Hafa náð samkomulagi um rekstur nýs veitingastaðar í Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 11:27 Svanhildur Konráðsdóttir, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Þórunn Björg Marinósdóttir, Stefán Viðarsson og Karitas Kjartansdóttir, forstöðumaður hjá Hörpu. Aðsend Nýr veitingastaður, „Hnoss“, mun opna á jarðhæð Hörpu í ágúst næstkomandi. Það er veitingafólkið Stefán Viðarsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem munu reka staðinn sem áætlað er að opni skömmu fyrir Menningarnótt. Auglýst var eftir nýjum rekstraraðilum fyrir veitingarýmið á síðasta ári og náðu stjórnendur Hörpu samkomulagi við þau Stefán og Fanneyju. Í tilkynningu segir að Stefán hafi rekið matstofu Marel Bistro Blue undanfarin ár með Fanneyju Dóru sér við hlið. Áður starfaði Fanney Dóra sem yfirkokkur á Skál! sem hlaut viðurkenninguna Bib Gourmand Michelin guide. Hún var í íslenska kokkalandsliðinu í nokkur ár og er stjórnarmaður og varaforseti Klúbbs matreiðslumanna frá árinu 2018. Framkvæmdastjóri Hnoss er Þórunn Björg Marinósdóttir. „Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu. Mikil áhersla verður lögð á ferskt hráefni og gæði en markmiðið er að opna svæðið og gera það aðgengilegt fyrir gesti Hörpu og fyrir matargesti. Áform eru um að nýta vel útisvæðið á jarðhæðinni og tengja þannig veitingastaðinn við menninguna við höfnina og nærliggjandi svæði. Fyrirhugað er að opna svalirnar meðfram Hörpu og skapa lifandi svæði þar sem verður lögð áhersla á hraða þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að veitingastaðurinn opni rétt fyrir Menningarnótt í ágúst.Vísir/Vilhelm Grænmetismiðaðir réttir Haft er eftir Fanneyju Dóru að þau hlakki til að útbúa mat þar sem bragð, áferð og upplifun spili stóran sess í gegnum grænmetismiðaða rétti í bland við hágæða íslenskan fisk og kjöt. „Á kvöldin munum við bjóða upp á a la carte matseðil og fjölbreyttan vínseðil við hæfi. Markmiðið er að tengja Hnoss við viðburði hússins þar sem gestir geta kíkt í mat fyrir sýningu, en einnig í drykk og nasl eftir sýningu. Von okkar er að fólk vilji koma og upplifa hvort sem það er að degi til eða á kvöldin einnig ætlum við að leggja mikið upp úr dögurðarhlaðborði um helgar, það verður algjört hnossgæti,“ er haft eftir Fanneyju. Veitingastaðir Harpa Reykjavík Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Auglýst var eftir nýjum rekstraraðilum fyrir veitingarýmið á síðasta ári og náðu stjórnendur Hörpu samkomulagi við þau Stefán og Fanneyju. Í tilkynningu segir að Stefán hafi rekið matstofu Marel Bistro Blue undanfarin ár með Fanneyju Dóru sér við hlið. Áður starfaði Fanney Dóra sem yfirkokkur á Skál! sem hlaut viðurkenninguna Bib Gourmand Michelin guide. Hún var í íslenska kokkalandsliðinu í nokkur ár og er stjórnarmaður og varaforseti Klúbbs matreiðslumanna frá árinu 2018. Framkvæmdastjóri Hnoss er Þórunn Björg Marinósdóttir. „Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu. Mikil áhersla verður lögð á ferskt hráefni og gæði en markmiðið er að opna svæðið og gera það aðgengilegt fyrir gesti Hörpu og fyrir matargesti. Áform eru um að nýta vel útisvæðið á jarðhæðinni og tengja þannig veitingastaðinn við menninguna við höfnina og nærliggjandi svæði. Fyrirhugað er að opna svalirnar meðfram Hörpu og skapa lifandi svæði þar sem verður lögð áhersla á hraða þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að veitingastaðurinn opni rétt fyrir Menningarnótt í ágúst.Vísir/Vilhelm Grænmetismiðaðir réttir Haft er eftir Fanneyju Dóru að þau hlakki til að útbúa mat þar sem bragð, áferð og upplifun spili stóran sess í gegnum grænmetismiðaða rétti í bland við hágæða íslenskan fisk og kjöt. „Á kvöldin munum við bjóða upp á a la carte matseðil og fjölbreyttan vínseðil við hæfi. Markmiðið er að tengja Hnoss við viðburði hússins þar sem gestir geta kíkt í mat fyrir sýningu, en einnig í drykk og nasl eftir sýningu. Von okkar er að fólk vilji koma og upplifa hvort sem það er að degi til eða á kvöldin einnig ætlum við að leggja mikið upp úr dögurðarhlaðborði um helgar, það verður algjört hnossgæti,“ er haft eftir Fanneyju.
Veitingastaðir Harpa Reykjavík Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira