„Öruggara að boltinn var út af en öll bóluefnin sem er búið að setja í líkama okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2021 16:31 Markið sem Stjörnumenn voru svo ósáttir við. stöð 2 sport Þorkell Máni Pétursson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Mjólkurbikarsmörkunum í gær. Þeir ræddu að sjálfsögðu um umdeilt sigurmark KA gegn Stjörnunni. Elfar Árni tryggði KA sigurinn á Stjörnunni þegar hann skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma í leik liðanna á miðvikudaginn. Markið átti þó ekki að standa því boltinn var farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann á Elfar Árna. „Það voru allir hættir og héldu að boltinn væri farinn út af. Miðað við þessar myndir getur maður aldrei sagt hundrað prósent en ég ætla að segja 99 prósent. Þetta er öruggara en öll bóluefni sem við erum búin að setja í líkama okkar,“ sagði Máni í Mjólkurbikarmörkunum. Hann benti á að KA hafi orðið fyrir óréttlæti í bikarkeppninni fyrir tveimur árum, í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi, og hefðu kannski fengið plús fyrir þann mínus. Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um sigurmark KA „Það er alltaf talað um að fótboltinn leiðrétti sig. Ég man að KA-menn voru dæmdir út úr bikarnum fyrir tveimur árum þegar þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu þar sem boltinn var fyrir innan en var dæmdur fyrir utan. Ég veit ekki hvort þetta er réttlæti sem KA fær með þessu ólöglega marki því staðreyndin er að þetta er ólöglegt mark. Reiði Stjörnumanna var skiljanleg,“ sagði Máni. „Það er staðreynd að þetta eru mistök, dómaramistök. En við verðum kannski að passa okkur á því hvað við verðum brjálaðir. Ég skrifaði einhverja Twitter-færslu í gríni að þessi línuvörður ætti næst að dæma á EM en ég meinti það ekki þannig og biðst bara afsökunar á að hafa sagt þetta. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að dómararnir eru ekkert verri en leikmennirnir eða fótboltinn sem er verið að bjóða upp á. Stjarnan verður líka að horfa í eigin barm að því leyti að þeir fengu endalaus færi til að klára þennan leik en gerði það ekki. Þetta mark hefði aldrei ráðið neinum úrslitum ef menn hefðu nýtt eitthvað af þessum færum.“ Dregið verður í sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins á mánudaginn. Eftirtalin lið verða í pottinum: FH, Fjölnir, Fylkir, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, KFS, Valur, Vestri, Víkingur R., Völsungur, Þór Ak. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn KA Stjarnan Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Elfar Árni tryggði KA sigurinn á Stjörnunni þegar hann skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma í leik liðanna á miðvikudaginn. Markið átti þó ekki að standa því boltinn var farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann á Elfar Árna. „Það voru allir hættir og héldu að boltinn væri farinn út af. Miðað við þessar myndir getur maður aldrei sagt hundrað prósent en ég ætla að segja 99 prósent. Þetta er öruggara en öll bóluefni sem við erum búin að setja í líkama okkar,“ sagði Máni í Mjólkurbikarmörkunum. Hann benti á að KA hafi orðið fyrir óréttlæti í bikarkeppninni fyrir tveimur árum, í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi, og hefðu kannski fengið plús fyrir þann mínus. Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um sigurmark KA „Það er alltaf talað um að fótboltinn leiðrétti sig. Ég man að KA-menn voru dæmdir út úr bikarnum fyrir tveimur árum þegar þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu þar sem boltinn var fyrir innan en var dæmdur fyrir utan. Ég veit ekki hvort þetta er réttlæti sem KA fær með þessu ólöglega marki því staðreyndin er að þetta er ólöglegt mark. Reiði Stjörnumanna var skiljanleg,“ sagði Máni. „Það er staðreynd að þetta eru mistök, dómaramistök. En við verðum kannski að passa okkur á því hvað við verðum brjálaðir. Ég skrifaði einhverja Twitter-færslu í gríni að þessi línuvörður ætti næst að dæma á EM en ég meinti það ekki þannig og biðst bara afsökunar á að hafa sagt þetta. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að dómararnir eru ekkert verri en leikmennirnir eða fótboltinn sem er verið að bjóða upp á. Stjarnan verður líka að horfa í eigin barm að því leyti að þeir fengu endalaus færi til að klára þennan leik en gerði það ekki. Þetta mark hefði aldrei ráðið neinum úrslitum ef menn hefðu nýtt eitthvað af þessum færum.“ Dregið verður í sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins á mánudaginn. Eftirtalin lið verða í pottinum: FH, Fjölnir, Fylkir, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, KFS, Valur, Vestri, Víkingur R., Völsungur, Þór Ak. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn KA Stjarnan Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira