Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Ólafur Ísleifsson skrifar 4. júlí 2021 09:00 Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. Hvar er hún? Hinn 20. október 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ýmsir hafa dregið af þessari atkvæðagreiðslu ályktanir og talið að með henni hafi þjóðin ákveðið að kasta lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 fyrir róða. Svo er ekki. Þetta sýnir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í lögfræði, fram á í skarplega ritaðri grein í Tímariti lögfræðinga.[1] Ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum Kristrúnar. Af hverju nýja stjórnarskrá? Kristrún fjallar um Hrunið sem séríslenskt heiti með sérgreindari merkingu um fjármálakreppuna en annars staðar í heiminum, líka í löndum sem fóru verr út úr henni. Hún segir orðið vísa til óstöðvandi áfalls sem ómögulegt virtist að standa af sér. Kristrún segir fjármálakreppuna 2008 hafa kallað fram bylgju hugmynda um aukið lýðræði og bjartsýni á að ný tækni, t.d. um farveg samfélagsmiðla, væri tæki til lýðræðislegra framfara. Í þessum anda hafi farið fram tilraun á Íslandi um „Nýju stjórnarskrána“ sem rituð skyldi án yfirvalds lagahefðar og sérfræðinga og sækti óskorað lögmæti sitt með beinu lýðræði til fólksins í landinu. Frumvarp sem ekki var til Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er rakið hvernig frumvarp stjórnlagaráðs tók breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Textinn tók veigamiklum breytingum af hálfu sérfræðinganefndar og alþingismanna. Þetta segir Kristrún hafa verið illa útskýrt fyrir kjósendum. Kristrún segir ógjörning að ákvarða hvaða texti kunni að hafa öðlast lögmæti með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni, „því hvaða skjal er hin sanna og rétta „tillaga stjórnlagaráðs“ sem allir kosningabærir Íslendingar voru kallaðir til að greiða atkvæði um 2012? Um hvað voru atkvæði greidd? Hvar er nýja stjórnarskrá að finna í textum málsins? Er hún í ófullbúnum textum stjórnlagaráðs, eða í frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hvaða texti er það þá?“ Málefnið sem lagt var fyrir kjósendur var þannig ranglega fram sett, segir Kristrún, og lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Augljóst er af greiningu Kristrúnar Heimisdóttur að enginn lýðræðislegur stuðningur liggur að baki því plaggi sem greidd voru atkvæði um 20. október 2012 enda voru kjósendur ekki upplýstir um efni plaggsins eða hvaða breytingar hefðu orðið á því frá því stjórnlagaráð lauk afgreiðslu sinni. Nýja stjórnarskráin er ekki til. Ber að kasta stjórnarskrá fyrir róða í heilu lagi? Hugmyndin um að kasta stjórnarskrá lýðveldisins, sem naut stuðnings nær allra kosningabærra manna 1944, fyrir ofurborð verður að teljast varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Skiljanlegt er að upplausnarflokkur á borð við pírata haldi fram slíkri tillögu en einhverjir kunna að spyrja hvers vegna Samfylkingin taki undir slíkan málatilbúnað. Er hún ekki norrænn jafnaðarmannaflokkur? Þetta er gild spurning í ljósi afstöðu Samfylkingar til stjórnarskrárinnar. Myndi einhver jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum eða í Evrópu styðja að stjórnarskrá landsins yrði kastað fyrir borð í heilu lagi? Spurningin svarar sér sjálf. Enginn jafnaðarmannaflokkur myndi gera það. Nærtækt sýnist kannski að telja Samfylkingu flokk af ætt pírata. Breytingar á stjórnarskrá Kristrún Heimisdóttur leggur í grein sinni áherslu á að í stjórnarskránni er ákvæði um hvernig henni skuli breytt og gefi það ákvæði henni gildi sem stjórnarskrá umfram almenna löggjöf. Breytingarákvæðið í 79. gr. stjórnarskrárinnar um samþykki tveggja þinga milli kosninga eigi sér djúpar rætur í vestrænni hefð frjálslynds lýðræðis og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með tímaritsgrein sinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gert út um tilraunir í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 til að fleygja fyrir borð lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 með þeim breytingum sem hún hefur tekið síðan. Ábyrg afstaða til stjórnarskrármálefna kallar á að breytingar á stjórnarskrá séu gerðar á grundvelli vandaðs undirbúnings og að þær njóti víðtæks stuðnings. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. [1] Kristrún Heimisdóttir. 2020. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 70. árgangur. Haust 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. Hvar er hún? Hinn 20. október 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ýmsir hafa dregið af þessari atkvæðagreiðslu ályktanir og talið að með henni hafi þjóðin ákveðið að kasta lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 fyrir róða. Svo er ekki. Þetta sýnir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í lögfræði, fram á í skarplega ritaðri grein í Tímariti lögfræðinga.[1] Ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum Kristrúnar. Af hverju nýja stjórnarskrá? Kristrún fjallar um Hrunið sem séríslenskt heiti með sérgreindari merkingu um fjármálakreppuna en annars staðar í heiminum, líka í löndum sem fóru verr út úr henni. Hún segir orðið vísa til óstöðvandi áfalls sem ómögulegt virtist að standa af sér. Kristrún segir fjármálakreppuna 2008 hafa kallað fram bylgju hugmynda um aukið lýðræði og bjartsýni á að ný tækni, t.d. um farveg samfélagsmiðla, væri tæki til lýðræðislegra framfara. Í þessum anda hafi farið fram tilraun á Íslandi um „Nýju stjórnarskrána“ sem rituð skyldi án yfirvalds lagahefðar og sérfræðinga og sækti óskorað lögmæti sitt með beinu lýðræði til fólksins í landinu. Frumvarp sem ekki var til Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er rakið hvernig frumvarp stjórnlagaráðs tók breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Textinn tók veigamiklum breytingum af hálfu sérfræðinganefndar og alþingismanna. Þetta segir Kristrún hafa verið illa útskýrt fyrir kjósendum. Kristrún segir ógjörning að ákvarða hvaða texti kunni að hafa öðlast lögmæti með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni, „því hvaða skjal er hin sanna og rétta „tillaga stjórnlagaráðs“ sem allir kosningabærir Íslendingar voru kallaðir til að greiða atkvæði um 2012? Um hvað voru atkvæði greidd? Hvar er nýja stjórnarskrá að finna í textum málsins? Er hún í ófullbúnum textum stjórnlagaráðs, eða í frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hvaða texti er það þá?“ Málefnið sem lagt var fyrir kjósendur var þannig ranglega fram sett, segir Kristrún, og lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Augljóst er af greiningu Kristrúnar Heimisdóttur að enginn lýðræðislegur stuðningur liggur að baki því plaggi sem greidd voru atkvæði um 20. október 2012 enda voru kjósendur ekki upplýstir um efni plaggsins eða hvaða breytingar hefðu orðið á því frá því stjórnlagaráð lauk afgreiðslu sinni. Nýja stjórnarskráin er ekki til. Ber að kasta stjórnarskrá fyrir róða í heilu lagi? Hugmyndin um að kasta stjórnarskrá lýðveldisins, sem naut stuðnings nær allra kosningabærra manna 1944, fyrir ofurborð verður að teljast varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Skiljanlegt er að upplausnarflokkur á borð við pírata haldi fram slíkri tillögu en einhverjir kunna að spyrja hvers vegna Samfylkingin taki undir slíkan málatilbúnað. Er hún ekki norrænn jafnaðarmannaflokkur? Þetta er gild spurning í ljósi afstöðu Samfylkingar til stjórnarskrárinnar. Myndi einhver jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum eða í Evrópu styðja að stjórnarskrá landsins yrði kastað fyrir borð í heilu lagi? Spurningin svarar sér sjálf. Enginn jafnaðarmannaflokkur myndi gera það. Nærtækt sýnist kannski að telja Samfylkingu flokk af ætt pírata. Breytingar á stjórnarskrá Kristrún Heimisdóttur leggur í grein sinni áherslu á að í stjórnarskránni er ákvæði um hvernig henni skuli breytt og gefi það ákvæði henni gildi sem stjórnarskrá umfram almenna löggjöf. Breytingarákvæðið í 79. gr. stjórnarskrárinnar um samþykki tveggja þinga milli kosninga eigi sér djúpar rætur í vestrænni hefð frjálslynds lýðræðis og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með tímaritsgrein sinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gert út um tilraunir í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 til að fleygja fyrir borð lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 með þeim breytingum sem hún hefur tekið síðan. Ábyrg afstaða til stjórnarskrármálefna kallar á að breytingar á stjórnarskrá séu gerðar á grundvelli vandaðs undirbúnings og að þær njóti víðtæks stuðnings. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. [1] Kristrún Heimisdóttir. 2020. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 70. árgangur. Haust 2020.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun