurnalul var hins vegar ekki ljóst að Frakkar myndu spila í Búkarest í 16-liða úrslitunum. „Það er eins og að við séum í myndinni Home Alone. Þetta er í fyrsta sinn sem að við ferðumst til þessa hluta Evrópu og ég verð að viðurkenna að fyrir mér þá var, þar til í dag, enginn munur á Búkarest og Búdapest. Við þurfum að læra meira um Evrópu,“ viðurkenndi einn sexmenninganna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Frakkland Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira