Orð og kyn Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 24. júní 2021 14:15 Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. Það er margt skrýtið í þessari grein og margar þversagnirnar. Kristján fjallar einkum um svonefndan nýfemínisma sem hann segir vera öfgatrú sem reyni m.a. að afbaka málið og ráðast að körlum, m.a. með því að „grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl.“ Og karlinn virðist skekinn því hann heldur áfram og segir að „reynt er að gera lítið úr heimi karlaveldisins.“ Það er ekki auðvelt að skilja hvað Kristjáni þykir miður við að ryk sé dustað af stöku konu sem hefur legið í láginni. Kristján segist hallur undir kynjatvíhyggju: „Hugmyndin um að kasta kynjatvíhyggju á glæ og taka upp eitthvað annað, er alltaf dæmd til að mistakast.“ Hann færir rök fyrir skoðun sinni með því að nefna hefðbundin kynhlutverk, og tekur þar dæmi af foreldrum sínum sem hefðu aldrei getað leikið hlutverk hvors annars. Ég get einnig vel tekið dæmi af foreldrum mínum sem voru fædd 1920 og 1921. Hún var mjög skýr verkaskiptingin á heimilinu og meira að segja svo að pabbi vissi ekki hvar fötin hans voru geymd í skápunum. Þegar mamma var orðin veikburða gekk hann í öll hennar störf, eldaði, skúraði og sá um þvottinn og fórst það nokkuð vel úr hendi. En það er víst furðusaga, segir Kristján, „að kynhlutverk þurfi ekki að vera til.“ Þá er komið að máli málanna og það sem ég gapti mest yfir en það er umfjöllun Kristjáns um orðræðuna. Hann virðist æfur yfir því að konur séu að reyna að breyta henni. Hann er stóryrtur og kallar þetta m.a. heimskulega kvenvæðingu. Enn er vegið að „heimi karlaveldisins“ sem Kristjáni er mjög annt um. Hann segir að „með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið.“ Þetta er undarlegt sjónarhorn. Það er ævinlega verið að smíða nýyrði, ljá gömlum orðum nýja merkingu, taka orð úr öðrum tungumálum og laga þau að okkar málkerfi auk þess að notaðar eru slettur og slangur. Íslenskan er lifandi tungumál sem tekur breytingum og lagar sig að nýjum tímum. Það þykir eðlileg þróun. „Hugsunin heldur sínu striki“, segir Kristján en hugsuninni þarf að finna búning orða. Ef tungumálið gagnast ekki notendum þá telst það dautt og ónothæft. Málið þjónar notendum sem geta notað það að vild og leikið sér með það, líkt og Skerjafjarðarskáldið er nú þekkt af. Sjálfsagt vonar Kristján að ljóð hans hrífi, að ádeilan skili sér og hafi áhrif. Tungumálið er nefnilega valdatæki og því skiptir miklu hvernig það er notað. Það vill svo til að íslenskan er afar karllægt tungumál og því kalla breyttir tímar, þar sem konur og kynsegin hafa fengið meira rými, á breytingar á tungumálinu. Á einum stað í grein Kristjáns segir hann að heiminum verði breytt með „virðingu, umburðarlyndi, jafnrétti, réttlátri skiptingu og sanngirni.“ Það verður þó ekki sagt að grein hans beri merki þessa. Þvert á móti opinberar hann íhaldssamar og forpokaðar skoðanir þar sem hann dásamar kynjatvíhyggju og hefðbundin kynhlutverk í heimi karlaveldis sem hvergi má raska. Lokaorð Kristjáns eru þó ágæt, þar sem hann segir að heiminum verði ekki breytt með nöldri um orð og kyn. Það má sannarlega til sanns vegar færa og hefði Kristján vel mátt fara að eigin ráðleggingum og sleppa þessu nöldri sínu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Íslensk tunga Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. Það er margt skrýtið í þessari grein og margar þversagnirnar. Kristján fjallar einkum um svonefndan nýfemínisma sem hann segir vera öfgatrú sem reyni m.a. að afbaka málið og ráðast að körlum, m.a. með því að „grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl.“ Og karlinn virðist skekinn því hann heldur áfram og segir að „reynt er að gera lítið úr heimi karlaveldisins.“ Það er ekki auðvelt að skilja hvað Kristjáni þykir miður við að ryk sé dustað af stöku konu sem hefur legið í láginni. Kristján segist hallur undir kynjatvíhyggju: „Hugmyndin um að kasta kynjatvíhyggju á glæ og taka upp eitthvað annað, er alltaf dæmd til að mistakast.“ Hann færir rök fyrir skoðun sinni með því að nefna hefðbundin kynhlutverk, og tekur þar dæmi af foreldrum sínum sem hefðu aldrei getað leikið hlutverk hvors annars. Ég get einnig vel tekið dæmi af foreldrum mínum sem voru fædd 1920 og 1921. Hún var mjög skýr verkaskiptingin á heimilinu og meira að segja svo að pabbi vissi ekki hvar fötin hans voru geymd í skápunum. Þegar mamma var orðin veikburða gekk hann í öll hennar störf, eldaði, skúraði og sá um þvottinn og fórst það nokkuð vel úr hendi. En það er víst furðusaga, segir Kristján, „að kynhlutverk þurfi ekki að vera til.“ Þá er komið að máli málanna og það sem ég gapti mest yfir en það er umfjöllun Kristjáns um orðræðuna. Hann virðist æfur yfir því að konur séu að reyna að breyta henni. Hann er stóryrtur og kallar þetta m.a. heimskulega kvenvæðingu. Enn er vegið að „heimi karlaveldisins“ sem Kristjáni er mjög annt um. Hann segir að „með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið.“ Þetta er undarlegt sjónarhorn. Það er ævinlega verið að smíða nýyrði, ljá gömlum orðum nýja merkingu, taka orð úr öðrum tungumálum og laga þau að okkar málkerfi auk þess að notaðar eru slettur og slangur. Íslenskan er lifandi tungumál sem tekur breytingum og lagar sig að nýjum tímum. Það þykir eðlileg þróun. „Hugsunin heldur sínu striki“, segir Kristján en hugsuninni þarf að finna búning orða. Ef tungumálið gagnast ekki notendum þá telst það dautt og ónothæft. Málið þjónar notendum sem geta notað það að vild og leikið sér með það, líkt og Skerjafjarðarskáldið er nú þekkt af. Sjálfsagt vonar Kristján að ljóð hans hrífi, að ádeilan skili sér og hafi áhrif. Tungumálið er nefnilega valdatæki og því skiptir miklu hvernig það er notað. Það vill svo til að íslenskan er afar karllægt tungumál og því kalla breyttir tímar, þar sem konur og kynsegin hafa fengið meira rými, á breytingar á tungumálinu. Á einum stað í grein Kristjáns segir hann að heiminum verði breytt með „virðingu, umburðarlyndi, jafnrétti, réttlátri skiptingu og sanngirni.“ Það verður þó ekki sagt að grein hans beri merki þessa. Þvert á móti opinberar hann íhaldssamar og forpokaðar skoðanir þar sem hann dásamar kynjatvíhyggju og hefðbundin kynhlutverk í heimi karlaveldis sem hvergi má raska. Lokaorð Kristjáns eru þó ágæt, þar sem hann segir að heiminum verði ekki breytt með nöldri um orð og kyn. Það má sannarlega til sanns vegar færa og hefði Kristján vel mátt fara að eigin ráðleggingum og sleppa þessu nöldri sínu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar