„Öruggara að boltinn var út af en öll bóluefnin sem er búið að setja í líkama okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2021 16:31 Markið sem Stjörnumenn voru svo ósáttir við. stöð 2 sport Þorkell Máni Pétursson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Mjólkurbikarsmörkunum í gær. Þeir ræddu að sjálfsögðu um umdeilt sigurmark KA gegn Stjörnunni. Elfar Árni tryggði KA sigurinn á Stjörnunni þegar hann skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma í leik liðanna á miðvikudaginn. Markið átti þó ekki að standa því boltinn var farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann á Elfar Árna. „Það voru allir hættir og héldu að boltinn væri farinn út af. Miðað við þessar myndir getur maður aldrei sagt hundrað prósent en ég ætla að segja 99 prósent. Þetta er öruggara en öll bóluefni sem við erum búin að setja í líkama okkar,“ sagði Máni í Mjólkurbikarmörkunum. Hann benti á að KA hafi orðið fyrir óréttlæti í bikarkeppninni fyrir tveimur árum, í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi, og hefðu kannski fengið plús fyrir þann mínus. Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um sigurmark KA „Það er alltaf talað um að fótboltinn leiðrétti sig. Ég man að KA-menn voru dæmdir út úr bikarnum fyrir tveimur árum þegar þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu þar sem boltinn var fyrir innan en var dæmdur fyrir utan. Ég veit ekki hvort þetta er réttlæti sem KA fær með þessu ólöglega marki því staðreyndin er að þetta er ólöglegt mark. Reiði Stjörnumanna var skiljanleg,“ sagði Máni. „Það er staðreynd að þetta eru mistök, dómaramistök. En við verðum kannski að passa okkur á því hvað við verðum brjálaðir. Ég skrifaði einhverja Twitter-færslu í gríni að þessi línuvörður ætti næst að dæma á EM en ég meinti það ekki þannig og biðst bara afsökunar á að hafa sagt þetta. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að dómararnir eru ekkert verri en leikmennirnir eða fótboltinn sem er verið að bjóða upp á. Stjarnan verður líka að horfa í eigin barm að því leyti að þeir fengu endalaus færi til að klára þennan leik en gerði það ekki. Þetta mark hefði aldrei ráðið neinum úrslitum ef menn hefðu nýtt eitthvað af þessum færum.“ Dregið verður í sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins á mánudaginn. Eftirtalin lið verða í pottinum: FH, Fjölnir, Fylkir, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, KFS, Valur, Vestri, Víkingur R., Völsungur, Þór Ak. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn KA Stjarnan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Elfar Árni tryggði KA sigurinn á Stjörnunni þegar hann skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma í leik liðanna á miðvikudaginn. Markið átti þó ekki að standa því boltinn var farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann á Elfar Árna. „Það voru allir hættir og héldu að boltinn væri farinn út af. Miðað við þessar myndir getur maður aldrei sagt hundrað prósent en ég ætla að segja 99 prósent. Þetta er öruggara en öll bóluefni sem við erum búin að setja í líkama okkar,“ sagði Máni í Mjólkurbikarmörkunum. Hann benti á að KA hafi orðið fyrir óréttlæti í bikarkeppninni fyrir tveimur árum, í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi, og hefðu kannski fengið plús fyrir þann mínus. Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um sigurmark KA „Það er alltaf talað um að fótboltinn leiðrétti sig. Ég man að KA-menn voru dæmdir út úr bikarnum fyrir tveimur árum þegar þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu þar sem boltinn var fyrir innan en var dæmdur fyrir utan. Ég veit ekki hvort þetta er réttlæti sem KA fær með þessu ólöglega marki því staðreyndin er að þetta er ólöglegt mark. Reiði Stjörnumanna var skiljanleg,“ sagði Máni. „Það er staðreynd að þetta eru mistök, dómaramistök. En við verðum kannski að passa okkur á því hvað við verðum brjálaðir. Ég skrifaði einhverja Twitter-færslu í gríni að þessi línuvörður ætti næst að dæma á EM en ég meinti það ekki þannig og biðst bara afsökunar á að hafa sagt þetta. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að dómararnir eru ekkert verri en leikmennirnir eða fótboltinn sem er verið að bjóða upp á. Stjarnan verður líka að horfa í eigin barm að því leyti að þeir fengu endalaus færi til að klára þennan leik en gerði það ekki. Þetta mark hefði aldrei ráðið neinum úrslitum ef menn hefðu nýtt eitthvað af þessum færum.“ Dregið verður í sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins á mánudaginn. Eftirtalin lið verða í pottinum: FH, Fjölnir, Fylkir, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, KFS, Valur, Vestri, Víkingur R., Völsungur, Þór Ak. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn KA Stjarnan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira