Að sannreyna traust Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 25. júní 2021 10:31 Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök. Heilbrigðisþjónusta er og verður alltaf persónuleg þjónusta. Þess vegna er traust grundvöllur hennar. Til þess að skapa skilning á þörfum sjúklinga verða þeir að taka stöðu sína og vera með í umbótum. Þjáningarnar þeirra eiga erindi en það þarf hugrekki til að tjá sig um það. Það er ekki á allra færi. Því fleiri sem láta í sér heyra því mikilvægari verður reynsla þeirra. Öryggismenningin umrædda breytist ekki með því að stjórnendur og embættismenn haldi fundi, skrifi skýrslur eða sæki námskeið erlendis. Það má vera að menningin innan þessa hóps breytist en hún nær aldrei þangað sem þjónustan er veitt, þangað sem samskipti starfsmanna og sjúklinga eiga sér stað. Líkur eru á að ríflega 600 manns verði fyrir skaða og 170 láti lífið árlega vegna mistaka á LSH og SAk samanlagt á hverju ári (haft eftir dr. Sigurði Guðmundssyni í Hörpu 3. september 2013). Kvörtum til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig Endurtekið koma upp mistakamál þar sem kerfið bregst við með ofsafenginni vörn. Hrópað er að ekki megi leita að sökudólgum eins og það sé það eina sem kemur upp í huga sjúklinga eftir óbætanlegan skaða eða andlát náinna ættingja. Menn eru hissa á allri reiðinni. Fáum stjórnendum dettur í hug að tilgangur kvartana í heilbrigðisþjónustu séu einmitt af góðum hug. Sá góði tilgangur er að koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig og skaði aðra. Almennt í gæðastarfi er tekið fagnandi á móti kvörtunum því þær gefa tækifæri til þess að gera betur. Nýlega fékk gæðadeild Krabbameinsfélagsins slæma útreið í áliti Embættis landlæknis en ætli það megi yfirfæra það mat á gæðadeild LSH eða fleiri heilbrigðisstofnana? Hvað ætli sé gert öðruvísi þar? Við getum tekið nokkur dæmi frá vetrinum sem er að líða um viðbrögð kerfisins. Nærtækast að nefna Krabbameinsfélagið og þann farsa sem fylgdi í kjölfarið við flutning skimana fyrir krabbameini hjá konum til annarra stofnana. Konur fréttu af málinu í fjölmiðlum. Síðan fengu yfir 200 konur bréf um að þær væru í þeim hópi sem mistökin náðu til. Þarna fór gott tækifæri forgörðum til að skapa traust, það hefði átt að hringja í þær fyrst og senda síðan bréf. Tilkynningu um skaðleg mistök á aldrei að senda í bréfi nema viðtakandi eigi von á því fyrirfram og skilji ástæðu bréfsins. Sem betur fer reis upp hópur kvenna og mótmælti breytingum sem eru ekki til þess fallnar að skapa öryggi. Þá fyrst fengu ráðmenn þá hugmynd að ef til vill væri hægt að gera betur og sníða þjónustuna betur að þörfum hópsins. Ég get tekið fleiri dæmi en ofarlega í huga mér er dómur Landsréttar í apríl 2020 en þar var LSH dæmt fyrir algjört áhugaleysi á að læra af mistökum. Sama kemur nú fram í áliti Embættis landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti sem stjórnendur spítalans vildu meina að hafi verið byggingunni að kenna. Ef áhuginn hefur breyst þarf að sýna það með gagnsæi en ekki fögrum yfirlýsingum. Gagnsæi er eini mælikvarðinn á traust. Ábyrgir neytendur heilbrigðisþjónustu Hvernig neytendur ætlum við að vera? Gagnrýnislausir þiggjendur ölmusu eða eftirlitsaðilar þjónustu sem við bogum fyrir af okkar eigin sjóðum? Eftirlitskerfið er hvergi nálægt þegar þú þarf á þjónustunni að halda. Þess vegna er mikilvægt að þú beitir þínu valdi til að skapa öryggismenninguna í rauntíma. Það getur þú til dæmis gert með því að lesa sjúkraskrána þína reglulega og kvarta þegar það á við. Nýttu tækifærið til að sannreyna traustið sem þú vilt hafa í heilbrigðisþjónustunni. Það er engin skömm að því að sína vantraust ef þú gefur viðkomandi tækifæri til að sýna að hann sé traustsins verður. Ekki bíða eftir að ráðamenn taki eftir. Þeir eru sjaldnast til staðar þegar heilbrigðisþjónustan er veitt og bera ekki ábyrgðina sem fagfólk ber. Treystum en sannreynum að það standi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök. Heilbrigðisþjónusta er og verður alltaf persónuleg þjónusta. Þess vegna er traust grundvöllur hennar. Til þess að skapa skilning á þörfum sjúklinga verða þeir að taka stöðu sína og vera með í umbótum. Þjáningarnar þeirra eiga erindi en það þarf hugrekki til að tjá sig um það. Það er ekki á allra færi. Því fleiri sem láta í sér heyra því mikilvægari verður reynsla þeirra. Öryggismenningin umrædda breytist ekki með því að stjórnendur og embættismenn haldi fundi, skrifi skýrslur eða sæki námskeið erlendis. Það má vera að menningin innan þessa hóps breytist en hún nær aldrei þangað sem þjónustan er veitt, þangað sem samskipti starfsmanna og sjúklinga eiga sér stað. Líkur eru á að ríflega 600 manns verði fyrir skaða og 170 láti lífið árlega vegna mistaka á LSH og SAk samanlagt á hverju ári (haft eftir dr. Sigurði Guðmundssyni í Hörpu 3. september 2013). Kvörtum til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig Endurtekið koma upp mistakamál þar sem kerfið bregst við með ofsafenginni vörn. Hrópað er að ekki megi leita að sökudólgum eins og það sé það eina sem kemur upp í huga sjúklinga eftir óbætanlegan skaða eða andlát náinna ættingja. Menn eru hissa á allri reiðinni. Fáum stjórnendum dettur í hug að tilgangur kvartana í heilbrigðisþjónustu séu einmitt af góðum hug. Sá góði tilgangur er að koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig og skaði aðra. Almennt í gæðastarfi er tekið fagnandi á móti kvörtunum því þær gefa tækifæri til þess að gera betur. Nýlega fékk gæðadeild Krabbameinsfélagsins slæma útreið í áliti Embættis landlæknis en ætli það megi yfirfæra það mat á gæðadeild LSH eða fleiri heilbrigðisstofnana? Hvað ætli sé gert öðruvísi þar? Við getum tekið nokkur dæmi frá vetrinum sem er að líða um viðbrögð kerfisins. Nærtækast að nefna Krabbameinsfélagið og þann farsa sem fylgdi í kjölfarið við flutning skimana fyrir krabbameini hjá konum til annarra stofnana. Konur fréttu af málinu í fjölmiðlum. Síðan fengu yfir 200 konur bréf um að þær væru í þeim hópi sem mistökin náðu til. Þarna fór gott tækifæri forgörðum til að skapa traust, það hefði átt að hringja í þær fyrst og senda síðan bréf. Tilkynningu um skaðleg mistök á aldrei að senda í bréfi nema viðtakandi eigi von á því fyrirfram og skilji ástæðu bréfsins. Sem betur fer reis upp hópur kvenna og mótmælti breytingum sem eru ekki til þess fallnar að skapa öryggi. Þá fyrst fengu ráðmenn þá hugmynd að ef til vill væri hægt að gera betur og sníða þjónustuna betur að þörfum hópsins. Ég get tekið fleiri dæmi en ofarlega í huga mér er dómur Landsréttar í apríl 2020 en þar var LSH dæmt fyrir algjört áhugaleysi á að læra af mistökum. Sama kemur nú fram í áliti Embættis landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti sem stjórnendur spítalans vildu meina að hafi verið byggingunni að kenna. Ef áhuginn hefur breyst þarf að sýna það með gagnsæi en ekki fögrum yfirlýsingum. Gagnsæi er eini mælikvarðinn á traust. Ábyrgir neytendur heilbrigðisþjónustu Hvernig neytendur ætlum við að vera? Gagnrýnislausir þiggjendur ölmusu eða eftirlitsaðilar þjónustu sem við bogum fyrir af okkar eigin sjóðum? Eftirlitskerfið er hvergi nálægt þegar þú þarf á þjónustunni að halda. Þess vegna er mikilvægt að þú beitir þínu valdi til að skapa öryggismenninguna í rauntíma. Það getur þú til dæmis gert með því að lesa sjúkraskrána þína reglulega og kvarta þegar það á við. Nýttu tækifærið til að sannreyna traustið sem þú vilt hafa í heilbrigðisþjónustunni. Það er engin skömm að því að sína vantraust ef þú gefur viðkomandi tækifæri til að sýna að hann sé traustsins verður. Ekki bíða eftir að ráðamenn taki eftir. Þeir eru sjaldnast til staðar þegar heilbrigðisþjónustan er veitt og bera ekki ábyrgðina sem fagfólk ber. Treystum en sannreynum að það standi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar