Vinir mínir eru ekki skrímsli Hans Jónsson skrifar 5. júlí 2021 15:00 „Frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, þannig að ekki skilja frænku eftir eina með honum.“ Flest könnumst við að hafa heyrt einhvern tímann eitthvað á þessum nótum. Kannski án þess að vita hvað var átt við með „leiðinlegur.“ Kannski vorum við umrædd „frænka“ og okkur var sagt að fara ekki með honum neitt eða vera ein með honum. Af því hann getur verið ágengur eða erfiður, í glasi, sko, en hann er samt ágætur. Þó við þekkjum kannski ekki alla söguna þá vitum við flest um einhvern sem að okkur þætti óþægilegt að vita að væri einn með einhverjum sem okkur þykir vænt um; með barninu okkar, með litlu systur, með einhverju yngra og óvarkárara en okkur sjálfum. En við nefnum engin nöfn, og við segjum ekki hvernig hann er „leiðinlegur.“ Þau sem „lenda í honum“ vara hvert annað við og segja hvert öðru að hann sé hættulegur, ekki leiðinlegur, og það er vaninn. Þau vara við að hann sé hættulegur, við fréttum það filtrerað, og berum áfram að hann sé leiðinlegur, svolítið ágengur, kannski jafnvel erfiður. En frændi er ágætur samt, það fylgir alltaf sögunni, því að það er erfitt að horfast í augu við mennsku þeirra sem við viljum trúa að séu alltaf augljós skrímsli. Vinir mínir eru nefnilega engin skrímsli. Það getur ekki verið. Ég myndi ekki vera vinur skrímslanna. Þannig að enginn vina minna getur gert það sem bara skrímsli gera. Og við hrökkvum í vörn. Og hvað þá ef við höfum sjálf farið yfir mörkin einhvern tímann. Bara einu sinni yfir mörkin og við stígum á bremsuna þegar við fréttum að manneskja sem við sjáum sem manneskju hafi gert eitthvað svipað því sem við höfum gert og að það hafi verið slæmt. Það getur ekki hafa verið svo slæmt. Það eru bara skrímsli sem gera eitthvað virkilega slæmt, og þetta er manneskja, ekki skrímsli. Eins og ég, ég er manneskja, ekki skrímsli. Það getur ekki verið að það hafi verið slæmt, því þá væri það sem ég gerði slæmt, og ég væri þá skrímsli. Það er auðveldara og tilfinningalega ódýrara fyrir okkur að reiðast þeirri ókurteisi að flagga óhreina þvottinum sem við vitum öll að er til. Að kalla eftir því að þau sem að hann var „leiðinlegur við“ þurfi ekki að sjá hann og hlusta á hann og vita að við hömpum frænda. Það er svo óþægilegt. Veröldin er svo mikið þægilegri þegar frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, ekkert vandamál, ekkert skrímsli, bara manneskja. Það er erfiðara þegar við þurfum að horfast í augu við það að „skrímslin“ eru ekki augljós, þau eru öll manneskjur, og við gætum verið skrímsli líka. Það er erfiðara að hætta meðvirkninni og feluleiknum en að viðhalda gömlum hefðum þöggunar og nauðgunarmenningar. Svo við nefnum engin nöfn, reynum að passa upp á að frænka sé aldrei ein með frænda, og skömmum þau sem rugga bátnum með því að krefjast einhvers betra. Sama hvað það kostar frænku þegar við sjáum ekki til. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar MeToo Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
„Frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, þannig að ekki skilja frænku eftir eina með honum.“ Flest könnumst við að hafa heyrt einhvern tímann eitthvað á þessum nótum. Kannski án þess að vita hvað var átt við með „leiðinlegur.“ Kannski vorum við umrædd „frænka“ og okkur var sagt að fara ekki með honum neitt eða vera ein með honum. Af því hann getur verið ágengur eða erfiður, í glasi, sko, en hann er samt ágætur. Þó við þekkjum kannski ekki alla söguna þá vitum við flest um einhvern sem að okkur þætti óþægilegt að vita að væri einn með einhverjum sem okkur þykir vænt um; með barninu okkar, með litlu systur, með einhverju yngra og óvarkárara en okkur sjálfum. En við nefnum engin nöfn, og við segjum ekki hvernig hann er „leiðinlegur.“ Þau sem „lenda í honum“ vara hvert annað við og segja hvert öðru að hann sé hættulegur, ekki leiðinlegur, og það er vaninn. Þau vara við að hann sé hættulegur, við fréttum það filtrerað, og berum áfram að hann sé leiðinlegur, svolítið ágengur, kannski jafnvel erfiður. En frændi er ágætur samt, það fylgir alltaf sögunni, því að það er erfitt að horfast í augu við mennsku þeirra sem við viljum trúa að séu alltaf augljós skrímsli. Vinir mínir eru nefnilega engin skrímsli. Það getur ekki verið. Ég myndi ekki vera vinur skrímslanna. Þannig að enginn vina minna getur gert það sem bara skrímsli gera. Og við hrökkvum í vörn. Og hvað þá ef við höfum sjálf farið yfir mörkin einhvern tímann. Bara einu sinni yfir mörkin og við stígum á bremsuna þegar við fréttum að manneskja sem við sjáum sem manneskju hafi gert eitthvað svipað því sem við höfum gert og að það hafi verið slæmt. Það getur ekki hafa verið svo slæmt. Það eru bara skrímsli sem gera eitthvað virkilega slæmt, og þetta er manneskja, ekki skrímsli. Eins og ég, ég er manneskja, ekki skrímsli. Það getur ekki verið að það hafi verið slæmt, því þá væri það sem ég gerði slæmt, og ég væri þá skrímsli. Það er auðveldara og tilfinningalega ódýrara fyrir okkur að reiðast þeirri ókurteisi að flagga óhreina þvottinum sem við vitum öll að er til. Að kalla eftir því að þau sem að hann var „leiðinlegur við“ þurfi ekki að sjá hann og hlusta á hann og vita að við hömpum frænda. Það er svo óþægilegt. Veröldin er svo mikið þægilegri þegar frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, ekkert vandamál, ekkert skrímsli, bara manneskja. Það er erfiðara þegar við þurfum að horfast í augu við það að „skrímslin“ eru ekki augljós, þau eru öll manneskjur, og við gætum verið skrímsli líka. Það er erfiðara að hætta meðvirkninni og feluleiknum en að viðhalda gömlum hefðum þöggunar og nauðgunarmenningar. Svo við nefnum engin nöfn, reynum að passa upp á að frænka sé aldrei ein með frænda, og skömmum þau sem rugga bátnum með því að krefjast einhvers betra. Sama hvað það kostar frænku þegar við sjáum ekki til. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun