Landbúnaður og kynlíf Hlédís Sveinsdóttir skrifar 29. júní 2021 12:00 Á setningu síðasta Búnaðarþings í mars síðastliðin velti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því fyrir sér hvort við hugsuðum oftar um mat eða kynlíf. Áhugavert. Hvert svo sem svarið er þá er á þetta tvennt það sameiginlegt að vera lífsnauðsynlegt. Í raun þyrftum við bara þetta tvennt, getnað og góða næringu, til að viðhalda lífinu sjálfu. Undanfarið höfum við sem þjóð, já og heimsbyggðin öll, gengið í gegnum sjálfsskoðun tengda samskiptum kynjanna, spurt okkur áleitna spurninga og leitað svara. Leitað betrunar fyrir komandi kynslóðir svo þau erfi ekki okkar ósiði tengda skorti á opinni umræðu, skilning og virðingu. Megi þessi umræða færa okkur og komandi kynslóðum tækifæri til fallegra og sársaukalausa samskipta sem byggð eru á trausti. Landbúnaður er ekki föst stærð og inntak hugtaksins er lifandi. Hlutverk landbúnaðar er alltaf stórt, stærra en margir gera sér grein fyrir. Bændur eru til dæmis stærstu vörslumenn lands og sem slíkir okkar öflugustu vopn í loftslagsmálum. Eitt af meginhlutverkum landbúnaðar er og verður þó alltaf framleiðsla á góðri næringu. Við þurfum sem þjóð að standa vörð um þessa atvinnugrein, átta okkur á mikilvægi hennar og skapa þannig umhverfi að greinin hafi svigrúm til að laga sig að markaðnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig staðið er að málum, hvað stendur að baki vörunni. Til þess að það sé hægt verður að vera gagnkvæmur skilningur, traust og virðing milli framleiðenda (bænda) og neytenda. Vatn og land ráða mestu um fæðuframboð í heiminum. Við erum sem þjóð rík af landbúnaðarlandi, vatni og við erum líka rík af innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Við eigum að geta framleitt fæðu langt umfram það sem við þurfum. Við flytjum hins vegar inn hærra hlutfall af fæðu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að spyrja okkur hvort sá matur, sú næring, sé jafn góð (innihald og umhverfisáhrif) og það sem við getum framleitt hérlendis. Hvaða gildi liggja að baki framleiðslunni. Þarna liggja líka tækifæri komandi kynslóða. Samtök iðnaðarins spáir því að árið 2050 verði 250.000 manns að störfum á Íslandi. Það eru 40 ný störf á viku fram að því. Á sama tíma spáir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til ársins 2050. Vitundarvakning er að eiga sér stað. Fólk og fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi landbúnaðar. Ramon Laguarta, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri PepsiCo segir að landbúnaður sé lykilinn til að takast á við loftslagsbreytingar. PepsiCo var að setja sér landbúnaðarstefnu. Fyrirtækið er með þrjá milljóna hektara undir þar sem bæta eða endurræsa á vistkerfin, tryggja heilbrigðan jarðveg, draga úr losun kolefnis, auka líffræðilegan fjölbreytileika og bæta kjör bænda. Stefnt er að því að fá öll innihaldsefni fyrirtækisins á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030. Landbúnaðarmál eru ekki léttvæg málefni sem snerta bara þá sem starfa innan þess. Landbúnaður er lykilinn að betri framtíð okkar allra. Mig langar því að biðja þig að kynna þér landbúnaðarmál og setja þér landbúnaðarstefnu fyrir þig og þitt heimili. Það er til dæmis hægt að mynda tengsl við bændur og versla beint af þeim. Það er hægt að spyrja í mötuneytum og veitingastöðum hvaðan hráefnið er og mynda þannig þrýsting á innlend kaup. Lesa smáa letrið á umbúðum í verslunum og passa að það sé framleitt eftir þeim gildum sem þú vilt leggja áherslu á. Við þurfum þig, lesandi góður, til að vera með íslenskum landbúnaði í liði svo að komandi kynslóðir hafi aðgang að góðri næringu og geti nýtt þau tækifæri sem liggja í landbúnaðinum. Skilningur þinn og traust til framleiðslunnar skiptir öllu máli fyrir framþróun greinarinnar. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á setningu síðasta Búnaðarþings í mars síðastliðin velti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því fyrir sér hvort við hugsuðum oftar um mat eða kynlíf. Áhugavert. Hvert svo sem svarið er þá er á þetta tvennt það sameiginlegt að vera lífsnauðsynlegt. Í raun þyrftum við bara þetta tvennt, getnað og góða næringu, til að viðhalda lífinu sjálfu. Undanfarið höfum við sem þjóð, já og heimsbyggðin öll, gengið í gegnum sjálfsskoðun tengda samskiptum kynjanna, spurt okkur áleitna spurninga og leitað svara. Leitað betrunar fyrir komandi kynslóðir svo þau erfi ekki okkar ósiði tengda skorti á opinni umræðu, skilning og virðingu. Megi þessi umræða færa okkur og komandi kynslóðum tækifæri til fallegra og sársaukalausa samskipta sem byggð eru á trausti. Landbúnaður er ekki föst stærð og inntak hugtaksins er lifandi. Hlutverk landbúnaðar er alltaf stórt, stærra en margir gera sér grein fyrir. Bændur eru til dæmis stærstu vörslumenn lands og sem slíkir okkar öflugustu vopn í loftslagsmálum. Eitt af meginhlutverkum landbúnaðar er og verður þó alltaf framleiðsla á góðri næringu. Við þurfum sem þjóð að standa vörð um þessa atvinnugrein, átta okkur á mikilvægi hennar og skapa þannig umhverfi að greinin hafi svigrúm til að laga sig að markaðnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig staðið er að málum, hvað stendur að baki vörunni. Til þess að það sé hægt verður að vera gagnkvæmur skilningur, traust og virðing milli framleiðenda (bænda) og neytenda. Vatn og land ráða mestu um fæðuframboð í heiminum. Við erum sem þjóð rík af landbúnaðarlandi, vatni og við erum líka rík af innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Við eigum að geta framleitt fæðu langt umfram það sem við þurfum. Við flytjum hins vegar inn hærra hlutfall af fæðu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að spyrja okkur hvort sá matur, sú næring, sé jafn góð (innihald og umhverfisáhrif) og það sem við getum framleitt hérlendis. Hvaða gildi liggja að baki framleiðslunni. Þarna liggja líka tækifæri komandi kynslóða. Samtök iðnaðarins spáir því að árið 2050 verði 250.000 manns að störfum á Íslandi. Það eru 40 ný störf á viku fram að því. Á sama tíma spáir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til ársins 2050. Vitundarvakning er að eiga sér stað. Fólk og fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi landbúnaðar. Ramon Laguarta, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri PepsiCo segir að landbúnaður sé lykilinn til að takast á við loftslagsbreytingar. PepsiCo var að setja sér landbúnaðarstefnu. Fyrirtækið er með þrjá milljóna hektara undir þar sem bæta eða endurræsa á vistkerfin, tryggja heilbrigðan jarðveg, draga úr losun kolefnis, auka líffræðilegan fjölbreytileika og bæta kjör bænda. Stefnt er að því að fá öll innihaldsefni fyrirtækisins á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030. Landbúnaðarmál eru ekki léttvæg málefni sem snerta bara þá sem starfa innan þess. Landbúnaður er lykilinn að betri framtíð okkar allra. Mig langar því að biðja þig að kynna þér landbúnaðarmál og setja þér landbúnaðarstefnu fyrir þig og þitt heimili. Það er til dæmis hægt að mynda tengsl við bændur og versla beint af þeim. Það er hægt að spyrja í mötuneytum og veitingastöðum hvaðan hráefnið er og mynda þannig þrýsting á innlend kaup. Lesa smáa letrið á umbúðum í verslunum og passa að það sé framleitt eftir þeim gildum sem þú vilt leggja áherslu á. Við þurfum þig, lesandi góður, til að vera með íslenskum landbúnaði í liði svo að komandi kynslóðir hafi aðgang að góðri næringu og geti nýtt þau tækifæri sem liggja í landbúnaðinum. Skilningur þinn og traust til framleiðslunnar skiptir öllu máli fyrir framþróun greinarinnar. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun