Veratti ber af þeim leikmönnum sem eru komnir í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 13:30 Marco Veratti í hvítri treyju Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images Ítalski miðjumaðurinn Marco Veratti hefur staðið sig hvað best af þeim leikmönnum sem eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu. Allavega ef meðaleinkunn þeirra er skoðuð. Ítalski miðjumaðurinn hefur tekið þátt í þremur leikjum til þessa á mótinu og er með meðaleinkunn upp á 7,91. Tölfræðivefurinn WhoScored greinir alla leiki mótsins og gefur mönnum einkunn. Þar ber Veratti af en næst honum eru Harry Maguire, Jokam Mæhle og Sergio Busquets. Top rated player per #EURO2020 semi-finalist#ITA Marco Verratti - 7.97#ESP Sergio Busquets - 7.51#ENG Harry Maguire - 7.62#DEN Joakim Maehle - 7.52 pic.twitter.com/UB304iyEWi— WhoScored.com (@WhoScored) July 5, 2021 Veratti hóf mótið á varamannabekk Ítalíu enda meiddist hann skömmu fyrir mót. Kom hann ekki inn í liðið fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar þar sem Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Var hinn 28 ára gamli Veratti valinn maður leiksins með 8,6 í einkunn. Veratti byrjaði leik Ítalíu í 16-liða úrslitum þar sem Austurríki stóð sig betur en reiknað var með. Ítalía vann á endanum 2-1 í framlengdum leik og fékk Veratti 7,5 fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hann bætti svo um betur í stórleik 8-liða úrslita þar sem Ítalía lagði Belgíu 2-1. Veratti fékk 7,8 í einkunn eftir að hafa lagt upp fyrra mark sinna manna og náð sér í gult spjald. Maguire í hvítri treyju Englands.EPA-EFE/Alessandra Tarantino Líkt og Veratti þá missti Harry Maguire af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Maguire kom inn í byrjunarliðið – líkt og Veratti – í 1-0 sigri í lokaleik riðilsins [gegn Tékklandi]. Þar fékk hinn 28 ára gamli Maguire - jafnaldri Veratti - 7,3 í einkunn. Miðvörðurinn öflugi nældi sér í gult spjald sem og titilinn maður leiksins með 7,6 í einkunn í þægilegum 2-0 sigri á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Hann kórónaði mótið hjá sér með því að skora eitt af mörkum Englands í 4-0 sigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Fékk hann 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Mæhle í hvítri treyju Danmerkur.EPA-EFE/Peter Dejong Hinn 24 ára gamli Joakim Mæhle sker sig úr á listanum þar sem hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Dana á mótinu. Erfitt er að dæma frammistöðu Mæhle í 0-1 tapi Danmerkur gegn Finnlandi. Fékk hann 6,7 í einkunn fyrir frammistöðuna í þeim leik. Mæhle fékk 6,9 í einkunn fyrir 1-2 tap Danmerkur gegn Belgíu. Eftir það hefur Mæhle - sem og allt danska liðið - sýnt allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri á Rússlandi og fékk 8,2 í einkunn er Danir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum. Mæhle var aftur á skotskónum í 4-0 sigri á Wales í 16-liða úrslitum en það var hans besti leikur til þessa á mótinu. Fékk Mæhle 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði ekki í 2-1 sigrinum á Tékklandi í 8-liða úrslitum en lagði upp annað mark Danmerkur sem sá á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Mæhle fékk þó „aðeins“ 7,2 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Sergio Busquets í hvítri treyju Spánar.EPA-EFE/David Ramos Sergio Busquets fylgir í fótspor Veratti og Maguire en hann missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hinn 32 ára gamli reynslubolti kom inn í lið Spánverja í leik sem varð að vinnast. Spánn gerði gott betur en það og pakkaði Slóvakíu saman, lokatölur 5-0 þar sem Busquets nældi sér í gult spjald og fékk 7,3 fyrir frammistöðu sína. Aftur var Busquets á miðri miðjunni er Spánn lagði Króatíu 5-3 í 16-liða úrslitum. Leikurinn var frábær skemmtun en framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina. Busquets fékk 7,5 í einkunn fyrir sína frammistöðu, aðeins fremstu þrír leikmenn Spánverja fengu betri einkunn. Að lokum var Busquets á miðjunni er Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Fékk hann 7,0 í einkunn fyrir leikinn gegn Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli, það er eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar reyndust yfirvegaðri og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit þó svo að Busquets hafi sett boltann í stöngina í fyrstu spyrnu Spánverja. Sergio Busquets mætir Marco Veratti í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Ítalski miðjumaðurinn hefur tekið þátt í þremur leikjum til þessa á mótinu og er með meðaleinkunn upp á 7,91. Tölfræðivefurinn WhoScored greinir alla leiki mótsins og gefur mönnum einkunn. Þar ber Veratti af en næst honum eru Harry Maguire, Jokam Mæhle og Sergio Busquets. Top rated player per #EURO2020 semi-finalist#ITA Marco Verratti - 7.97#ESP Sergio Busquets - 7.51#ENG Harry Maguire - 7.62#DEN Joakim Maehle - 7.52 pic.twitter.com/UB304iyEWi— WhoScored.com (@WhoScored) July 5, 2021 Veratti hóf mótið á varamannabekk Ítalíu enda meiddist hann skömmu fyrir mót. Kom hann ekki inn í liðið fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar þar sem Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Var hinn 28 ára gamli Veratti valinn maður leiksins með 8,6 í einkunn. Veratti byrjaði leik Ítalíu í 16-liða úrslitum þar sem Austurríki stóð sig betur en reiknað var með. Ítalía vann á endanum 2-1 í framlengdum leik og fékk Veratti 7,5 fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hann bætti svo um betur í stórleik 8-liða úrslita þar sem Ítalía lagði Belgíu 2-1. Veratti fékk 7,8 í einkunn eftir að hafa lagt upp fyrra mark sinna manna og náð sér í gult spjald. Maguire í hvítri treyju Englands.EPA-EFE/Alessandra Tarantino Líkt og Veratti þá missti Harry Maguire af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Maguire kom inn í byrjunarliðið – líkt og Veratti – í 1-0 sigri í lokaleik riðilsins [gegn Tékklandi]. Þar fékk hinn 28 ára gamli Maguire - jafnaldri Veratti - 7,3 í einkunn. Miðvörðurinn öflugi nældi sér í gult spjald sem og titilinn maður leiksins með 7,6 í einkunn í þægilegum 2-0 sigri á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Hann kórónaði mótið hjá sér með því að skora eitt af mörkum Englands í 4-0 sigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Fékk hann 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Mæhle í hvítri treyju Danmerkur.EPA-EFE/Peter Dejong Hinn 24 ára gamli Joakim Mæhle sker sig úr á listanum þar sem hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Dana á mótinu. Erfitt er að dæma frammistöðu Mæhle í 0-1 tapi Danmerkur gegn Finnlandi. Fékk hann 6,7 í einkunn fyrir frammistöðuna í þeim leik. Mæhle fékk 6,9 í einkunn fyrir 1-2 tap Danmerkur gegn Belgíu. Eftir það hefur Mæhle - sem og allt danska liðið - sýnt allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri á Rússlandi og fékk 8,2 í einkunn er Danir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum. Mæhle var aftur á skotskónum í 4-0 sigri á Wales í 16-liða úrslitum en það var hans besti leikur til þessa á mótinu. Fékk Mæhle 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði ekki í 2-1 sigrinum á Tékklandi í 8-liða úrslitum en lagði upp annað mark Danmerkur sem sá á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Mæhle fékk þó „aðeins“ 7,2 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Sergio Busquets í hvítri treyju Spánar.EPA-EFE/David Ramos Sergio Busquets fylgir í fótspor Veratti og Maguire en hann missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hinn 32 ára gamli reynslubolti kom inn í lið Spánverja í leik sem varð að vinnast. Spánn gerði gott betur en það og pakkaði Slóvakíu saman, lokatölur 5-0 þar sem Busquets nældi sér í gult spjald og fékk 7,3 fyrir frammistöðu sína. Aftur var Busquets á miðri miðjunni er Spánn lagði Króatíu 5-3 í 16-liða úrslitum. Leikurinn var frábær skemmtun en framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina. Busquets fékk 7,5 í einkunn fyrir sína frammistöðu, aðeins fremstu þrír leikmenn Spánverja fengu betri einkunn. Að lokum var Busquets á miðjunni er Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Fékk hann 7,0 í einkunn fyrir leikinn gegn Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli, það er eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar reyndust yfirvegaðri og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit þó svo að Busquets hafi sett boltann í stöngina í fyrstu spyrnu Spánverja. Sergio Busquets mætir Marco Veratti í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira