Reisti minnisvarða og reif hann svo niður næstu sjö árin Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 10:15 Gareth Southgate faðmaði Joachim Löw eftir að hafa stýrt Englandi til sigurs gegn Þýskalandi á EM í gærkvöld. AP/John Sibley Þýskir fjölmiðlar vonast eftir endurreisn þýska landsliðsins og að hún hefjist í september þegar liðið mætir meðal annars Íslandi á Laugardalsvelli, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar. Tapið gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í gær þýðir að valdatíma þjálfarans Joachims Löw er lokið en í vor var tilkynnt að Hansi Flick, fyrrverandi stjóri Bayern München, myndi taka við þýska landsliðinu eftir EM. „Evrópumótið átti að veita Joachim Löw leið til að kveðja landsliðið með sæmd. Kveðjustundin varð hins vegar ekki með þeim hætti,“ sagði Boris Büchler í útsendingu ZDF. Löw stýrði þýska landsliðinu í 15 ár og mun alltaf getað státað sig af frábærum sigri Þýskalands á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014. Önnur stórmót hafa hins vegar ekki gengið eins vel og eftir að hafa endað í neðsta sæti síns riðils á HM 2018 falla Þjóðverjar nú úr leik strax í 16-liða úrslitum á EM. Ekki smollið saman í nokkurn tíma „Með árangrinum á HM árið 2014 reisti Jogi Löw sér minnisvarða. Síðan þá hefur hann varið sjö árum í að brjóta þennan minnisvarða niður,“ sagði Heiko Neumann, sjónvarpsmaður hjá ARD. Joachim Löw's managerial record with #GER 197 games 124 wins 40 draws 33 defeats 62.94% win percentage 2 trophiesNot the fairytale ending he had hoped for after managing his last game for the national team. pic.twitter.com/fCTFPdZu5W— Squawka Football (@Squawka) June 30, 2021 Í grein Peter Ahrens í Der Spiegel er taktík Löws gagnrýnd: „Þetta lið er með leikmenn í háum gæðaflokki og margir þeirra eru stjörnur í bestu félagsliðum heims. En sem ellefu manna lið þá hefur landsliðið ekki smollið saman í nokkurn tíma, og þjálfarinn verður að axla ábyrgð á því. Ákvörðun hans um að taka drifkraftinn sem fylgir Joshua Kimmich af miðjunni borgaði sig ekki. Hann hafði ekki heppnina með sér við valið á framherjum. Leroy Sané olli vonbrigðum gegn Ungverjalandi. Á móti Englandi tók Löw Timo Werner af velli eftir klukkutíma leik.“ Eins og fyrr segir er það nú í höndum Hansi Flick að koma Þjóðverjum aftur í hæstu hæðir. Fyrstu leikir hans verða gegn Liechtenstein á útivelli 2. september, Armeníu á heimavelli 5. september, og svo gegn Íslandi á Laugardalsvelli 8. september. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Tapið gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í gær þýðir að valdatíma þjálfarans Joachims Löw er lokið en í vor var tilkynnt að Hansi Flick, fyrrverandi stjóri Bayern München, myndi taka við þýska landsliðinu eftir EM. „Evrópumótið átti að veita Joachim Löw leið til að kveðja landsliðið með sæmd. Kveðjustundin varð hins vegar ekki með þeim hætti,“ sagði Boris Büchler í útsendingu ZDF. Löw stýrði þýska landsliðinu í 15 ár og mun alltaf getað státað sig af frábærum sigri Þýskalands á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014. Önnur stórmót hafa hins vegar ekki gengið eins vel og eftir að hafa endað í neðsta sæti síns riðils á HM 2018 falla Þjóðverjar nú úr leik strax í 16-liða úrslitum á EM. Ekki smollið saman í nokkurn tíma „Með árangrinum á HM árið 2014 reisti Jogi Löw sér minnisvarða. Síðan þá hefur hann varið sjö árum í að brjóta þennan minnisvarða niður,“ sagði Heiko Neumann, sjónvarpsmaður hjá ARD. Joachim Löw's managerial record with #GER 197 games 124 wins 40 draws 33 defeats 62.94% win percentage 2 trophiesNot the fairytale ending he had hoped for after managing his last game for the national team. pic.twitter.com/fCTFPdZu5W— Squawka Football (@Squawka) June 30, 2021 Í grein Peter Ahrens í Der Spiegel er taktík Löws gagnrýnd: „Þetta lið er með leikmenn í háum gæðaflokki og margir þeirra eru stjörnur í bestu félagsliðum heims. En sem ellefu manna lið þá hefur landsliðið ekki smollið saman í nokkurn tíma, og þjálfarinn verður að axla ábyrgð á því. Ákvörðun hans um að taka drifkraftinn sem fylgir Joshua Kimmich af miðjunni borgaði sig ekki. Hann hafði ekki heppnina með sér við valið á framherjum. Leroy Sané olli vonbrigðum gegn Ungverjalandi. Á móti Englandi tók Löw Timo Werner af velli eftir klukkutíma leik.“ Eins og fyrr segir er það nú í höndum Hansi Flick að koma Þjóðverjum aftur í hæstu hæðir. Fyrstu leikir hans verða gegn Liechtenstein á útivelli 2. september, Armeníu á heimavelli 5. september, og svo gegn Íslandi á Laugardalsvelli 8. september. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira