Þjálfari Dana opnar sig um fjölskylduharmleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 15:31 Hjulmand talaði um margt og mikið á blaðamannafundi í dag. Þar á meðal þau áföll sem hann hefur orðið fyrir sem þjálfari. EPA-EFE/Valentin Ogirenko Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, opnaði sig um fjölskylduharmleik á blaðamannafundi í dag. Þá minntist hann á að hafa verið að þjálfa er leikmaður varð fyrir eldingu og var í dái í tvo mánuði. Öll þau sem horfðu á Christian Eriksen hníga niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í knattspyrnu fundu eflaust fyrir ónotatilfinningu er Eriksen lá hreyfingarlaus á vellinum. Enginn þó eflaust meir heldur en Kasper Hjulmand sem stóð á hliðarlínunni. Hann missti nefnilega ættingja sinn eftir svipað atvik. Þjálfarinn ræddi atvikið á blaðamannafundi í dag. Hjulmand er stór ástæða þess að danska liðið er komið í undanúrslit mótsins. Hann hefur fengið mikið hrós fyrir frammistöðu liðsins innan vallar sem og hvernig hann tók á áfallinu með Eriksen. „Ég er með magnaða leiðtoga í hópnum hjá mér. Ég er með leikmenn sem ég get talað við um hvernig þeim líður sem og hvernig mér líður,“ sagði Hjulmand áður en hann hrósaði Morten Wieghorst, aðstoðarþjálfara sínum, í hástert. Wieghorst veiktist illa er hann spilaði með Celtic á sínum tíma og barðist um stund fyrir lífi sínu. Þeir þjálfuðu Nordsjælland saman árið 2009 þegar Jonathan Richter, leikmaður liðsins, varð fyrir eldingu og var í dái í tvo mánuði áður en hann komst til meðvitundar á nýjan leik. Kasper Hjulmand og Morten Wieghorst á góðri stund.Naomi Baker/Getty Images „Við höfum gengið í gegnum mikið saman,“ sagði Hjulmand á fundinum. Í kjölfarið opnaði þjálfarinn sig varðandi fjölskylduharmleik. „Frændi minn lést eftir að hafa fengið hjartaáfall á fótboltavelli. Ég hef því átt erfitt með tilfinningar mínar undanfarnar vikur, þær hafa verið út um allt og ég hef átt erfitt með að höndla þær. Ég fékk aðstoð sálfræðings til þess. Ég reyni ávallt að vera ég sjálfur og fela ekki neitt,“ sagði tilfinningaríkur Hjulmand á blaðamannafundi dagsins. Leikmenn danska liðsins fengu einnig aðstoð sálfræðinga eftir leikinn gegn Finnlandi. Þó Hjulmand viðurkenni að fótbolti og hreyfing hjálpi mikið til við að gleyma slæmum hugsunum og tilfinningum þá er sérstaklega einn hlutur sem hjálpar Hjulmand dag frá degi. „Ég á konu og þrjú börn. Ekkert mun toppa það að verða faðir,“ sagði Hjulmand að lokum er hann ræddi möguleika Dana á að endurtaka leikinn frá 1992 er liðið varð Evrópumeistari í knattspyrnu. Danmörk mætir Englandi í undanúrslitum EM á miðvikudaginn, 7. júlí, klukkan 19.00. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni á Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Þurfti að fara í peysu því leikmennirnir héldu að hann væri einn af þeim Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, byrjaði leikinn gegn Tékklandi í gær í hvítum bol en var kominn í peysu í síðari hálfleiknum. Á því var góð skýring. 4. júlí 2021 12:15 „Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“ Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim. 22. júní 2021 09:01 Þjálfari Dana: Hægt að fresta leikjum um 48 tíma vegna smits en ekki hjartastopps Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik. 15. júní 2021 17:31 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Öll þau sem horfðu á Christian Eriksen hníga niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í knattspyrnu fundu eflaust fyrir ónotatilfinningu er Eriksen lá hreyfingarlaus á vellinum. Enginn þó eflaust meir heldur en Kasper Hjulmand sem stóð á hliðarlínunni. Hann missti nefnilega ættingja sinn eftir svipað atvik. Þjálfarinn ræddi atvikið á blaðamannafundi í dag. Hjulmand er stór ástæða þess að danska liðið er komið í undanúrslit mótsins. Hann hefur fengið mikið hrós fyrir frammistöðu liðsins innan vallar sem og hvernig hann tók á áfallinu með Eriksen. „Ég er með magnaða leiðtoga í hópnum hjá mér. Ég er með leikmenn sem ég get talað við um hvernig þeim líður sem og hvernig mér líður,“ sagði Hjulmand áður en hann hrósaði Morten Wieghorst, aðstoðarþjálfara sínum, í hástert. Wieghorst veiktist illa er hann spilaði með Celtic á sínum tíma og barðist um stund fyrir lífi sínu. Þeir þjálfuðu Nordsjælland saman árið 2009 þegar Jonathan Richter, leikmaður liðsins, varð fyrir eldingu og var í dái í tvo mánuði áður en hann komst til meðvitundar á nýjan leik. Kasper Hjulmand og Morten Wieghorst á góðri stund.Naomi Baker/Getty Images „Við höfum gengið í gegnum mikið saman,“ sagði Hjulmand á fundinum. Í kjölfarið opnaði þjálfarinn sig varðandi fjölskylduharmleik. „Frændi minn lést eftir að hafa fengið hjartaáfall á fótboltavelli. Ég hef því átt erfitt með tilfinningar mínar undanfarnar vikur, þær hafa verið út um allt og ég hef átt erfitt með að höndla þær. Ég fékk aðstoð sálfræðings til þess. Ég reyni ávallt að vera ég sjálfur og fela ekki neitt,“ sagði tilfinningaríkur Hjulmand á blaðamannafundi dagsins. Leikmenn danska liðsins fengu einnig aðstoð sálfræðinga eftir leikinn gegn Finnlandi. Þó Hjulmand viðurkenni að fótbolti og hreyfing hjálpi mikið til við að gleyma slæmum hugsunum og tilfinningum þá er sérstaklega einn hlutur sem hjálpar Hjulmand dag frá degi. „Ég á konu og þrjú börn. Ekkert mun toppa það að verða faðir,“ sagði Hjulmand að lokum er hann ræddi möguleika Dana á að endurtaka leikinn frá 1992 er liðið varð Evrópumeistari í knattspyrnu. Danmörk mætir Englandi í undanúrslitum EM á miðvikudaginn, 7. júlí, klukkan 19.00. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni á Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Þurfti að fara í peysu því leikmennirnir héldu að hann væri einn af þeim Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, byrjaði leikinn gegn Tékklandi í gær í hvítum bol en var kominn í peysu í síðari hálfleiknum. Á því var góð skýring. 4. júlí 2021 12:15 „Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“ Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim. 22. júní 2021 09:01 Þjálfari Dana: Hægt að fresta leikjum um 48 tíma vegna smits en ekki hjartastopps Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik. 15. júní 2021 17:31 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Þurfti að fara í peysu því leikmennirnir héldu að hann væri einn af þeim Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, byrjaði leikinn gegn Tékklandi í gær í hvítum bol en var kominn í peysu í síðari hálfleiknum. Á því var góð skýring. 4. júlí 2021 12:15
„Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“ Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim. 22. júní 2021 09:01
Þjálfari Dana: Hægt að fresta leikjum um 48 tíma vegna smits en ekki hjartastopps Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik. 15. júní 2021 17:31
Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40