Stjarnan kom til baka í Vesturbænum er liðið lagði KR 2-1 þökk sé sigurmarki táningsins Eggerts Arons Guðmundssonar um miðbik síðari hálfleiks.
Keflavík lenti 2-0 undir á Skipaskaga en kom til baka þökk sé mörkum Christian Volesky og Magnús Þórs Magnússonar, lokatölur 2-2.
Leiknir Reykjavík varð fyrsta liðið til að leggja Víking að velli í Pepsi Max deildinni í gærkvöld er liðið vann frækinn 2-1 sigur á heimavelli sínum í Breiðholti. Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis en Nikolaj Andreas Hansen skoraði mark Víkinga.
![](https://www.visir.is/i/1CA4546B4F12BE45BE49737CC569850DF42AA61B1727E94231F37F920FEAC13A_713x0.jpg)
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.