England sleppur við hin fimm bestu liðin Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 13:00 Englendingar eiga fyrir höndum stórleik gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. Getty/Mike Egerton Ef England kemst í úrslitaleik EM mun liðið gera það án þess að þurfa að mæta neinu af hinum fimm bestu liðum Evrópu, samkvæmt styrkleikalista FIFA. Sextán liða úrslit EM hefjast á morgun og leið hvers liðs fyrir sig að titlinum liggur nú að vissu leyti fyrir. Samkvæmt flestum veðbönkum og tölfræðiveitum eru Frakkar líklegastir til að landa titlinum en ljóst er að leið þeirra að titlinum er afar erfið og sumir telja Englendinga nú líklegasta. Liðin sextán raðast þannig niður að Belgía, Frakkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, sem eru fimm af sex bestu liðum Evrópu samkvæmt heimslistanum, eru meðal átta þjóða sem berjast um eitt sæti í úrslitaleiknum. Svona er leið hvers liðs fyrir sig að Evrópumeistaratitlinum. Á meðal hinna átta þjóðanna eru England og Þýskaland sem mætast í sannkölluðum stórleik á Wembley. England er þriðja sterkasta landslið Evrópu samkvæmt styrkleikalista FIFA, á eftir Belgíu og Frakklandi, en Þýskaland er í 8. sæti. Sigurliðið í leik Englands og Þýskalands mætir svo sigurliðinu úr leik Svíþjóðar og Úkraínu, sem eru í 13. og 16. sæti yfir bestu landslið Evrópu. Komist Englendingar í undanúrslit mæta þeir þar Hollandi, Tékklandi, Wales eða Danmörku. 16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína Tölfræðiveitan Gracenote segir að Englendingar séu nú líklegastir til að landa titlinum. Það er ekki bara vegna þess að liðið losni við að mæta nokkrum af allra hæst skrifuðu liðunum heldur spilar England á heimavelli á þriðjudaginn auk þess sem undanúrslitin og úrslitin fara einnig fram á Wembley. Líklegustu Evrópumeistararnir samkvæmt Gracenote. Líklegustu úrslitaleikir EM samkvæmt Gracenote: Líkur Leikur Líkur Leikur 7.0% Belgía - England 3.6% Frakkland - Holland 5.9% Frakkland - England 3.4% Portúgal - England 5.2% Ítalía - England 3.1% Belgía - Danmörk 4.3% Spánn - England 3.1% Ítalía - Holland 4.2% Belgía - Holland 2.9% Belgía - Svíþjóð Samkvæmt flestum veðbönkum eru Frakkar þó líklegastir til að verða Evrópumeistarar. Tölfræðiveitan Opta Sports telur 19,6% líkur á því að Hugo Lloris, fyrirliði Frakka, taki við Henri Delaunay verðlaunagripnum eftir úrslitaleikinn 11. júlí, líkt og á HM fyrir þremur árum. Belgar eru samkvæmt Opta næstlíklegastir til að landa titlinum og Spánverjar þriðju líklegastir. Opta telur aðeins 8,5% líkur á því að Englendingar vinni sinn fyrsta Evrópumeistaratitil. 19.6% - Ahead of the Round of 16, the Stats Perform prediction model rates France as the favourites to win EURO 2020 with a 19.6% chance, followed by Belgium (17.9%) and Spain (12.9%). Glory.For more info on how the Stats Perform Predictor is calculated: https://t.co/0S3WTzwKae pic.twitter.com/GAzb4U9OyF— OptaJoe (@OptaJoe) June 24, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira
Sextán liða úrslit EM hefjast á morgun og leið hvers liðs fyrir sig að titlinum liggur nú að vissu leyti fyrir. Samkvæmt flestum veðbönkum og tölfræðiveitum eru Frakkar líklegastir til að landa titlinum en ljóst er að leið þeirra að titlinum er afar erfið og sumir telja Englendinga nú líklegasta. Liðin sextán raðast þannig niður að Belgía, Frakkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, sem eru fimm af sex bestu liðum Evrópu samkvæmt heimslistanum, eru meðal átta þjóða sem berjast um eitt sæti í úrslitaleiknum. Svona er leið hvers liðs fyrir sig að Evrópumeistaratitlinum. Á meðal hinna átta þjóðanna eru England og Þýskaland sem mætast í sannkölluðum stórleik á Wembley. England er þriðja sterkasta landslið Evrópu samkvæmt styrkleikalista FIFA, á eftir Belgíu og Frakklandi, en Þýskaland er í 8. sæti. Sigurliðið í leik Englands og Þýskalands mætir svo sigurliðinu úr leik Svíþjóðar og Úkraínu, sem eru í 13. og 16. sæti yfir bestu landslið Evrópu. Komist Englendingar í undanúrslit mæta þeir þar Hollandi, Tékklandi, Wales eða Danmörku. 16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína Tölfræðiveitan Gracenote segir að Englendingar séu nú líklegastir til að landa titlinum. Það er ekki bara vegna þess að liðið losni við að mæta nokkrum af allra hæst skrifuðu liðunum heldur spilar England á heimavelli á þriðjudaginn auk þess sem undanúrslitin og úrslitin fara einnig fram á Wembley. Líklegustu Evrópumeistararnir samkvæmt Gracenote. Líklegustu úrslitaleikir EM samkvæmt Gracenote: Líkur Leikur Líkur Leikur 7.0% Belgía - England 3.6% Frakkland - Holland 5.9% Frakkland - England 3.4% Portúgal - England 5.2% Ítalía - England 3.1% Belgía - Danmörk 4.3% Spánn - England 3.1% Ítalía - Holland 4.2% Belgía - Holland 2.9% Belgía - Svíþjóð Samkvæmt flestum veðbönkum eru Frakkar þó líklegastir til að verða Evrópumeistarar. Tölfræðiveitan Opta Sports telur 19,6% líkur á því að Hugo Lloris, fyrirliði Frakka, taki við Henri Delaunay verðlaunagripnum eftir úrslitaleikinn 11. júlí, líkt og á HM fyrir þremur árum. Belgar eru samkvæmt Opta næstlíklegastir til að landa titlinum og Spánverjar þriðju líklegastir. Opta telur aðeins 8,5% líkur á því að Englendingar vinni sinn fyrsta Evrópumeistaratitil. 19.6% - Ahead of the Round of 16, the Stats Perform prediction model rates France as the favourites to win EURO 2020 with a 19.6% chance, followed by Belgium (17.9%) and Spain (12.9%). Glory.For more info on how the Stats Perform Predictor is calculated: https://t.co/0S3WTzwKae pic.twitter.com/GAzb4U9OyF— OptaJoe (@OptaJoe) June 24, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira