Valdabarátta heimilisins – ertu að missa völdin? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 7. júlí 2021 18:01 Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást. Með hækkandi aldri barna er ráðlegt fyrir foreldra að stuðla einnig að sjálfstæði þeirra. Börnin hafa nefnilega mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og ýtir það undir seiglu hjá þeim. Þau vilja fá ábyrgð og taka þátt í ákvarðanatöku sem tengist lífi þeirra. Þau vilja vera virkir þátttakendur í lífi sínu. Auðvitað eru öll börn einstök og þarfir þeirra misjafnar en í kringum tveggja ára aldur eykst sjálfstæðisþörf þeirra til muna. Þau vilja prófa sig áfram og skoða heiminn upp á eigin spýtur. Ekki misskilja mig, það á enginn að sleppa tökunum af tveggja ára barni og leyfa því að leika lausum hala, taka erfiðar ákvarðanir eða sjá um sig sjálft. Það er hlutverk foreldra að finna jafnvægi í samskiptum sínum við börnin og þeim uppgötvunum sem þau eru að gera. Það getur verið krefjandi fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að uppfylla og fylgja sjálfstæðisþörfinni og vitanlega er það ekki alltaf hægt. Hraði í okkar nútímasamfélagi gerir það að verkum að við þurfum að halda ótal boltum á lofti á degi hverjum og við þurfum að sinna svo mörgu. Stundum er bara ekki tími til að barnið príli sjálft sjö sinnum upp í bílstólinn á leiðinni í bílinn eða klæði sig þrisvar í buxurnar öfugar. Þess vegna þarf að hafa þetta jafnvægi í huga; hvenær get ég sagt já? Hvenær þarf ég að segja nei? Valdabarátta heimilisins er komin til að vera næstu árin í lífi barnsins, foreldrar þurfa að ákveða hvar mörkin liggja og þau þurfa að vera skýr. En hvaða áhrif gæti þessi litla spurning haft á barnið þitt: ,,Hvað finnst þér?” þegar valdabaráttan heltekur heimilið. Uppeldi er langhlaup, það er samvinnuverkefni á milli foreldra og barna og það er engin endastöð. Ef þú, kæra foreldri, nærð að efla og stuðla að þroska barnsins þíns með því að segja stundum já í staðinn fyrir nei, ertu þá raunverulega að missa völdin? Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást. Með hækkandi aldri barna er ráðlegt fyrir foreldra að stuðla einnig að sjálfstæði þeirra. Börnin hafa nefnilega mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og ýtir það undir seiglu hjá þeim. Þau vilja fá ábyrgð og taka þátt í ákvarðanatöku sem tengist lífi þeirra. Þau vilja vera virkir þátttakendur í lífi sínu. Auðvitað eru öll börn einstök og þarfir þeirra misjafnar en í kringum tveggja ára aldur eykst sjálfstæðisþörf þeirra til muna. Þau vilja prófa sig áfram og skoða heiminn upp á eigin spýtur. Ekki misskilja mig, það á enginn að sleppa tökunum af tveggja ára barni og leyfa því að leika lausum hala, taka erfiðar ákvarðanir eða sjá um sig sjálft. Það er hlutverk foreldra að finna jafnvægi í samskiptum sínum við börnin og þeim uppgötvunum sem þau eru að gera. Það getur verið krefjandi fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að uppfylla og fylgja sjálfstæðisþörfinni og vitanlega er það ekki alltaf hægt. Hraði í okkar nútímasamfélagi gerir það að verkum að við þurfum að halda ótal boltum á lofti á degi hverjum og við þurfum að sinna svo mörgu. Stundum er bara ekki tími til að barnið príli sjálft sjö sinnum upp í bílstólinn á leiðinni í bílinn eða klæði sig þrisvar í buxurnar öfugar. Þess vegna þarf að hafa þetta jafnvægi í huga; hvenær get ég sagt já? Hvenær þarf ég að segja nei? Valdabarátta heimilisins er komin til að vera næstu árin í lífi barnsins, foreldrar þurfa að ákveða hvar mörkin liggja og þau þurfa að vera skýr. En hvaða áhrif gæti þessi litla spurning haft á barnið þitt: ,,Hvað finnst þér?” þegar valdabaráttan heltekur heimilið. Uppeldi er langhlaup, það er samvinnuverkefni á milli foreldra og barna og það er engin endastöð. Ef þú, kæra foreldri, nærð að efla og stuðla að þroska barnsins þíns með því að segja stundum já í staðinn fyrir nei, ertu þá raunverulega að missa völdin? Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar