Chris Paul frábær í langþráðum fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 07:31 Chris Paul hafði heldur betur ástæðu til að brosa eftir leik eitt í lokaúrslitum NBA þar sem Phoenix Suns vann góðan sigur og hann átti frábæran leik. AP/Ross D. Franklin Giannis Antetokounmpo kom óvænt aftur inn í lið Milwaukee Bucks en það kom ekki í veg fyrir það að Phoenix Suns er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Chris Paul var búinn að bíða lengi eftir því að fá að spila í lokaúrslitum NBA og þegar kom loksins að því þá var hann heldur betur tilbúinn. @CP3 tallies 32 PTS, 9 AST in his Finals debut, guiding the @Suns to victory in Game 1! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/aXN1PS1Lwx— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar og Phoenix Suns vann þrettán stiga sigur á Milwaukee Bucks, 118-105. Devin Booker bætti við 27 stigum. Paul hefur spilað í deildinni í sextán ár og hefur verið einn besti leikstjórnandi hennar þann tíma. Suns liðið var eitt af slökustu liðum deildarinnar fyrir stuttu síðan en koma Paul hefur haft frábær áhrif á ungar stjörnur liðsins. Einn af þeim er Booker og annar er miðherjinn Deandre Ayton sem var með 22 stig og 19 fráköst í leiknum í nótt. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn, hafði ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010 og var fyrir aðeins tveimur árum með lélegasta árangurinn í allir deildinni. Devin Booker adds 27 PTS, 6 AST in the @Suns Game 1 win at home! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/E2AAxVyLr0— NBA (@NBA) July 7, 2021 Chris Paul kom fyrir þetta tímabil og var leiðtoginn sem þetta unga lið þurfti á að halda. „Við höfum verið að byggja liðið upp allt tímabilið fyrir stund eins og þess. Við ætlum að halda áfram að spila. Þetta er bara einn leikur og við verðum að halda einbeitingunni,“ sagði Chris Paul eftir leikinn. Leikurinn var á heimavelli Phoenix og það verður einnig næsti leikur. Leikir þrjú og fjögur verða síðan spilaðir á heimavelli Bucks. Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í lokaúrslitum í Phoenix síðan að Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls tryggðu sér titil númer þrjú í röð sumarið 1993. 22 PTS, 19 REB for Ayton! @DeandreAyton's MASSIVE double-double helps the @Suns take a 1-0 lead in the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/4xW60RclnB— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var frábær í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og Suns vann 35-27. Eftir hann voru heimamenn komnir með sextán stiga forskot og leikurinn í þeirra höndum. Giannis Antetokounmpo var búinn að missa af tveimur leikjum í röð vegna hnémeiðsla en Bucks vann þá báða. Það var ekki búist við Grikkjanum í þessum fyrsta leik en hann gat spilað og var með 20 stig og 17 fráköst. Khris Middleton var stigahæstur í Milwaukee liðinu með 29 stig en þetta er þriðja einvígið í röð í þessari úrslitakeppni þar sem liðið tapar leik eitt. Það kom ekki að sök í hinum tveimur einvígunum þannig að leikmenn Bucks ættu að þekkja vel hvernig á að haga sér í þessari stöðu. Hear from Chris Paul after his 32-point, 9 assist performance led the @Suns to victory in Game 1 of the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/dWVVOIp5Gx— NBA (@NBA) July 7, 2021 NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Chris Paul var búinn að bíða lengi eftir því að fá að spila í lokaúrslitum NBA og þegar kom loksins að því þá var hann heldur betur tilbúinn. @CP3 tallies 32 PTS, 9 AST in his Finals debut, guiding the @Suns to victory in Game 1! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/aXN1PS1Lwx— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar og Phoenix Suns vann þrettán stiga sigur á Milwaukee Bucks, 118-105. Devin Booker bætti við 27 stigum. Paul hefur spilað í deildinni í sextán ár og hefur verið einn besti leikstjórnandi hennar þann tíma. Suns liðið var eitt af slökustu liðum deildarinnar fyrir stuttu síðan en koma Paul hefur haft frábær áhrif á ungar stjörnur liðsins. Einn af þeim er Booker og annar er miðherjinn Deandre Ayton sem var með 22 stig og 19 fráköst í leiknum í nótt. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn, hafði ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010 og var fyrir aðeins tveimur árum með lélegasta árangurinn í allir deildinni. Devin Booker adds 27 PTS, 6 AST in the @Suns Game 1 win at home! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/E2AAxVyLr0— NBA (@NBA) July 7, 2021 Chris Paul kom fyrir þetta tímabil og var leiðtoginn sem þetta unga lið þurfti á að halda. „Við höfum verið að byggja liðið upp allt tímabilið fyrir stund eins og þess. Við ætlum að halda áfram að spila. Þetta er bara einn leikur og við verðum að halda einbeitingunni,“ sagði Chris Paul eftir leikinn. Leikurinn var á heimavelli Phoenix og það verður einnig næsti leikur. Leikir þrjú og fjögur verða síðan spilaðir á heimavelli Bucks. Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í lokaúrslitum í Phoenix síðan að Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls tryggðu sér titil númer þrjú í röð sumarið 1993. 22 PTS, 19 REB for Ayton! @DeandreAyton's MASSIVE double-double helps the @Suns take a 1-0 lead in the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/4xW60RclnB— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var frábær í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og Suns vann 35-27. Eftir hann voru heimamenn komnir með sextán stiga forskot og leikurinn í þeirra höndum. Giannis Antetokounmpo var búinn að missa af tveimur leikjum í röð vegna hnémeiðsla en Bucks vann þá báða. Það var ekki búist við Grikkjanum í þessum fyrsta leik en hann gat spilað og var með 20 stig og 17 fráköst. Khris Middleton var stigahæstur í Milwaukee liðinu með 29 stig en þetta er þriðja einvígið í röð í þessari úrslitakeppni þar sem liðið tapar leik eitt. Það kom ekki að sök í hinum tveimur einvígunum þannig að leikmenn Bucks ættu að þekkja vel hvernig á að haga sér í þessari stöðu. Hear from Chris Paul after his 32-point, 9 assist performance led the @Suns to victory in Game 1 of the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/dWVVOIp5Gx— NBA (@NBA) July 7, 2021
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira