Seldi það sæti sitt í úrvalsdeild LoL á fjóra milljarða íslenskra króna. Er þetta gert til að bjarga fótboltaliði félagsins sem er skuldum vafið.
Schalke 04 féll úr þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er nú að safna liði til að komast upp úr B-deildinni í fyrstu tilraun. Samdi íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson við félagið í sumar en það er samt sem áður ljóst að fjárhagsstaða félagsins er slæm.
Ljóst að þeir fjórir milljarðar sem fást fyrir sæti Schalke 04 í úrvalsdeild League of Legends munu hjálpa til en liðið er sem stendur í 7. til 9. sæti deildarinnar. Mun liðið klára núverandi tímabil en að því loknu mun BDS taka sæti þess í deildinni. Hafa liðin tvö sem og Riot Games, fyrirtækið sem á LoL, verið við samningsborðið í fimm mánuði.
Óvíst er hvað kemur fyrir akademíulið Schalke 04 en það er í neðri deild LoL.
Mikil sorg ríkir með söluna en var það eina leiðin til að halda knattspyrnuliði félagsins á floti. Á meðan rafíþróttalið félagsins var fimm ára gamalt þá stendur 04 í nafni Schalke fyrir árið sem félagið var stofnað, það er 1904.
In addition to our written statement, @TimReichert79 and @claudio_kasper made this video statement explaining the situation, giving some insights on the future of Esports auf Schalke, as well as reflecting on the 5-year-long journey so far. #S04 pic.twitter.com/3uAEgpu0ql
— Schalke 04 Esports (@S04Esports) June 29, 2021
Liðið hafði verið 30 ár samfleytt í efstu deild og ætlar sér strax aftur upp. Þann 23. júlí mætast Schalke og Hamburger SV í sannkölluðum stórleik 1. umferðar þýsku B-deildarinnar en Hamburger er einnig gamalt stórveldi. Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur verið orðaður við félagið en hann er samningslaus um þessar mundir.
Mbl.is greindi fyrst frá.